Fleiri fréttir Nýtt lag og tónleikar Rokksveitin Dead Sea Apple hefur sent frá sér lagið I Want You Back. Ekki er um að ræða endurgerð á hinu fornfræga lagi Jackson Five heldur glænýtt lag sem var hljóðritað í tilefni þess að fimmtán ár eru liðin síðan sveitin gaf út sitt fyrsta lag á safnplötunni Ýkt böst. 29.4.2009 04:30 Hundraðasti Lost-þátturinn Hundraðasti sjónvarpsþátturinn í hinni dularfullu Lost-seríu verður sýndur í Bandaríkjunum í kvöld. Framleiðandinn Damon Lindelof, einn af höfundum Lost, segist ennþá vera undrandi yfir langlífi þáttanna. Hann átti sannarlega ekki von á þessum vinsældum þegar hann kynnti hugmyndina fyrir stjórnendum ABC-sjónvarpsstöðvarinnar fyrir fjórum árum. 29.4.2009 04:15 Upplífgandi í kreppunni Sextett Ólafs Gauks með Svanhildi Jakobsdóttur og Kristjáni Kristjánssyni, KK, heldur tónleika í Fríkirkjunni á fimmtudagskvöld klukkan 21. Síðustu tónleikar þeirra voru einmitt í Fríkirkjunni á Vetrarhátíð í Reykjavík í febrúar þar sem 700 manns skemmtu sér konunglega. 29.4.2009 04:00 Idolstjarna í detox hjá Jónínu Ben Idolstjarna Norðmanna, Åste Hunnes Sem, er væntanleg ásamt 15 manna liði í detoxmeðferð í nýrri detoxmistöð Jónínu Benediktsdóttur á Reykjanesi 13. júlí næstkomandi. Hópurinn fer í fulla detoxmeðferð og Norska sjónvarpið tekur upp þátt sem sýndur verður í norska sjónvarpinu í haust um detox meðferð Jónínu. Fjallað verður um árangur Idolstjörnunnar og af hverju Ísland er heppilegur staður fyrir slíka meðferð. „Þetta kom til að það voru norskir blaðamenn að taka viðtal við mig út af bannkahruninu. Blaðamaðurinn er vinur þekkts sjónvarpsmanns í Noregi sem er með vinsælan skemmtiþátt þar í landi og hnn var svo hrifinn af hugmyndinni og bauðst til að hjálpa mér að koma þessu á framfæri í Noregi," svarar Jónína aðspurð hvernig það kom til að norska Idolstjarnan er vætnaleg. „Við ætlum að fara með sjónvarpsfólkinu upp á Mývatn og sýna þeim hvað við höfum upp á að bjóða yfir vetrartímann," segir Jónina. „Það er búið að vera fullt í allar detox meðferðirnar í vetur. Um 50 manns í hverri meðferð. Við erum farin að fá útlendinga," svarar Jónina aðspurð hvernig detoxstarfsemin gengur. „Við opnum á Reykjanesi 23. mmaí heilsárshótel með 50 deluxe- herbergjum." 28.4.2009 15:45 Túrtappi Britney - myndband Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Britney Spears dansa á Circus-tónleikum í Anaheim fyrir viku. Dansarann Chase Benz, 21 árs, situr á mótórhjólinu í myndbandinu en slúðurpressan heldur því fram að samband hans við Britney er mjög náið. Það sem vekur sérstaka athygli er túrtappi sem sést greinilega milli læra Britney þegar hún dansar. Sjá túrtappa Britney hér. 28.4.2009 10:04 Kærastinn með til Moskvu „Þetta stóð tæpt. Spurning hvort maður kæmist út af prófunum. En ég næ því alveg,“ segir Ólafur Ólafsson – kærasti Eurovision-stjörnunnar Jóhönnu Guðrúnar sem nú undirbýr sig sem sem mest hún má undir Eurovision-keppnina sem fram fer í Moskvu 12. maí. 28.4.2009 09:00 Anna frumsýnd í Cannes Stuttmyndin Anna eftir Rúnar Rúnarsson hefur verið valin á Cannes-hátíðina í maí. Þetta er í annað sinn sem Rúnar hlýtur þennan heiður. „Þetta er algjör snilld. Maður safnar í sarpinn og þetta auðveldar manni að fá peninga til að gera það sem maður vill gera,“ segir Rúnar. 28.4.2009 08:00 Heiðurslaun Þráins vefjast fyrir Borgurum „Ágæti Mummi (sem ég reyndar var svo óheppinn að sjá aldrei í kosningabaráttunni), Heiða og þið öll. Við skulum sameiginlega hafa eitt á hreinu. Hvort sem ég kemst á þing (vegna útstrikana) eða ekki mun ég ALDREI AFSALA mér heiðurslaunum Alþingis, alveg sama hversu mikil fáfræði ríkir um tilkomu þeirra og eðli (þau eiga ekkert skylt við kúlulán eða prófkjörsstyrki og eru ekki óheiðar-lega fengin),“ skrifar Þráinn Bertelsson á póstlista Borgarahreyfingarinnar (xO). 28.4.2009 06:00 Beyonce í efsta sætinu Spennumyndin Obsessed með söngkonunni Beyonce Knowles hlaut mestu aðsóknina vestanhafs um síðustu helgi. Í henni leika þau Knowles og Idris Elba hjón sem lenda í miklum vandræðum þegar geðsjúk kona ofsækir eiginmanninn. Söguþræðinum svipar nokkuð til Fatal Attraction frá níunda áratugnum þegar Glenn Close ofsótti Michael Douglas á eftirminnilegan hátt. 28.4.2009 05:00 Kvikmyndaþorp úti á Granda Sannkölluð kvikmyndamiðstöð hefur orðið til í Héðinshúsinu úti á Granda. Fyrir er kvikmyndafyrirtækið Republika og nú stefnir allt í að þrír aðilar í sama geira flytjist þarna inn. Fyrst ber að nefna framleiðslu- og þjónustufyrirtækið True North, eftirvinnslufyrirtækið Postmenn og svo framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks og Lilju Pálmadóttur, Blue Eyes. 28.4.2009 05:00 Kristinn með japanska ríkissjónvarpinu „Þetta gekk alveg ljómandi vel og var bara býsna ánægjulegt,“ segir fréttahaukurinn Kristinn Hrafnsson. Hann var japanska ríkissjónvarpinu innan handar á nýliðinni kosninganótt en fjöldi erlendra blaða- og fréttamanna voru staddir hér á landi til að fylgjast með þessum sögulegu kosningum. Kristinn taldi að rúmlega tíu Íslendingar hefðu verið í svipuðu hlutverki og hann: að aðstoða erlenda blaðamenn og tökulið. 28.4.2009 04:30 Kreppan stöðvaði Bít-hátíð „Í þessu myrkurástandi sem hefur verið þá hefur ekki verið stuð í að plana svona mál,“ segir rithöfundurinn Ólafur Gunnarsson um Bíthátíð sem átti að halda á Eiðum í júní. „Kreppan rúllaði henni. Þetta var komið á góðan rekspöl en svo var bara ákveðið að fresta henni um ár.“ 28.4.2009 04:15 Opnar skóbúð í kreppunni „Ég var með verslunina Mangó í Keflavík í átta ár sem ég seldi í fyrra og hef verið með þessa bólu í höfðinu að opna skóverslun á netinu með skó á góðu verði," segir Rakel Ársælsdóttir sem opnaði nýverið skóverslunina Desire Boutique á netinu. „Ég fór af stað með þetta í byrjun apríl og það er búið að ganga rosalega vel síðan ég opnaði. Það er greinilega þörf á þessu," segir Rakel. Leyfa íslenskar konur sér að kaup nýja skó í þessu árferði? „Já það má nú alveg segja það. Við viljum ekki hætta að vera sætar og fínar. Mér fannst skór á Íslandi alveg ofboðslega dýrir. Þú fékkst ekki fallega skó undir 20 þúsund." „Það var tækifæri að koma með þetta í kreppunni. Fólk reynir að spara og versla ódýrara," segir Rakel. Skoða skóverslun Rakelar hér: http://www.desire.is 27.4.2009 15:55 Gillz lét ekki sjá sig Íslenska mótaröðin í póker hófst um helgina þar sem fjórir einstaklingar unnu pakka á mótaröðina sem haldin verður í haust að verðmæti 30 þúsund krónur. Vísir hafði samband við Hauk Má Böðvarsson sem sigraði keppnina og spurði hvort um harða keppni hafi verið að ræða: „Nei þetta var frekar létt. Ég rúllaði yfir þetta," svarar Haukur. Tók Gillz áskorun ykkar um að mæta? „Nei nei hann mætti ekki. Hann var nýbúinn að drulla eitthvað yfir þetta en hann kom ekki." Æfir þú þig mikið í póker? „Já ég spila mikið. Nei ég er ekki mikið á netinu. Ég spila mest læf." Er hægt að græða á því að spila póker á netinu? „Já já já félagi minn var að taka 60 þúsund dollara í gær. Það eru ágætis peningar í þessu á netinu," segir Haukur áður en kvatt er. Haukur, Arnar Ægisson, Birgir Magnússon og Sigurður Elvar Sigurðsson skiptu verðlaunafénu, 400 þúsund krónum, á milli sín. Ekki náðist í Egil/Gillz við vinnslu fréttarinnar. 27.4.2009 13:18 Kínverjar mála Íslendinga Íslensk vefsíða, www.portret.is býður Íslendingum upp á að senda ljósmyndir til Kína og fá til baka máluð olíumálverk eftir kínverska myndlistarmenn. 27.4.2009 05:00 Hver mínúta skipulögð hjá Eurovision-hópnum „Ég vinn bara svona, ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég er enn í þessu djobbi," segir Jónatan Garðarsson, liðstjóri íslenska Eurovision-hópsins. Hópurinn fékk á föstudag yfirlit frá Jónatani hvernig dagskrá hópsins er háttað í Mosvku. Óhætt er hægt að fullyrða að hver einasta mínúta, hvert skref, sé skipulagt. Eiginlega er hvergi autt gat í tímaætluninni sem nær frá klukkan fjögur að morgni sunnudagsins 3.maí til klukkan fjögur síðdegis sunnudagsins 17.maí. Meðal þess sem Jónatan var búinn að setja niður á blað voru matmálstímar og háttatíminn. „Þegar svona mikið gengur á þarf oft að minna fólk á þessa annars sjálfsögðu hluti." 27.4.2009 05:00 Ungur leikstjóri til Cannes „Já, ég er bæði spenntur og kvíðinn," segir leikstjórinn Arnar Már Brynjarsson en hann er á leiðinni til Cannes þann 14.maí ásamt félögum sínum, þeim Hlyni Björnssyni og Gunnari Anton Guðmundssyni. Þeir ásamt fjórða manninum, Hirti A. Guðmundssyni, gerðu stuttmyndina HUX sem vann Stuttmyndadaga Reykjavíkur í fyrra. HUX tekur þátt í svokölluðu Short Film Corner sem haldin er í tengslum við hina eiginlegu kvikmyndahátíð en myndin segir frá tvítugum dreng sem reynir að bjarga móðir sinni undan klóm krabbameins. 27.4.2009 04:00 Erla og Tryggvi: Opnuðu listagallerí í Los Angeles Opna Íslendingum leið inn á bandarískan listmarkað „Taugarnar liggja til Íslands, það fer ekki á milli mála,“ segir Erla Dögg Ingjaldsdóttir arkitekt, en hún og eiginmaður hennar Tryggvi Þorsteinsson arkitekt hafa opnað listagallerí í Santa Monica í Kaliforníu. Galleríið er í sama húsi og arkitektastofan Minarc sem þau hjón hafa rekið síðustu níu ár, en Gallery Skart sýnir fyrst og fremst íslenska list og er markmiðið að opna íslenskum listamönnum leið inn á bandarískan markað. 27.4.2009 03:00 Japönsk poppstjarna handtekin á adamsklæðunum Japönsk poppstjarna sem var handtekin í almenningsgarði í Tókýó eftir að hann fannst drukkinn og nakinn hefur beðist velvirðingar á hneykslanlegri framkomu sinni. 26.4.2009 21:00 Leno kominn af spítala Spjallþáttakóngurinn Jay Leno útskrifaðist af spítala í gær en hann var lagður inn á föstudag þegar hann fór að finna fyrir slappleika. Leno mætti sjálfur á sjúkrahús en í kjölfarið var tveimur þáttum með honum frestað. 26.4.2009 20:00 Cheryl Cole tekur upp eigið efni Söngkonan Cheryl Cole úr stúlknabandinu Girls Aloud er sögð vera á leið í stúdíó til þess að taka upp eigið efni. Cheryl sem hefur farið á kostum sem dómari í X-factor þáttunum í Bretlandi er einnig eiginkona knattspyrnumannsins Ashley Cole og nýtur gríðarlegra vinsælda þar í landi. 26.4.2009 19:00 Rihanna vill að lögreglan skili skartgripum Söngkonan Rihanna hefur beðið lögregluna í Los Angeles að skila skartgripum sem hún tók sem sönnunargögn eftir að kærasti hennar Chris Brown réðist á hana á dögunum. 26.4.2009 17:44 Brotnaði niður hjá Opruh Kate McCann grét á föstudagskvöldið þegar hún kom fram í sjónvarpsþætti Opruh Winfrey og sagðist ekki þekkja dóttur sína á myndum sem sýna hvernig hún gæti litið út í dag. Hún sagðist hinsvegar þekkja Maddie ef hún sæi hana úti á götu en Madeliene litla verður sex ára í næsta mánuði. 26.4.2009 16:15 Vísurnar streyma inn á Vísi Vísir leitar að vísum í tengslum við kosningarnar frá hagyrtum einstaklingum. Séu þær húshæfar þá verða þær að sjálfsögðu birtar hér á vefnum. Þónokkrar vísur hafa þegar borist okkur og má sjá þær hér að neðan. Endilega sendið okkur fleiri vísur á netfangið frettir@stod2.is 26.4.2009 06:09 Himnasending frá Íslandi til hjálparstarfs í Afríku Flugáhöfn Icelandair safnaði á dögunum hálfu tonni af rúmfatnaði og handklæðum og gaf Enza hjálparstarfinu í Suður-Afríku sem stjórnað er af íslenskum konum. Áhöfnin var á leið í sérverkefni með erlenda farþega til Afríku. 25.4.2009 17:41 Líður eins og Hulk Hin stórskemmtilega glamúr gella Katie Price, oft betur þekkt sem Jordan, segir að sér líði eins og ofurmenninu Hulk eftir æfingar sínar fyrir London maraþonið. Hún segist hata nýja „vöðva útlitið“ sem hún skartar nú og segir það hafa eyðilagt fyrir áætlunum sínum um að vera í léttklædd. 25.4.2009 16:24 Harður stuðningsmaður Samfylkingarinnar „Hver þarf vinstri græna þegar við höfum leiðtoga eins og Jóhönnu í Samfylkingunni,“ skrifar Aron Pálmi Ágústsson á Facebooksíðu sinni í dag. Aron virðist vera harður stuðningsmaður Samfylkingarinnar þar sem skilaboð til stuðnings flokknum hafa streymt frá honum undanfarið. 25.4.2009 14:34 Höfundur Is it True? var í meðferð þegar lagið sigraði "Ég hef verið mjög meðvitaður um minn sjúkdóm, allt frá því að ég var um tvítugt. Ég er með þetta miður skemmtilega gen, sem gerir það að verkum að heilinn í mér bregst öðruvísi við áfengi en heilinn í venjulegu fólki. Í stað þess að verða hress og skemmtilegur verð ég leiðinlegur og vil helst ekki hætta drykkjunni. Sem betur fer er til mjög einföld leið til að halda þessum sjúkdóm niðri - einfaldlega að drekka ekki," segir Óskar Páll Sveinsson lagahöfundur í samtali við Fréttablaðið í dag. 25.4.2009 11:41 Eiginkona Ástþórs kýs í fyrsta skipti Natalía Wium eiginkona Ástþórs Magnússonar talsmanns Lýðræðishreyfingarinnar mun kjósa ásamt eiginmanni sínum í Ölduselsskóla í dag. Þetta verður í fyrsta skipti sem hún tekur þátt í kosningum hér á landi en hún fékk íslenskan ríkisborgararétt um áramótin. 25.4.2009 10:19 Börnin hundsa Gibson Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum stendur Mel Gibson nú í skilnaði við eiginkonu sína Robyn Gibson en hann er talinn geta orðið sá dýrasti í sögu Hollywood. Enda voru Mel og Robyn gift í 28 ár og eignuðust sjö börn. Og nú greina bandarískir fjölmiðlar frá því að börn leikarans vilji lítið af pabba sínum vita og séu víst alveg brjáluð útí hann. Fjölmiðlar hafa nefnilega greint frá því hann hafi átt vingott tvær rússneskar Oksönur og því leikið tveimur skjöldum. 25.4.2009 09:00 Friðrik Þór plataður Fyrsta árshátíð Félags íslenskra kvikmyndagerðarmanna var haldin á Hótel Loftleiðum á miðvikudagskvöld. Um 120 mann létu sjá sig og þótti hátíðin vel heppnuð í alla staði. 25.4.2009 07:00 Frægir tapa milljörðum Árlegur listi Sunday Times yfir ríkasta fólkið í afþreyingarbransanum er nokkuð merkilegur. Ekki síst fyrir þær sakir að eignir og fjármunir þeirra hafa rýrnað umtalsvert. 25.4.2009 06:00 Ætlar að syngja Eyjamenn edrú „Þetta er gamall draumur. Og mikill heiður. Ég er þakklátur fyrir þetta tækifæri og mun leggja mig allan fram um að skemmta gestum,“ segir Geir Ólafsson söngvari sem hefur verið ráðinn til að skemmta á Þjóðhátíð. Undirbúningur Þjóðhátíðar í Eyjum stendur nú yfir þó enn séu þrír mánuðir í verslunarmannahelgi. Eyjamenn búast við metþátttöku. Og hafa það fyrir sér í því að aldrei hafa fleiri skráð sig með Herjólfi og með flugi til Eyja dagana sem hátíðin stendur yfir. Að sögn Birgis Guðjónssonar, formanns Þjóðhátíðarnefndar, mættu ríflega tíu þúsund manns í fyrra. Ekki liggur fyrir hvert metið er en það er í kringum tíu til tólf þúsund manns. Menn eru nú að stækka tjaldsvæðin í Herjólfsdal því það stefnir í metþátttöku. 25.4.2009 06:00 Tónelskur þjófur stal harmonikku af Amiinu „Við vorum búin að færa allar okkar græjur yfir á Grundarstíginn og vorum að æfa okkur fyrir tónleikaferð til London. Svo var bara brotist inn í húsnæðið um páskahelgina og rauðri harmónikku og rafmagnsfiðlu stolið,“ segir María Huld Markan Sigfúsdóttir, ein af liðsmönnum Amiinu. Hljómsveitin varð fyrir áfalli þegar tónelskur þjófur fór á kreik og lét greipar sópa í æfingahúsnæði sveitarinnar. 25.4.2009 04:45 Hleypur í þágu daufblindra „Mig hefur lengi langað til þess að hlaupa heilt maraþon, en aldrei tekið mig til og látið verða af því,“ segir Ólafur Haukur Johnson, 25 ára, sem mun hlaupa London-maraþonið á morgun. Ólafur safnaði áheitum í gegnum heimasíðuna justgiving.com og hefur nú safnað 1.000 pundum af 1.500 sem munu öll renna til samtakanna Sense sem styðja við daufblint fólk og fjölskyldur þeirra. 25.4.2009 04:00 Rodriguez endurgerir Predator Leikstjóri Sin City-myndarinnar, Robert Rodriguez, hyggst endurlífga kvikmyndirnar um Predator. Hann hyggst meira að segja láta þessa morðóðu geimveru fá nokkra samstarfsfélaga og þá er ljóst að mannkynið þarf á byssuglaðri hetju að halda til að stöðva þetta óargadýr. Predator birtist fyrst á hvíta tjaldinu árið 1987 og sló umsvifalaust í gegn. Framhaldið þótti hins vegar ekki merkilegur pappír og því lognaðist serían eiginlega út af. Ekki er komin nákvæm tímasetning en næsta verkefni Rodriguez er kvikmyndin Machete sem er byggð á stiklu úr tvíleik leikstjórans og Quentins Tarantino, Grindhouse. Machete fjallar um leigumorðingja sem er svikinn af umbjóðendum sínum og ákveður að halda í blóðuga hefndarför. 25.4.2009 03:45 Rossdale var hommi Breska poppstjarnan Marilyn hefur ákveðið að svipta hulunni af fimm ára ástarsambandi sem hann og Gavin Rossdale áttu fyrir allmörgum árum. Eins og flestum ætti að vera kunnugt um er Rossdale nú eiginmaður No Doubt-söngkonunnar Gwen Stefani. Orðrómur um náin kynni Marilyns og Rossdales hefur verið á kreiki síðan Boy George nefndi það fyrst í ævisögu sinni Take it Like a Man. Rossdale vísaði því alfarið á bug þá og Marilyn sömuleiðis, þeir sögðust báðir hafa bara verið bestu vinir. 25.4.2009 03:30 Sylvía Rún send heim Sylvía Rún Guðnýjardóttir var send heim úr Idolinu í kvöld. Sylvía Rún, Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir og Matthías Arnar Þorgrímsson (Matti) lentu í þremur neðstu sætunum en Hrafn og Matt sluppu með skrekkinn að þessu sinni. 24.4.2009 22:24 Simon Cowell stendur af sér fjármálahrunið Idol dómarinn Simon Cowell, Oasis bræðurnir Liam og Noel Gallagher og framleiðendur Mamma Mia söngleikjarins eru í hópi örfárra breskra tónlistarmanna sem tekist hefur að verja auðæfi sín að einhverju marki í kreppunni. 24.4.2009 11:56 Gibson með þrjár í takinu Eftir að hafa lifað fremur rólegu og kyrrlátu lífi með konu sinni til 28 ára, verið trúrækinn maður með kaþólska kirkju í garðinum, þá eru ástamál ástralska stórleikarans Mels Gibson farin að taka á sig heldur skrautlega mynd. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Gibson nú að skilja við eiginkonu sína. 24.4.2009 06:30 Ekki abbast upp á íslenskar stelpur „Ég er búinn að læra eitt, ekki abbast upp á íslenskar stelpur. Þótt þær séu kannski sætar þá geta þær bitið frá sér og meitt þig,“ skrifar áhættuleikarinn Dan Forcey en hann stjórnar áhættuatriðunum í kvikmyndinni Dead of Night. Íslenska leikkonan Anita Briem leikur þar eitt aðalhlutverkanna á móti ofurmenninu Brandon Routh og það er augljóst að Forcey þessi hefur komist í kynni við íslenska víkingablóðið sem rennur um æðar Anitu eftir einhverja slagsmálasenuna. 24.4.2009 06:00 Megas fer á menningarhátíð í Kanada Fjöldi íslenskra listamanna kemur fram á íslensku menningarhátíðinni Núna, eða Now, sem stendur frá 24. apríl til 25. maí í Kanada. Meðal þeirra sem stíga á svið má nefna Baggalút, Kippa Kaninus, Borgar Magnússon og Lay Low. Aðalstjarna hátíðarinnar verður þó sjálfur Megas með hljómsveit sinni Senuþjófunum en Megas hefur verið kallaður afi íslenska rokksins í kanadískum fjölmiðlum að undanförnu. 24.4.2009 06:00 Stefán Hilmars kominn í djassinn „Já, já, þess vegna er hann hér – æðislegur trommari,“ segir Sigurður Flosason saxófónleikari og er að tala um goðsögnina Pétur Östlund. 24.4.2009 05:00 Gestkvæmt á íslenska básnum í Hollywood „Þetta gekk vonum framar og við áætlum um fjörutíu prósenta aukningu í heimsóknum á básinn okkar. Þetta var reyndar mjög góður tímapunktur því mestallur bransinn var í bænum og átti því heimangengt,“ segir Einar Tómasson, kvikmyndafulltrúi hjá Film In Iceland. Um síðustu helgi var haldin stór og mikil tökustaða-sýning í Hollywood. Þar koma fulltrúar frá löndum um allan heim og reyna að selja sitt land sem heppilegan tökustað. Bókstaflega að „selja landslag sitt“. Ísland var þar á meðal en umrædd sýning hefur gefið vel af sér fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki; kvikmyndir á borð við Flags of our Fathers, Journey 3-D og sjónvarpsþátturinn Amazing Race hafa komið til Íslands eftir að hafa séð landslag Íslands. 24.4.2009 04:30 Tarantino verður í Cannes Það verður sannkallað stórskotalið á kvikmyndahátíðinni í Cannes í næsta mánuði. Skipuleggjendur hafa boðið nokkrum gömlum og góðum vinum hátíðarinnar að frumsýna nýjar myndir sínar; stórnöfnum á borð við Ang Lee, Pedro Almodovar, Jane Campion, Lars Von Trier, Terry Gilliam og Quentin Tarantino. 24.4.2009 04:00 Sjá næstu 50 fréttir
Nýtt lag og tónleikar Rokksveitin Dead Sea Apple hefur sent frá sér lagið I Want You Back. Ekki er um að ræða endurgerð á hinu fornfræga lagi Jackson Five heldur glænýtt lag sem var hljóðritað í tilefni þess að fimmtán ár eru liðin síðan sveitin gaf út sitt fyrsta lag á safnplötunni Ýkt böst. 29.4.2009 04:30
Hundraðasti Lost-þátturinn Hundraðasti sjónvarpsþátturinn í hinni dularfullu Lost-seríu verður sýndur í Bandaríkjunum í kvöld. Framleiðandinn Damon Lindelof, einn af höfundum Lost, segist ennþá vera undrandi yfir langlífi þáttanna. Hann átti sannarlega ekki von á þessum vinsældum þegar hann kynnti hugmyndina fyrir stjórnendum ABC-sjónvarpsstöðvarinnar fyrir fjórum árum. 29.4.2009 04:15
Upplífgandi í kreppunni Sextett Ólafs Gauks með Svanhildi Jakobsdóttur og Kristjáni Kristjánssyni, KK, heldur tónleika í Fríkirkjunni á fimmtudagskvöld klukkan 21. Síðustu tónleikar þeirra voru einmitt í Fríkirkjunni á Vetrarhátíð í Reykjavík í febrúar þar sem 700 manns skemmtu sér konunglega. 29.4.2009 04:00
Idolstjarna í detox hjá Jónínu Ben Idolstjarna Norðmanna, Åste Hunnes Sem, er væntanleg ásamt 15 manna liði í detoxmeðferð í nýrri detoxmistöð Jónínu Benediktsdóttur á Reykjanesi 13. júlí næstkomandi. Hópurinn fer í fulla detoxmeðferð og Norska sjónvarpið tekur upp þátt sem sýndur verður í norska sjónvarpinu í haust um detox meðferð Jónínu. Fjallað verður um árangur Idolstjörnunnar og af hverju Ísland er heppilegur staður fyrir slíka meðferð. „Þetta kom til að það voru norskir blaðamenn að taka viðtal við mig út af bannkahruninu. Blaðamaðurinn er vinur þekkts sjónvarpsmanns í Noregi sem er með vinsælan skemmtiþátt þar í landi og hnn var svo hrifinn af hugmyndinni og bauðst til að hjálpa mér að koma þessu á framfæri í Noregi," svarar Jónína aðspurð hvernig það kom til að norska Idolstjarnan er vætnaleg. „Við ætlum að fara með sjónvarpsfólkinu upp á Mývatn og sýna þeim hvað við höfum upp á að bjóða yfir vetrartímann," segir Jónina. „Það er búið að vera fullt í allar detox meðferðirnar í vetur. Um 50 manns í hverri meðferð. Við erum farin að fá útlendinga," svarar Jónina aðspurð hvernig detoxstarfsemin gengur. „Við opnum á Reykjanesi 23. mmaí heilsárshótel með 50 deluxe- herbergjum." 28.4.2009 15:45
Túrtappi Britney - myndband Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Britney Spears dansa á Circus-tónleikum í Anaheim fyrir viku. Dansarann Chase Benz, 21 árs, situr á mótórhjólinu í myndbandinu en slúðurpressan heldur því fram að samband hans við Britney er mjög náið. Það sem vekur sérstaka athygli er túrtappi sem sést greinilega milli læra Britney þegar hún dansar. Sjá túrtappa Britney hér. 28.4.2009 10:04
Kærastinn með til Moskvu „Þetta stóð tæpt. Spurning hvort maður kæmist út af prófunum. En ég næ því alveg,“ segir Ólafur Ólafsson – kærasti Eurovision-stjörnunnar Jóhönnu Guðrúnar sem nú undirbýr sig sem sem mest hún má undir Eurovision-keppnina sem fram fer í Moskvu 12. maí. 28.4.2009 09:00
Anna frumsýnd í Cannes Stuttmyndin Anna eftir Rúnar Rúnarsson hefur verið valin á Cannes-hátíðina í maí. Þetta er í annað sinn sem Rúnar hlýtur þennan heiður. „Þetta er algjör snilld. Maður safnar í sarpinn og þetta auðveldar manni að fá peninga til að gera það sem maður vill gera,“ segir Rúnar. 28.4.2009 08:00
Heiðurslaun Þráins vefjast fyrir Borgurum „Ágæti Mummi (sem ég reyndar var svo óheppinn að sjá aldrei í kosningabaráttunni), Heiða og þið öll. Við skulum sameiginlega hafa eitt á hreinu. Hvort sem ég kemst á þing (vegna útstrikana) eða ekki mun ég ALDREI AFSALA mér heiðurslaunum Alþingis, alveg sama hversu mikil fáfræði ríkir um tilkomu þeirra og eðli (þau eiga ekkert skylt við kúlulán eða prófkjörsstyrki og eru ekki óheiðar-lega fengin),“ skrifar Þráinn Bertelsson á póstlista Borgarahreyfingarinnar (xO). 28.4.2009 06:00
Beyonce í efsta sætinu Spennumyndin Obsessed með söngkonunni Beyonce Knowles hlaut mestu aðsóknina vestanhafs um síðustu helgi. Í henni leika þau Knowles og Idris Elba hjón sem lenda í miklum vandræðum þegar geðsjúk kona ofsækir eiginmanninn. Söguþræðinum svipar nokkuð til Fatal Attraction frá níunda áratugnum þegar Glenn Close ofsótti Michael Douglas á eftirminnilegan hátt. 28.4.2009 05:00
Kvikmyndaþorp úti á Granda Sannkölluð kvikmyndamiðstöð hefur orðið til í Héðinshúsinu úti á Granda. Fyrir er kvikmyndafyrirtækið Republika og nú stefnir allt í að þrír aðilar í sama geira flytjist þarna inn. Fyrst ber að nefna framleiðslu- og þjónustufyrirtækið True North, eftirvinnslufyrirtækið Postmenn og svo framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks og Lilju Pálmadóttur, Blue Eyes. 28.4.2009 05:00
Kristinn með japanska ríkissjónvarpinu „Þetta gekk alveg ljómandi vel og var bara býsna ánægjulegt,“ segir fréttahaukurinn Kristinn Hrafnsson. Hann var japanska ríkissjónvarpinu innan handar á nýliðinni kosninganótt en fjöldi erlendra blaða- og fréttamanna voru staddir hér á landi til að fylgjast með þessum sögulegu kosningum. Kristinn taldi að rúmlega tíu Íslendingar hefðu verið í svipuðu hlutverki og hann: að aðstoða erlenda blaðamenn og tökulið. 28.4.2009 04:30
Kreppan stöðvaði Bít-hátíð „Í þessu myrkurástandi sem hefur verið þá hefur ekki verið stuð í að plana svona mál,“ segir rithöfundurinn Ólafur Gunnarsson um Bíthátíð sem átti að halda á Eiðum í júní. „Kreppan rúllaði henni. Þetta var komið á góðan rekspöl en svo var bara ákveðið að fresta henni um ár.“ 28.4.2009 04:15
Opnar skóbúð í kreppunni „Ég var með verslunina Mangó í Keflavík í átta ár sem ég seldi í fyrra og hef verið með þessa bólu í höfðinu að opna skóverslun á netinu með skó á góðu verði," segir Rakel Ársælsdóttir sem opnaði nýverið skóverslunina Desire Boutique á netinu. „Ég fór af stað með þetta í byrjun apríl og það er búið að ganga rosalega vel síðan ég opnaði. Það er greinilega þörf á þessu," segir Rakel. Leyfa íslenskar konur sér að kaup nýja skó í þessu árferði? „Já það má nú alveg segja það. Við viljum ekki hætta að vera sætar og fínar. Mér fannst skór á Íslandi alveg ofboðslega dýrir. Þú fékkst ekki fallega skó undir 20 þúsund." „Það var tækifæri að koma með þetta í kreppunni. Fólk reynir að spara og versla ódýrara," segir Rakel. Skoða skóverslun Rakelar hér: http://www.desire.is 27.4.2009 15:55
Gillz lét ekki sjá sig Íslenska mótaröðin í póker hófst um helgina þar sem fjórir einstaklingar unnu pakka á mótaröðina sem haldin verður í haust að verðmæti 30 þúsund krónur. Vísir hafði samband við Hauk Má Böðvarsson sem sigraði keppnina og spurði hvort um harða keppni hafi verið að ræða: „Nei þetta var frekar létt. Ég rúllaði yfir þetta," svarar Haukur. Tók Gillz áskorun ykkar um að mæta? „Nei nei hann mætti ekki. Hann var nýbúinn að drulla eitthvað yfir þetta en hann kom ekki." Æfir þú þig mikið í póker? „Já ég spila mikið. Nei ég er ekki mikið á netinu. Ég spila mest læf." Er hægt að græða á því að spila póker á netinu? „Já já já félagi minn var að taka 60 þúsund dollara í gær. Það eru ágætis peningar í þessu á netinu," segir Haukur áður en kvatt er. Haukur, Arnar Ægisson, Birgir Magnússon og Sigurður Elvar Sigurðsson skiptu verðlaunafénu, 400 þúsund krónum, á milli sín. Ekki náðist í Egil/Gillz við vinnslu fréttarinnar. 27.4.2009 13:18
Kínverjar mála Íslendinga Íslensk vefsíða, www.portret.is býður Íslendingum upp á að senda ljósmyndir til Kína og fá til baka máluð olíumálverk eftir kínverska myndlistarmenn. 27.4.2009 05:00
Hver mínúta skipulögð hjá Eurovision-hópnum „Ég vinn bara svona, ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég er enn í þessu djobbi," segir Jónatan Garðarsson, liðstjóri íslenska Eurovision-hópsins. Hópurinn fékk á föstudag yfirlit frá Jónatani hvernig dagskrá hópsins er háttað í Mosvku. Óhætt er hægt að fullyrða að hver einasta mínúta, hvert skref, sé skipulagt. Eiginlega er hvergi autt gat í tímaætluninni sem nær frá klukkan fjögur að morgni sunnudagsins 3.maí til klukkan fjögur síðdegis sunnudagsins 17.maí. Meðal þess sem Jónatan var búinn að setja niður á blað voru matmálstímar og háttatíminn. „Þegar svona mikið gengur á þarf oft að minna fólk á þessa annars sjálfsögðu hluti." 27.4.2009 05:00
Ungur leikstjóri til Cannes „Já, ég er bæði spenntur og kvíðinn," segir leikstjórinn Arnar Már Brynjarsson en hann er á leiðinni til Cannes þann 14.maí ásamt félögum sínum, þeim Hlyni Björnssyni og Gunnari Anton Guðmundssyni. Þeir ásamt fjórða manninum, Hirti A. Guðmundssyni, gerðu stuttmyndina HUX sem vann Stuttmyndadaga Reykjavíkur í fyrra. HUX tekur þátt í svokölluðu Short Film Corner sem haldin er í tengslum við hina eiginlegu kvikmyndahátíð en myndin segir frá tvítugum dreng sem reynir að bjarga móðir sinni undan klóm krabbameins. 27.4.2009 04:00
Erla og Tryggvi: Opnuðu listagallerí í Los Angeles Opna Íslendingum leið inn á bandarískan listmarkað „Taugarnar liggja til Íslands, það fer ekki á milli mála,“ segir Erla Dögg Ingjaldsdóttir arkitekt, en hún og eiginmaður hennar Tryggvi Þorsteinsson arkitekt hafa opnað listagallerí í Santa Monica í Kaliforníu. Galleríið er í sama húsi og arkitektastofan Minarc sem þau hjón hafa rekið síðustu níu ár, en Gallery Skart sýnir fyrst og fremst íslenska list og er markmiðið að opna íslenskum listamönnum leið inn á bandarískan markað. 27.4.2009 03:00
Japönsk poppstjarna handtekin á adamsklæðunum Japönsk poppstjarna sem var handtekin í almenningsgarði í Tókýó eftir að hann fannst drukkinn og nakinn hefur beðist velvirðingar á hneykslanlegri framkomu sinni. 26.4.2009 21:00
Leno kominn af spítala Spjallþáttakóngurinn Jay Leno útskrifaðist af spítala í gær en hann var lagður inn á föstudag þegar hann fór að finna fyrir slappleika. Leno mætti sjálfur á sjúkrahús en í kjölfarið var tveimur þáttum með honum frestað. 26.4.2009 20:00
Cheryl Cole tekur upp eigið efni Söngkonan Cheryl Cole úr stúlknabandinu Girls Aloud er sögð vera á leið í stúdíó til þess að taka upp eigið efni. Cheryl sem hefur farið á kostum sem dómari í X-factor þáttunum í Bretlandi er einnig eiginkona knattspyrnumannsins Ashley Cole og nýtur gríðarlegra vinsælda þar í landi. 26.4.2009 19:00
Rihanna vill að lögreglan skili skartgripum Söngkonan Rihanna hefur beðið lögregluna í Los Angeles að skila skartgripum sem hún tók sem sönnunargögn eftir að kærasti hennar Chris Brown réðist á hana á dögunum. 26.4.2009 17:44
Brotnaði niður hjá Opruh Kate McCann grét á föstudagskvöldið þegar hún kom fram í sjónvarpsþætti Opruh Winfrey og sagðist ekki þekkja dóttur sína á myndum sem sýna hvernig hún gæti litið út í dag. Hún sagðist hinsvegar þekkja Maddie ef hún sæi hana úti á götu en Madeliene litla verður sex ára í næsta mánuði. 26.4.2009 16:15
Vísurnar streyma inn á Vísi Vísir leitar að vísum í tengslum við kosningarnar frá hagyrtum einstaklingum. Séu þær húshæfar þá verða þær að sjálfsögðu birtar hér á vefnum. Þónokkrar vísur hafa þegar borist okkur og má sjá þær hér að neðan. Endilega sendið okkur fleiri vísur á netfangið frettir@stod2.is 26.4.2009 06:09
Himnasending frá Íslandi til hjálparstarfs í Afríku Flugáhöfn Icelandair safnaði á dögunum hálfu tonni af rúmfatnaði og handklæðum og gaf Enza hjálparstarfinu í Suður-Afríku sem stjórnað er af íslenskum konum. Áhöfnin var á leið í sérverkefni með erlenda farþega til Afríku. 25.4.2009 17:41
Líður eins og Hulk Hin stórskemmtilega glamúr gella Katie Price, oft betur þekkt sem Jordan, segir að sér líði eins og ofurmenninu Hulk eftir æfingar sínar fyrir London maraþonið. Hún segist hata nýja „vöðva útlitið“ sem hún skartar nú og segir það hafa eyðilagt fyrir áætlunum sínum um að vera í léttklædd. 25.4.2009 16:24
Harður stuðningsmaður Samfylkingarinnar „Hver þarf vinstri græna þegar við höfum leiðtoga eins og Jóhönnu í Samfylkingunni,“ skrifar Aron Pálmi Ágústsson á Facebooksíðu sinni í dag. Aron virðist vera harður stuðningsmaður Samfylkingarinnar þar sem skilaboð til stuðnings flokknum hafa streymt frá honum undanfarið. 25.4.2009 14:34
Höfundur Is it True? var í meðferð þegar lagið sigraði "Ég hef verið mjög meðvitaður um minn sjúkdóm, allt frá því að ég var um tvítugt. Ég er með þetta miður skemmtilega gen, sem gerir það að verkum að heilinn í mér bregst öðruvísi við áfengi en heilinn í venjulegu fólki. Í stað þess að verða hress og skemmtilegur verð ég leiðinlegur og vil helst ekki hætta drykkjunni. Sem betur fer er til mjög einföld leið til að halda þessum sjúkdóm niðri - einfaldlega að drekka ekki," segir Óskar Páll Sveinsson lagahöfundur í samtali við Fréttablaðið í dag. 25.4.2009 11:41
Eiginkona Ástþórs kýs í fyrsta skipti Natalía Wium eiginkona Ástþórs Magnússonar talsmanns Lýðræðishreyfingarinnar mun kjósa ásamt eiginmanni sínum í Ölduselsskóla í dag. Þetta verður í fyrsta skipti sem hún tekur þátt í kosningum hér á landi en hún fékk íslenskan ríkisborgararétt um áramótin. 25.4.2009 10:19
Börnin hundsa Gibson Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum stendur Mel Gibson nú í skilnaði við eiginkonu sína Robyn Gibson en hann er talinn geta orðið sá dýrasti í sögu Hollywood. Enda voru Mel og Robyn gift í 28 ár og eignuðust sjö börn. Og nú greina bandarískir fjölmiðlar frá því að börn leikarans vilji lítið af pabba sínum vita og séu víst alveg brjáluð útí hann. Fjölmiðlar hafa nefnilega greint frá því hann hafi átt vingott tvær rússneskar Oksönur og því leikið tveimur skjöldum. 25.4.2009 09:00
Friðrik Þór plataður Fyrsta árshátíð Félags íslenskra kvikmyndagerðarmanna var haldin á Hótel Loftleiðum á miðvikudagskvöld. Um 120 mann létu sjá sig og þótti hátíðin vel heppnuð í alla staði. 25.4.2009 07:00
Frægir tapa milljörðum Árlegur listi Sunday Times yfir ríkasta fólkið í afþreyingarbransanum er nokkuð merkilegur. Ekki síst fyrir þær sakir að eignir og fjármunir þeirra hafa rýrnað umtalsvert. 25.4.2009 06:00
Ætlar að syngja Eyjamenn edrú „Þetta er gamall draumur. Og mikill heiður. Ég er þakklátur fyrir þetta tækifæri og mun leggja mig allan fram um að skemmta gestum,“ segir Geir Ólafsson söngvari sem hefur verið ráðinn til að skemmta á Þjóðhátíð. Undirbúningur Þjóðhátíðar í Eyjum stendur nú yfir þó enn séu þrír mánuðir í verslunarmannahelgi. Eyjamenn búast við metþátttöku. Og hafa það fyrir sér í því að aldrei hafa fleiri skráð sig með Herjólfi og með flugi til Eyja dagana sem hátíðin stendur yfir. Að sögn Birgis Guðjónssonar, formanns Þjóðhátíðarnefndar, mættu ríflega tíu þúsund manns í fyrra. Ekki liggur fyrir hvert metið er en það er í kringum tíu til tólf þúsund manns. Menn eru nú að stækka tjaldsvæðin í Herjólfsdal því það stefnir í metþátttöku. 25.4.2009 06:00
Tónelskur þjófur stal harmonikku af Amiinu „Við vorum búin að færa allar okkar græjur yfir á Grundarstíginn og vorum að æfa okkur fyrir tónleikaferð til London. Svo var bara brotist inn í húsnæðið um páskahelgina og rauðri harmónikku og rafmagnsfiðlu stolið,“ segir María Huld Markan Sigfúsdóttir, ein af liðsmönnum Amiinu. Hljómsveitin varð fyrir áfalli þegar tónelskur þjófur fór á kreik og lét greipar sópa í æfingahúsnæði sveitarinnar. 25.4.2009 04:45
Hleypur í þágu daufblindra „Mig hefur lengi langað til þess að hlaupa heilt maraþon, en aldrei tekið mig til og látið verða af því,“ segir Ólafur Haukur Johnson, 25 ára, sem mun hlaupa London-maraþonið á morgun. Ólafur safnaði áheitum í gegnum heimasíðuna justgiving.com og hefur nú safnað 1.000 pundum af 1.500 sem munu öll renna til samtakanna Sense sem styðja við daufblint fólk og fjölskyldur þeirra. 25.4.2009 04:00
Rodriguez endurgerir Predator Leikstjóri Sin City-myndarinnar, Robert Rodriguez, hyggst endurlífga kvikmyndirnar um Predator. Hann hyggst meira að segja láta þessa morðóðu geimveru fá nokkra samstarfsfélaga og þá er ljóst að mannkynið þarf á byssuglaðri hetju að halda til að stöðva þetta óargadýr. Predator birtist fyrst á hvíta tjaldinu árið 1987 og sló umsvifalaust í gegn. Framhaldið þótti hins vegar ekki merkilegur pappír og því lognaðist serían eiginlega út af. Ekki er komin nákvæm tímasetning en næsta verkefni Rodriguez er kvikmyndin Machete sem er byggð á stiklu úr tvíleik leikstjórans og Quentins Tarantino, Grindhouse. Machete fjallar um leigumorðingja sem er svikinn af umbjóðendum sínum og ákveður að halda í blóðuga hefndarför. 25.4.2009 03:45
Rossdale var hommi Breska poppstjarnan Marilyn hefur ákveðið að svipta hulunni af fimm ára ástarsambandi sem hann og Gavin Rossdale áttu fyrir allmörgum árum. Eins og flestum ætti að vera kunnugt um er Rossdale nú eiginmaður No Doubt-söngkonunnar Gwen Stefani. Orðrómur um náin kynni Marilyns og Rossdales hefur verið á kreiki síðan Boy George nefndi það fyrst í ævisögu sinni Take it Like a Man. Rossdale vísaði því alfarið á bug þá og Marilyn sömuleiðis, þeir sögðust báðir hafa bara verið bestu vinir. 25.4.2009 03:30
Sylvía Rún send heim Sylvía Rún Guðnýjardóttir var send heim úr Idolinu í kvöld. Sylvía Rún, Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir og Matthías Arnar Þorgrímsson (Matti) lentu í þremur neðstu sætunum en Hrafn og Matt sluppu með skrekkinn að þessu sinni. 24.4.2009 22:24
Simon Cowell stendur af sér fjármálahrunið Idol dómarinn Simon Cowell, Oasis bræðurnir Liam og Noel Gallagher og framleiðendur Mamma Mia söngleikjarins eru í hópi örfárra breskra tónlistarmanna sem tekist hefur að verja auðæfi sín að einhverju marki í kreppunni. 24.4.2009 11:56
Gibson með þrjár í takinu Eftir að hafa lifað fremur rólegu og kyrrlátu lífi með konu sinni til 28 ára, verið trúrækinn maður með kaþólska kirkju í garðinum, þá eru ástamál ástralska stórleikarans Mels Gibson farin að taka á sig heldur skrautlega mynd. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Gibson nú að skilja við eiginkonu sína. 24.4.2009 06:30
Ekki abbast upp á íslenskar stelpur „Ég er búinn að læra eitt, ekki abbast upp á íslenskar stelpur. Þótt þær séu kannski sætar þá geta þær bitið frá sér og meitt þig,“ skrifar áhættuleikarinn Dan Forcey en hann stjórnar áhættuatriðunum í kvikmyndinni Dead of Night. Íslenska leikkonan Anita Briem leikur þar eitt aðalhlutverkanna á móti ofurmenninu Brandon Routh og það er augljóst að Forcey þessi hefur komist í kynni við íslenska víkingablóðið sem rennur um æðar Anitu eftir einhverja slagsmálasenuna. 24.4.2009 06:00
Megas fer á menningarhátíð í Kanada Fjöldi íslenskra listamanna kemur fram á íslensku menningarhátíðinni Núna, eða Now, sem stendur frá 24. apríl til 25. maí í Kanada. Meðal þeirra sem stíga á svið má nefna Baggalút, Kippa Kaninus, Borgar Magnússon og Lay Low. Aðalstjarna hátíðarinnar verður þó sjálfur Megas með hljómsveit sinni Senuþjófunum en Megas hefur verið kallaður afi íslenska rokksins í kanadískum fjölmiðlum að undanförnu. 24.4.2009 06:00
Stefán Hilmars kominn í djassinn „Já, já, þess vegna er hann hér – æðislegur trommari,“ segir Sigurður Flosason saxófónleikari og er að tala um goðsögnina Pétur Östlund. 24.4.2009 05:00
Gestkvæmt á íslenska básnum í Hollywood „Þetta gekk vonum framar og við áætlum um fjörutíu prósenta aukningu í heimsóknum á básinn okkar. Þetta var reyndar mjög góður tímapunktur því mestallur bransinn var í bænum og átti því heimangengt,“ segir Einar Tómasson, kvikmyndafulltrúi hjá Film In Iceland. Um síðustu helgi var haldin stór og mikil tökustaða-sýning í Hollywood. Þar koma fulltrúar frá löndum um allan heim og reyna að selja sitt land sem heppilegan tökustað. Bókstaflega að „selja landslag sitt“. Ísland var þar á meðal en umrædd sýning hefur gefið vel af sér fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki; kvikmyndir á borð við Flags of our Fathers, Journey 3-D og sjónvarpsþátturinn Amazing Race hafa komið til Íslands eftir að hafa séð landslag Íslands. 24.4.2009 04:30
Tarantino verður í Cannes Það verður sannkallað stórskotalið á kvikmyndahátíðinni í Cannes í næsta mánuði. Skipuleggjendur hafa boðið nokkrum gömlum og góðum vinum hátíðarinnar að frumsýna nýjar myndir sínar; stórnöfnum á borð við Ang Lee, Pedro Almodovar, Jane Campion, Lars Von Trier, Terry Gilliam og Quentin Tarantino. 24.4.2009 04:00