Viðskipti innlent

Skoðun á aðdraganda og afleiðingum falls Straums ekki lokið

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Formaður skilanefndar Straums, Reynir Vignir, segir að skilanefndin hafi ekki vitneskju um hvort millifærslur hafi átt sér stað frá bankanum í erlend skattaskjól eins og Stöð 2 greindi frá í gær. Hann segir að verið sé að vinna í þeim málum sem snerta aðdraganda og afleiðingar bankahrunsins en þeirri vinnu sé ekki lokið.

Skilanefndin hefur ekki heyrt af þessu máli eða neinum slíkum millifærslum og er ókunnugt um málið að því leyti.

Aðspurður um það hvort skilanefndin hafi athugað hvort slíkir reikningar hafi verið stofnaðir, segir Reynir:

„Það er verið að skoða alla þessa hluti í Straumi eins og í öðrum bönkum en þeirri skoðun er ekki lokið. Það er verið að vinna skýrslu um mál í aðdraganda bankahrunsins og við eigum von á þeirri skýrslu nú í byrjun næsta mánaðar," segir Reynir Vignir í viðtali við Vísi.

Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur Straums fjárfestingabanka þann 9. mars á þessu ári og var skilanefnd yfir bankanum skipuð samdægurs.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×