Viðskipti innlent

Glitnir lýkur við söluna á Moderna Liv í Svíþjóð

Skilanefnd Glitnis hefur lokið sölu á Moderna Liv, líftryggingararmi Moderna Finance, til Chesnara bresks eignarhaldsfélags sem sérhæfir sig í tryggingafélögum. Söluverðið er 250 milljónir sænskra kr. sem jafngildir tæplega 4,2 milljörðum kr.

Hagfræðideild Landsbankans greinir frá þessu í Hagsjá sinni. Þar segir að Moderna Liv var hluti af 70 milljarða kr. kaupum Milestone á sænska fjármálafyrirtækinu Invik árið 2007.

Skilanefnd Glitnis tók yfir allt hlutafé Milestone í Moderna þann 16. mars síðastliðinn og náði samkomulagi við Chesnara um söluna mánuði síðar.

Greitt var í reiðufé en það var breska ráðgjafarfyrirtækið Hawkpoint Partners sem ráðlagði Chesnara í samningaferlinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×