Lífið

Sylvía Rún send heim

Frá Idolinu í Smáralind í kvöld. Sylvía Rún.
Frá Idolinu í Smáralind í kvöld. Sylvía Rún. Mynd/Sigurjon Ragnar
Sylvía Rún Guðnýjardóttir var send heim úr Idolinu í kvöld. Sylvía Rún, Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir og Matthías Arnar Þorgrímsson (Matti) lentu í þremur neðstu sætunum en Hrafn og Matt sluppu með skrekkinn að þessu sinni.

Keppendur fengu það erfiða verkefni að freista þess að gera lög sem Björgvin Halldórsson hefur gert vinsæl í gegnum tíðina að sínum.

Þau Matti, Hrafna, Anna Hlín og Lísa berjast næsta föstudag um að halda áfram í keppninni sem verður æsispennandi með hverri vikunni sem líður.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.