Viðskipti innlent

Skuldabréfaútboð LSS skilaði aðeins 120 milljónum

Skuldabréfaútboð sem Lánasjóður sveitarfélaga (LSS) efndi til fyrir helgina skilaði aðeins 120 milljónum kr. Að vísu bárust tilboð upp á 370 milljónir kr. og var ávöxtunarkrafan á bilinu 5,8-6%. LSS ákvað að taka tilboðum upp á 120 milljónir kr. með ávöxtunarkröfunni 5,8%.

Egill Skúli Þórólfsson hjá Lánasjóðnum segir að niðurstöður útboðsins hafi valdið vonbrigðum enda undir væntingum þeirra. Yfirleitt stefnir sjóðurinn á að afla sér eins til tveggja milljarða kr. með þessum útboðum.

Egill kann ekki einhlíta skýringu á þessum takmarkaða áhuga aðra en almennt bágborið ástand í efnahagsmálum landsins.

Heildarstærð skuldabréfaflokksins sem útboðið náði yfir, LSS150224, nemur nú rúmlega 13,3 milljörðum kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×