Gestkvæmt á íslenska básnum í Hollywood 24. apríl 2009 04:30 Ánægður með árangurinn Einar Tómasson segir að kvikmyndagerðarmenn hafi haft áhuga á Íslandi, menn skyldu þó halda væntingum í lágmarki því það bíti ekki í hverju kasti. fréttablaðið/Stefán „Þetta gekk vonum framar og við áætlum um fjörutíu prósenta aukningu í heimsóknum á básinn okkar. Þetta var reyndar mjög góður tímapunktur því mestallur bransinn var í bænum og átti því heimangengt,“ segir Einar Tómasson, kvikmyndafulltrúi hjá Film In Iceland. Um síðustu helgi var haldin stór og mikil tökustaða-sýning í Hollywood. Þar koma fulltrúar frá löndum um allan heim og reyna að selja sitt land sem heppilegan tökustað. Bókstaflega að „selja landslag sitt“. Ísland var þar á meðal en umrædd sýning hefur gefið vel af sér fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki; kvikmyndir á borð við Flags of our Fathers, Journey 3-D og sjónvarpsþátturinn Amazing Race hafa komið til Íslands eftir að hafa séð landslag Íslands. Einar segir að Ísland hafi vakið mikla athygli meðal svokallaðra „location managers“ en það eru þeir sem velja tökustaði fyrir kvikmyndir. „Þeir eru með eitthvert handrit í höndunum, koma á svona sýningar og fá tonn af bæklingum og mynddiskum. Svo liggja þeir yfir þessu í nokkrar vikur og hafa síðan samband við viðkomandi aðila,“ útskýrir Einar. Hann segir að íslensk fyrirtæki séu orðin vel þekkt stærð í þessum bransa og menn sem komi á íslenska básinn þekki oft vel til landsins og þeirra sem hér starfa. Hann fer síðan aftur út í október og ræðir þá eingöngu við framleiðslufyrirtæki á borð við Disney og Warner. „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að kynna landið og koma mönnum í rétt tengsl. Ég skipti mér hins vegar ekki af samningum fyrirtækja hér á landi við erlenda aðila,“ útskýrir Einar. Og Einar viðurkennir að hækkun á endurgreiðsluprósentunni úr fjórtán í tuttugu prósent hafi vakið mikla athygli. Enda sé það alltaf hún sem beri fyrst á góma. „Já, hún styrkir okkar stöðu, það var kjaftfullt á öllum básum en þessi hækkun gerir okkur samkeppnishæf á ný,“ segir Einar og bendir jafnframt á að menn hafi verið hrifnir af því að Alþingi Íslands skyldi samþykkja þetta frumvarp samhljóða. „Mönnum fannst það sýna að kvikmyndagerðarmenn væru meira en lítið velkomnir til Íslands.“ Einar slær þó ákveðinn varnagla, segir að þótt það hafi gengið vel þá bíti ekki í hverju kasti. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Sjá meira
„Þetta gekk vonum framar og við áætlum um fjörutíu prósenta aukningu í heimsóknum á básinn okkar. Þetta var reyndar mjög góður tímapunktur því mestallur bransinn var í bænum og átti því heimangengt,“ segir Einar Tómasson, kvikmyndafulltrúi hjá Film In Iceland. Um síðustu helgi var haldin stór og mikil tökustaða-sýning í Hollywood. Þar koma fulltrúar frá löndum um allan heim og reyna að selja sitt land sem heppilegan tökustað. Bókstaflega að „selja landslag sitt“. Ísland var þar á meðal en umrædd sýning hefur gefið vel af sér fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki; kvikmyndir á borð við Flags of our Fathers, Journey 3-D og sjónvarpsþátturinn Amazing Race hafa komið til Íslands eftir að hafa séð landslag Íslands. Einar segir að Ísland hafi vakið mikla athygli meðal svokallaðra „location managers“ en það eru þeir sem velja tökustaði fyrir kvikmyndir. „Þeir eru með eitthvert handrit í höndunum, koma á svona sýningar og fá tonn af bæklingum og mynddiskum. Svo liggja þeir yfir þessu í nokkrar vikur og hafa síðan samband við viðkomandi aðila,“ útskýrir Einar. Hann segir að íslensk fyrirtæki séu orðin vel þekkt stærð í þessum bransa og menn sem komi á íslenska básinn þekki oft vel til landsins og þeirra sem hér starfa. Hann fer síðan aftur út í október og ræðir þá eingöngu við framleiðslufyrirtæki á borð við Disney og Warner. „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að kynna landið og koma mönnum í rétt tengsl. Ég skipti mér hins vegar ekki af samningum fyrirtækja hér á landi við erlenda aðila,“ útskýrir Einar. Og Einar viðurkennir að hækkun á endurgreiðsluprósentunni úr fjórtán í tuttugu prósent hafi vakið mikla athygli. Enda sé það alltaf hún sem beri fyrst á góma. „Já, hún styrkir okkar stöðu, það var kjaftfullt á öllum básum en þessi hækkun gerir okkur samkeppnishæf á ný,“ segir Einar og bendir jafnframt á að menn hafi verið hrifnir af því að Alþingi Íslands skyldi samþykkja þetta frumvarp samhljóða. „Mönnum fannst það sýna að kvikmyndagerðarmenn væru meira en lítið velkomnir til Íslands.“ Einar slær þó ákveðinn varnagla, segir að þótt það hafi gengið vel þá bíti ekki í hverju kasti. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Sjá meira