Lífið

Idolstjarna í detox hjá Jónínu Ben

Jónina Benendiktsdóttir og Åste Hunnes Sem.
Jónina Benendiktsdóttir og Åste Hunnes Sem.

Idolstjarna Norðmanna, Åste Hunnes Sem, er væntanleg ásamt 15 manna liði í detoxmeðferð í nýrri detoxmistöð Jónínu Benediktsdóttur á Reykjanesi 13. júlí næstkomandi.

Hópurinn fer í fulla detoxmeðferð og norska sjónvarpið tekur upp þátt sem sýndur verður í norska sjónvarpinu í haust um detox meðferð Jónínu.

„Þetta kom þannig til að það voru norskir blaðamenn að taka viðtal við mig út af bankahruninu. Blaðamaðurinn er vinur þekkts sjónvarpsmanns í Noregi sem er með vinsælan skemmtiþátt þar í landi og hann var svo hrifinn af hugmyndinni og bauðst til að hjálpa mér að koma þessu á framfæri í Noregi," svarar Jónína aðspurð hvernig það kom til að norska Idolstjarnan er væntanleg til landsins.

„Við ætlum að fara með sjónvarpsfólkinu upp á Mývatn og sýna þeim hvað við höfum upp á að bjóða yfir vetrartímann," segir Jónina.

„Það er búið að vera fullt í allar detox meðferðirnar í vetur. Um 50 manns í hverri meðferð. Við erum farin að fá útlendinga," svarar Jónina aðspurð hvernig detoxstarfsemin gengur.

„Við opnum á Reykjanesi heilsárshótel með 50 deluxe- herbergjum 23. maí," segir Jónína að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.