Gestkvæmt á íslenska básnum í Hollywood 24. apríl 2009 04:30 Ánægður með árangurinn Einar Tómasson segir að kvikmyndagerðarmenn hafi haft áhuga á Íslandi, menn skyldu þó halda væntingum í lágmarki því það bíti ekki í hverju kasti. fréttablaðið/Stefán „Þetta gekk vonum framar og við áætlum um fjörutíu prósenta aukningu í heimsóknum á básinn okkar. Þetta var reyndar mjög góður tímapunktur því mestallur bransinn var í bænum og átti því heimangengt,“ segir Einar Tómasson, kvikmyndafulltrúi hjá Film In Iceland. Um síðustu helgi var haldin stór og mikil tökustaða-sýning í Hollywood. Þar koma fulltrúar frá löndum um allan heim og reyna að selja sitt land sem heppilegan tökustað. Bókstaflega að „selja landslag sitt“. Ísland var þar á meðal en umrædd sýning hefur gefið vel af sér fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki; kvikmyndir á borð við Flags of our Fathers, Journey 3-D og sjónvarpsþátturinn Amazing Race hafa komið til Íslands eftir að hafa séð landslag Íslands. Einar segir að Ísland hafi vakið mikla athygli meðal svokallaðra „location managers“ en það eru þeir sem velja tökustaði fyrir kvikmyndir. „Þeir eru með eitthvert handrit í höndunum, koma á svona sýningar og fá tonn af bæklingum og mynddiskum. Svo liggja þeir yfir þessu í nokkrar vikur og hafa síðan samband við viðkomandi aðila,“ útskýrir Einar. Hann segir að íslensk fyrirtæki séu orðin vel þekkt stærð í þessum bransa og menn sem komi á íslenska básinn þekki oft vel til landsins og þeirra sem hér starfa. Hann fer síðan aftur út í október og ræðir þá eingöngu við framleiðslufyrirtæki á borð við Disney og Warner. „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að kynna landið og koma mönnum í rétt tengsl. Ég skipti mér hins vegar ekki af samningum fyrirtækja hér á landi við erlenda aðila,“ útskýrir Einar. Og Einar viðurkennir að hækkun á endurgreiðsluprósentunni úr fjórtán í tuttugu prósent hafi vakið mikla athygli. Enda sé það alltaf hún sem beri fyrst á góma. „Já, hún styrkir okkar stöðu, það var kjaftfullt á öllum básum en þessi hækkun gerir okkur samkeppnishæf á ný,“ segir Einar og bendir jafnframt á að menn hafi verið hrifnir af því að Alþingi Íslands skyldi samþykkja þetta frumvarp samhljóða. „Mönnum fannst það sýna að kvikmyndagerðarmenn væru meira en lítið velkomnir til Íslands.“ Einar slær þó ákveðinn varnagla, segir að þótt það hafi gengið vel þá bíti ekki í hverju kasti. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
„Þetta gekk vonum framar og við áætlum um fjörutíu prósenta aukningu í heimsóknum á básinn okkar. Þetta var reyndar mjög góður tímapunktur því mestallur bransinn var í bænum og átti því heimangengt,“ segir Einar Tómasson, kvikmyndafulltrúi hjá Film In Iceland. Um síðustu helgi var haldin stór og mikil tökustaða-sýning í Hollywood. Þar koma fulltrúar frá löndum um allan heim og reyna að selja sitt land sem heppilegan tökustað. Bókstaflega að „selja landslag sitt“. Ísland var þar á meðal en umrædd sýning hefur gefið vel af sér fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki; kvikmyndir á borð við Flags of our Fathers, Journey 3-D og sjónvarpsþátturinn Amazing Race hafa komið til Íslands eftir að hafa séð landslag Íslands. Einar segir að Ísland hafi vakið mikla athygli meðal svokallaðra „location managers“ en það eru þeir sem velja tökustaði fyrir kvikmyndir. „Þeir eru með eitthvert handrit í höndunum, koma á svona sýningar og fá tonn af bæklingum og mynddiskum. Svo liggja þeir yfir þessu í nokkrar vikur og hafa síðan samband við viðkomandi aðila,“ útskýrir Einar. Hann segir að íslensk fyrirtæki séu orðin vel þekkt stærð í þessum bransa og menn sem komi á íslenska básinn þekki oft vel til landsins og þeirra sem hér starfa. Hann fer síðan aftur út í október og ræðir þá eingöngu við framleiðslufyrirtæki á borð við Disney og Warner. „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að kynna landið og koma mönnum í rétt tengsl. Ég skipti mér hins vegar ekki af samningum fyrirtækja hér á landi við erlenda aðila,“ útskýrir Einar. Og Einar viðurkennir að hækkun á endurgreiðsluprósentunni úr fjórtán í tuttugu prósent hafi vakið mikla athygli. Enda sé það alltaf hún sem beri fyrst á góma. „Já, hún styrkir okkar stöðu, það var kjaftfullt á öllum básum en þessi hækkun gerir okkur samkeppnishæf á ný,“ segir Einar og bendir jafnframt á að menn hafi verið hrifnir af því að Alþingi Íslands skyldi samþykkja þetta frumvarp samhljóða. „Mönnum fannst það sýna að kvikmyndagerðarmenn væru meira en lítið velkomnir til Íslands.“ Einar slær þó ákveðinn varnagla, segir að þótt það hafi gengið vel þá bíti ekki í hverju kasti. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira