Viðskipti innlent

Lektor við HR segir Icesave mat Seðlabankans fjarstæðukennt

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Hús Seðlabanka Íslands.
Hús Seðlabanka Íslands.
Kári Sigurðsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, segir minnisblað Seðlabankans um greiðslubyrði landsins vegna Icesave vera fjarstæðukennt og grafa undan trúverðugleika bankans í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir forsendurnar sem bankinn gefur sér fyrir niðurstöðum sínum bjartsýnar svo undrum sætir.

Þar gagnrýnir hann einkum þá miklu styrkingu gengis krónunnar sem bankinn gefur sér.

Þá gagnrýnir hann að Seðlabankinn geri ráð fyrir að afgangur af viðskiptum við útlönd verði margfeldi af því sem best hefur verið í sögu landsins.

Í þriðja lagi segir hann spá bankans um hagvöxt mjög óraunhæfa, þar eð hún gefi sér að hagvöxtur hér á landi verði tæpum þriðjungi meiri hér á landi en í Bretlandi á næstu sjö árum, þrátt fyrir að Bretar glími ekki við kerfishrun líkt og Ísland.

Í niðurlagi greinar sinnar segir Kári þvílík mistök hafa verið gerð við núverandi Icesave samning að hann sé ekki hægt að samþykkja.

Grein Kára má nálgast í heild sinni hér og útreikninga hans hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×