Kærastinn með til Moskvu 28. apríl 2009 09:00 „Þetta stóð tæpt. Spurning hvort maður kæmist út af prófunum. En ég næ því alveg," segir Ólafur Ólafsson - kærasti Eurovision-stjörnunnar Jóhönnu Guðrúnar sem nú undirbýr sig sem sem mest hún má undir Eurovision-keppnina sem fram fer í Moskvu 12. maí. Þjóðinni brá í brún þegar kom í ljós að vegna sparnaðaraðgerða kæmist helsta fylgdarlið ekki með Eurovision-hópnum til Moskvu. Ekki einu sinni var gert ráð fyrir kærasta Jóhönnu Guðrúnar. En nú hefur ræst úr því sem betur fer. Ólafur fer út og það í boði föður síns, Ólafs Björnssonar forstjóra. Hann býður stráknum sínum og fara þeir feðgar út 10. maí, dvelja eina nótt á hóteli í Kaupmannahöfn og fara svo til Moskvu þar sem þeir verða í rúma viku. Jóhanna og hópurinn leggja hins vegar af stað 3. maí. „Við pabbi ákváðum að kíkja og förum á eigin vegum. Já, þetta verður skemmtilegt," segir Ólafur sem nú getur stutt við bakið á sinni heittelskuðu. „Já, já, ég mun gera það. Og spái henni tvímælalaust sigri í undanúrslitunum. Ég er viss um að hún kemst upp úr þeim. Hún hefur verið að fá svo góða dóma." Þeir feðgar verða ekki á sama hóteli og Jóhanna Guðrún heldur á Metrópól-hótelinu sem er í hjarta Moskvuborgar - fimm stjörnu hótelsem stendur andspænis Bolsoj-óperunni og aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Kreml. Sögufrægt hótel og reglulegur gestur í rússneskum bókmenntum. Eurovision-hópurinn dvelst hins vegar í úthverfi í sparnaðarskyni; á hóteli sem heitir Cosmos. Það er fjögurra stjörnu hótel sem byggt var í tengslum við Ólympíuleikana árið 1980. Þetta þýðir að Ólafur gistir á umtalsvert betra hóteli en sjálf Eurovision-stjarnan, kærasta hans, Jóhanna Guðrún. Ólafur er á lokasprettinum með að ljúka stúdentsprófi og útskrifast eftir rúmt hálft ár frá Flensborg þar sem hann leggur stund á viðskiptafræði. Hann hyggst fara í sumarskóla og leggja stund á ensku til undirbúnings fyrir háskólanám þar sem Ólafur stefnir á viðskiptafræðina. Ólafur spilar á gítar auk þess sem hann stundar lyftingar sér til heilsubótar. Hann lætur sér fátt finnast um fjölmiðlafárið sem nú er um Jóhönnu Guðrúnu. Til dæmis var því var slegið upp í Monitor að Eurovision-stjarnan væri hrein mey. Þetta má sjá á síðu þar sem Jóhanna svaraði mjög nærgöngulum spurningum lesenda. „Já, ég held nú að það hafi verið talsverð kaldhæðni í því svari hennar. Alveg örugglega því hún er búin að vera í föstu sambandi í tvö ár," segir Ólafur sem hefur engar áhyggjur af því að kærastan klári sig ekki af spurningum fjölmiðlamanna úti í Moskvu. jakob@frettabladid.is Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
„Þetta stóð tæpt. Spurning hvort maður kæmist út af prófunum. En ég næ því alveg," segir Ólafur Ólafsson - kærasti Eurovision-stjörnunnar Jóhönnu Guðrúnar sem nú undirbýr sig sem sem mest hún má undir Eurovision-keppnina sem fram fer í Moskvu 12. maí. Þjóðinni brá í brún þegar kom í ljós að vegna sparnaðaraðgerða kæmist helsta fylgdarlið ekki með Eurovision-hópnum til Moskvu. Ekki einu sinni var gert ráð fyrir kærasta Jóhönnu Guðrúnar. En nú hefur ræst úr því sem betur fer. Ólafur fer út og það í boði föður síns, Ólafs Björnssonar forstjóra. Hann býður stráknum sínum og fara þeir feðgar út 10. maí, dvelja eina nótt á hóteli í Kaupmannahöfn og fara svo til Moskvu þar sem þeir verða í rúma viku. Jóhanna og hópurinn leggja hins vegar af stað 3. maí. „Við pabbi ákváðum að kíkja og förum á eigin vegum. Já, þetta verður skemmtilegt," segir Ólafur sem nú getur stutt við bakið á sinni heittelskuðu. „Já, já, ég mun gera það. Og spái henni tvímælalaust sigri í undanúrslitunum. Ég er viss um að hún kemst upp úr þeim. Hún hefur verið að fá svo góða dóma." Þeir feðgar verða ekki á sama hóteli og Jóhanna Guðrún heldur á Metrópól-hótelinu sem er í hjarta Moskvuborgar - fimm stjörnu hótelsem stendur andspænis Bolsoj-óperunni og aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Kreml. Sögufrægt hótel og reglulegur gestur í rússneskum bókmenntum. Eurovision-hópurinn dvelst hins vegar í úthverfi í sparnaðarskyni; á hóteli sem heitir Cosmos. Það er fjögurra stjörnu hótel sem byggt var í tengslum við Ólympíuleikana árið 1980. Þetta þýðir að Ólafur gistir á umtalsvert betra hóteli en sjálf Eurovision-stjarnan, kærasta hans, Jóhanna Guðrún. Ólafur er á lokasprettinum með að ljúka stúdentsprófi og útskrifast eftir rúmt hálft ár frá Flensborg þar sem hann leggur stund á viðskiptafræði. Hann hyggst fara í sumarskóla og leggja stund á ensku til undirbúnings fyrir háskólanám þar sem Ólafur stefnir á viðskiptafræðina. Ólafur spilar á gítar auk þess sem hann stundar lyftingar sér til heilsubótar. Hann lætur sér fátt finnast um fjölmiðlafárið sem nú er um Jóhönnu Guðrúnu. Til dæmis var því var slegið upp í Monitor að Eurovision-stjarnan væri hrein mey. Þetta má sjá á síðu þar sem Jóhanna svaraði mjög nærgöngulum spurningum lesenda. „Já, ég held nú að það hafi verið talsverð kaldhæðni í því svari hennar. Alveg örugglega því hún er búin að vera í föstu sambandi í tvö ár," segir Ólafur sem hefur engar áhyggjur af því að kærastan klári sig ekki af spurningum fjölmiðlamanna úti í Moskvu. jakob@frettabladid.is
Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira