Viðskipti innlent

Skuldabréf á mikilli siglingu

Mikil velta hefur verið með skuldabréf að undanförnu. Skuldabréfavelta nam til að mynda 16,7 milljörðum í Kauphöllinni í dag, eins og kom fram á Vísi. Í hagsjá Landsbankans, kemur fram að skuldabréf séu á mikilli siglingu.

Skuldabréf á siglingu

Viðskipti með skuldabréf hafa verið með meira móti undanfarið. Óvissa um þróun vaxta samhliða tíðum breytingum á efnahagsumhverfi valda því að skuldabréfamiðlarar eru „á tánum" og reyna að lesa sem best í allar vísbendingar sem berast um væntanlega vaxtaþróun á næstunni.

Velta á skuldabréfamarkaðnum hefur í kjölfarið aukist jafnt og þétt. Veltan er þó enn skugginn af sjálfri sér ef miðað er við skuldabréfamarkaðinn á fyrri hluta árs 2008. Á fyrri helmingi þessa árs var veltan þannig einungis þriðjungur þess sem var á sama tímabili í fyrra.

Svo virðist sem túlkun Seðlabankans á gjaldeyrishöftunum frá 28. maí hafi latt erlenda fjárfesta til að færa eignir sínar með jafn tíðum hætti og fyrir var.

Áður en Seðlabankinn lét túlkun sína í ljós voru vísbendingar um að erlendir

fjárfestar, sem fastir voru með fé sitt í íslenskum skuldabréfum, færðu féð í þann skuldabréfaflokk sem næstur var með vaxtagjalddaga til þess að koma vaxtagreiðslunum úr landi og þannig draga úr krónueign sinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×