Viðskipti innlent

LSS lækkar áætlaða útgáfu skuldabréfa um helming

Endurskoðuð áætluð útgáfa skuldabréfa Lánasjóðs sveitarfélaga (LS) árið 2009 til fjármögnunar nýrra útlána er 10 - 13 milljarðar króna, sem er lækkun um 2 - 11 milljarða frá fyrri áætlun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum en hann lánar eingöngu það fé sem hann hefur fengið að láni, því veltur áætlun um útlán alfarið á því hvernig gengur að afla lánsfjár á árinu.

Lánasjóður sveitarfélaga áætlar að greiða lánadrottnum sínum á bilinu 7 - 8 milljarða króna árið 2009. Lánasjóðurinn áætlar að afborganir sveitarfélaga af lánum til lánasjóðsins verði á bilinu 9 - 11 milljarðar króna árið 2009.

„Áætlun þessi miðast við núverandi aðstæður á markaði. Verði breytingar á markaðsaðstæðum má reikna með að ofangreind áætlun geti breyst. Lánasjóður sveitarfélaga endurskoðar áætlanir sínar hálfsárslega og oftar ef þörf krefur," segir í tilkynningunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×