Ríkið græðir ekkert á sölu hlutafjár Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 23. júlí 2009 14:02 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og þingmaður Vinstri grænna. Mynd/Pjetur Í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins frá því á mánudag segir að ríkið muni leggja fram hlutafé að upphæð 60 milljarða til Íslandsbanka og 70 milljarða til Kaupþings þann 14. ágúst næstkomandi. Glitnir og Kaupþing, þ.e. skilanefndir bankanna í umboði erlendra kröfuhafa, eigi þess kost að kaupa þetta hlutafé í nýju bönkunum. Jón Steinsson, lektor við Colombia háskóla í Bandaríkjunum, spurði í gær á hvaða kjörum þessi hlutafjárviðskipti og lánveitingar til bankanna færu fram. Samkvæmt Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, er ekki um eiginleg hlutafjárviðskipti að ræða, heldur gefst kröfuhöfunum kostur á að fjármagna bankana sjálfir, og gengur þá framlag ríkisins til baka um 35 milljarða í tilviki Íslandsbanka og 38 milljarða í tilviki Nýja Kaupþings. Þá mun ríkisstjórnin veita hvorum banka um sig víkjandi lán að upphæð 25 milljörðum króna, auk þess sem Nýja Kaupþing fengi átta milljarða eiginfjárframlag. Hugsanlega mun Fjármálaeftirlitið gera aðrar fjármögnunarkröfur til kröfuhafanna en stjórnvalda. Það myndi þó ekki hafa nein áhrif á hlutafjárframlagið sem slíkt sem einfaldlega yrði bakfært um ofangreindar upphæðir. Ávöxtun hlutafjárins vegna eigendaskiptanna væri því engin. Ef kröfuhafarnir ganga ekki að samkomulaginu eiga þeir hins vegar kauprétt á hlutafénu árin 2011 til 2015. Kjósi þeir að nýta sér hann segir Steingrímur ljóst að hlutaféð yrði ekki selt á nafnverði heldur með fullum vöxtum og álagi. „Ríkið fengi því mjög góða ávöxtun," segir Steingrímur. Hann segir ekki hafa verið gengið endanlega frá lánasamningum vegna víkjandi lána bankanna, og því liggi kjör þeirra ekki fyrir. Tengdar fréttir Segir mikilvægum spurningum ósvarað um bankauppgjörið Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskólann segir að mikilvægum spurningum sé ósvarað hvað varði uppgjör og eignarhald á nýju bönkunum. Hinsvegar telur hann fagnaðarefni að kröfuhafar eigi þess kost að eignast Íslandsbanka og Nýja Kaupþing að mestu eða öllu leyti. 22. júlí 2009 08:45 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins frá því á mánudag segir að ríkið muni leggja fram hlutafé að upphæð 60 milljarða til Íslandsbanka og 70 milljarða til Kaupþings þann 14. ágúst næstkomandi. Glitnir og Kaupþing, þ.e. skilanefndir bankanna í umboði erlendra kröfuhafa, eigi þess kost að kaupa þetta hlutafé í nýju bönkunum. Jón Steinsson, lektor við Colombia háskóla í Bandaríkjunum, spurði í gær á hvaða kjörum þessi hlutafjárviðskipti og lánveitingar til bankanna færu fram. Samkvæmt Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, er ekki um eiginleg hlutafjárviðskipti að ræða, heldur gefst kröfuhöfunum kostur á að fjármagna bankana sjálfir, og gengur þá framlag ríkisins til baka um 35 milljarða í tilviki Íslandsbanka og 38 milljarða í tilviki Nýja Kaupþings. Þá mun ríkisstjórnin veita hvorum banka um sig víkjandi lán að upphæð 25 milljörðum króna, auk þess sem Nýja Kaupþing fengi átta milljarða eiginfjárframlag. Hugsanlega mun Fjármálaeftirlitið gera aðrar fjármögnunarkröfur til kröfuhafanna en stjórnvalda. Það myndi þó ekki hafa nein áhrif á hlutafjárframlagið sem slíkt sem einfaldlega yrði bakfært um ofangreindar upphæðir. Ávöxtun hlutafjárins vegna eigendaskiptanna væri því engin. Ef kröfuhafarnir ganga ekki að samkomulaginu eiga þeir hins vegar kauprétt á hlutafénu árin 2011 til 2015. Kjósi þeir að nýta sér hann segir Steingrímur ljóst að hlutaféð yrði ekki selt á nafnverði heldur með fullum vöxtum og álagi. „Ríkið fengi því mjög góða ávöxtun," segir Steingrímur. Hann segir ekki hafa verið gengið endanlega frá lánasamningum vegna víkjandi lána bankanna, og því liggi kjör þeirra ekki fyrir.
Tengdar fréttir Segir mikilvægum spurningum ósvarað um bankauppgjörið Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskólann segir að mikilvægum spurningum sé ósvarað hvað varði uppgjör og eignarhald á nýju bönkunum. Hinsvegar telur hann fagnaðarefni að kröfuhafar eigi þess kost að eignast Íslandsbanka og Nýja Kaupþing að mestu eða öllu leyti. 22. júlí 2009 08:45 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Segir mikilvægum spurningum ósvarað um bankauppgjörið Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskólann segir að mikilvægum spurningum sé ósvarað hvað varði uppgjör og eignarhald á nýju bönkunum. Hinsvegar telur hann fagnaðarefni að kröfuhafar eigi þess kost að eignast Íslandsbanka og Nýja Kaupþing að mestu eða öllu leyti. 22. júlí 2009 08:45