Gestkvæmt á íslenska básnum í Hollywood 24. apríl 2009 04:30 Ánægður með árangurinn Einar Tómasson segir að kvikmyndagerðarmenn hafi haft áhuga á Íslandi, menn skyldu þó halda væntingum í lágmarki því það bíti ekki í hverju kasti. fréttablaðið/Stefán „Þetta gekk vonum framar og við áætlum um fjörutíu prósenta aukningu í heimsóknum á básinn okkar. Þetta var reyndar mjög góður tímapunktur því mestallur bransinn var í bænum og átti því heimangengt,“ segir Einar Tómasson, kvikmyndafulltrúi hjá Film In Iceland. Um síðustu helgi var haldin stór og mikil tökustaða-sýning í Hollywood. Þar koma fulltrúar frá löndum um allan heim og reyna að selja sitt land sem heppilegan tökustað. Bókstaflega að „selja landslag sitt“. Ísland var þar á meðal en umrædd sýning hefur gefið vel af sér fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki; kvikmyndir á borð við Flags of our Fathers, Journey 3-D og sjónvarpsþátturinn Amazing Race hafa komið til Íslands eftir að hafa séð landslag Íslands. Einar segir að Ísland hafi vakið mikla athygli meðal svokallaðra „location managers“ en það eru þeir sem velja tökustaði fyrir kvikmyndir. „Þeir eru með eitthvert handrit í höndunum, koma á svona sýningar og fá tonn af bæklingum og mynddiskum. Svo liggja þeir yfir þessu í nokkrar vikur og hafa síðan samband við viðkomandi aðila,“ útskýrir Einar. Hann segir að íslensk fyrirtæki séu orðin vel þekkt stærð í þessum bransa og menn sem komi á íslenska básinn þekki oft vel til landsins og þeirra sem hér starfa. Hann fer síðan aftur út í október og ræðir þá eingöngu við framleiðslufyrirtæki á borð við Disney og Warner. „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að kynna landið og koma mönnum í rétt tengsl. Ég skipti mér hins vegar ekki af samningum fyrirtækja hér á landi við erlenda aðila,“ útskýrir Einar. Og Einar viðurkennir að hækkun á endurgreiðsluprósentunni úr fjórtán í tuttugu prósent hafi vakið mikla athygli. Enda sé það alltaf hún sem beri fyrst á góma. „Já, hún styrkir okkar stöðu, það var kjaftfullt á öllum básum en þessi hækkun gerir okkur samkeppnishæf á ný,“ segir Einar og bendir jafnframt á að menn hafi verið hrifnir af því að Alþingi Íslands skyldi samþykkja þetta frumvarp samhljóða. „Mönnum fannst það sýna að kvikmyndagerðarmenn væru meira en lítið velkomnir til Íslands.“ Einar slær þó ákveðinn varnagla, segir að þótt það hafi gengið vel þá bíti ekki í hverju kasti. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira
„Þetta gekk vonum framar og við áætlum um fjörutíu prósenta aukningu í heimsóknum á básinn okkar. Þetta var reyndar mjög góður tímapunktur því mestallur bransinn var í bænum og átti því heimangengt,“ segir Einar Tómasson, kvikmyndafulltrúi hjá Film In Iceland. Um síðustu helgi var haldin stór og mikil tökustaða-sýning í Hollywood. Þar koma fulltrúar frá löndum um allan heim og reyna að selja sitt land sem heppilegan tökustað. Bókstaflega að „selja landslag sitt“. Ísland var þar á meðal en umrædd sýning hefur gefið vel af sér fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki; kvikmyndir á borð við Flags of our Fathers, Journey 3-D og sjónvarpsþátturinn Amazing Race hafa komið til Íslands eftir að hafa séð landslag Íslands. Einar segir að Ísland hafi vakið mikla athygli meðal svokallaðra „location managers“ en það eru þeir sem velja tökustaði fyrir kvikmyndir. „Þeir eru með eitthvert handrit í höndunum, koma á svona sýningar og fá tonn af bæklingum og mynddiskum. Svo liggja þeir yfir þessu í nokkrar vikur og hafa síðan samband við viðkomandi aðila,“ útskýrir Einar. Hann segir að íslensk fyrirtæki séu orðin vel þekkt stærð í þessum bransa og menn sem komi á íslenska básinn þekki oft vel til landsins og þeirra sem hér starfa. Hann fer síðan aftur út í október og ræðir þá eingöngu við framleiðslufyrirtæki á borð við Disney og Warner. „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að kynna landið og koma mönnum í rétt tengsl. Ég skipti mér hins vegar ekki af samningum fyrirtækja hér á landi við erlenda aðila,“ útskýrir Einar. Og Einar viðurkennir að hækkun á endurgreiðsluprósentunni úr fjórtán í tuttugu prósent hafi vakið mikla athygli. Enda sé það alltaf hún sem beri fyrst á góma. „Já, hún styrkir okkar stöðu, það var kjaftfullt á öllum básum en þessi hækkun gerir okkur samkeppnishæf á ný,“ segir Einar og bendir jafnframt á að menn hafi verið hrifnir af því að Alþingi Íslands skyldi samþykkja þetta frumvarp samhljóða. „Mönnum fannst það sýna að kvikmyndagerðarmenn væru meira en lítið velkomnir til Íslands.“ Einar slær þó ákveðinn varnagla, segir að þótt það hafi gengið vel þá bíti ekki í hverju kasti. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira