Gestkvæmt á íslenska básnum í Hollywood 24. apríl 2009 04:30 Ánægður með árangurinn Einar Tómasson segir að kvikmyndagerðarmenn hafi haft áhuga á Íslandi, menn skyldu þó halda væntingum í lágmarki því það bíti ekki í hverju kasti. fréttablaðið/Stefán „Þetta gekk vonum framar og við áætlum um fjörutíu prósenta aukningu í heimsóknum á básinn okkar. Þetta var reyndar mjög góður tímapunktur því mestallur bransinn var í bænum og átti því heimangengt,“ segir Einar Tómasson, kvikmyndafulltrúi hjá Film In Iceland. Um síðustu helgi var haldin stór og mikil tökustaða-sýning í Hollywood. Þar koma fulltrúar frá löndum um allan heim og reyna að selja sitt land sem heppilegan tökustað. Bókstaflega að „selja landslag sitt“. Ísland var þar á meðal en umrædd sýning hefur gefið vel af sér fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki; kvikmyndir á borð við Flags of our Fathers, Journey 3-D og sjónvarpsþátturinn Amazing Race hafa komið til Íslands eftir að hafa séð landslag Íslands. Einar segir að Ísland hafi vakið mikla athygli meðal svokallaðra „location managers“ en það eru þeir sem velja tökustaði fyrir kvikmyndir. „Þeir eru með eitthvert handrit í höndunum, koma á svona sýningar og fá tonn af bæklingum og mynddiskum. Svo liggja þeir yfir þessu í nokkrar vikur og hafa síðan samband við viðkomandi aðila,“ útskýrir Einar. Hann segir að íslensk fyrirtæki séu orðin vel þekkt stærð í þessum bransa og menn sem komi á íslenska básinn þekki oft vel til landsins og þeirra sem hér starfa. Hann fer síðan aftur út í október og ræðir þá eingöngu við framleiðslufyrirtæki á borð við Disney og Warner. „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að kynna landið og koma mönnum í rétt tengsl. Ég skipti mér hins vegar ekki af samningum fyrirtækja hér á landi við erlenda aðila,“ útskýrir Einar. Og Einar viðurkennir að hækkun á endurgreiðsluprósentunni úr fjórtán í tuttugu prósent hafi vakið mikla athygli. Enda sé það alltaf hún sem beri fyrst á góma. „Já, hún styrkir okkar stöðu, það var kjaftfullt á öllum básum en þessi hækkun gerir okkur samkeppnishæf á ný,“ segir Einar og bendir jafnframt á að menn hafi verið hrifnir af því að Alþingi Íslands skyldi samþykkja þetta frumvarp samhljóða. „Mönnum fannst það sýna að kvikmyndagerðarmenn væru meira en lítið velkomnir til Íslands.“ Einar slær þó ákveðinn varnagla, segir að þótt það hafi gengið vel þá bíti ekki í hverju kasti. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Sjá meira
„Þetta gekk vonum framar og við áætlum um fjörutíu prósenta aukningu í heimsóknum á básinn okkar. Þetta var reyndar mjög góður tímapunktur því mestallur bransinn var í bænum og átti því heimangengt,“ segir Einar Tómasson, kvikmyndafulltrúi hjá Film In Iceland. Um síðustu helgi var haldin stór og mikil tökustaða-sýning í Hollywood. Þar koma fulltrúar frá löndum um allan heim og reyna að selja sitt land sem heppilegan tökustað. Bókstaflega að „selja landslag sitt“. Ísland var þar á meðal en umrædd sýning hefur gefið vel af sér fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki; kvikmyndir á borð við Flags of our Fathers, Journey 3-D og sjónvarpsþátturinn Amazing Race hafa komið til Íslands eftir að hafa séð landslag Íslands. Einar segir að Ísland hafi vakið mikla athygli meðal svokallaðra „location managers“ en það eru þeir sem velja tökustaði fyrir kvikmyndir. „Þeir eru með eitthvert handrit í höndunum, koma á svona sýningar og fá tonn af bæklingum og mynddiskum. Svo liggja þeir yfir þessu í nokkrar vikur og hafa síðan samband við viðkomandi aðila,“ útskýrir Einar. Hann segir að íslensk fyrirtæki séu orðin vel þekkt stærð í þessum bransa og menn sem komi á íslenska básinn þekki oft vel til landsins og þeirra sem hér starfa. Hann fer síðan aftur út í október og ræðir þá eingöngu við framleiðslufyrirtæki á borð við Disney og Warner. „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að kynna landið og koma mönnum í rétt tengsl. Ég skipti mér hins vegar ekki af samningum fyrirtækja hér á landi við erlenda aðila,“ útskýrir Einar. Og Einar viðurkennir að hækkun á endurgreiðsluprósentunni úr fjórtán í tuttugu prósent hafi vakið mikla athygli. Enda sé það alltaf hún sem beri fyrst á góma. „Já, hún styrkir okkar stöðu, það var kjaftfullt á öllum básum en þessi hækkun gerir okkur samkeppnishæf á ný,“ segir Einar og bendir jafnframt á að menn hafi verið hrifnir af því að Alþingi Íslands skyldi samþykkja þetta frumvarp samhljóða. „Mönnum fannst það sýna að kvikmyndagerðarmenn væru meira en lítið velkomnir til Íslands.“ Einar slær þó ákveðinn varnagla, segir að þótt það hafi gengið vel þá bíti ekki í hverju kasti. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Sjá meira