Lífið

Ekki abbast upp á íslenskar stelpur

Í upptökum Anita Briem er við tökur á myndasögumyndinni Dead of Night í New Orleans ásamt mótleikurum sínum Brandon Routh og Taye Diggs.
Í upptökum Anita Briem er við tökur á myndasögumyndinni Dead of Night í New Orleans ásamt mótleikurum sínum Brandon Routh og Taye Diggs.

„Ég er búinn að læra eitt, ekki abbast upp á íslenskar stelpur. Þótt þær séu kannski sætar þá geta þær bitið frá sér og meitt þig,“ skrifar áhættuleikarinn Dan Forcey en hann stjórnar áhættuatriðunum í kvikmyndinni Dead of Night. Íslenska leikkonan Anita Briem leikur þar eitt aðalhlutverkanna á móti ofurmenninu Brandon Routh og það er augljóst að Forcey þessi hefur komist í kynni við íslenska víkingablóðið sem rennur um æðar Anitu eftir einhverja slagsmálasenuna.

Tökur á myndinni eru hafnar í glæsivillu í New Jersey og ganga, ef marka má bloggsíðu Forcey, nokkuð vel. Myndin byggir á ítalskri myndasögu eftir Tiziano Sclavi og segir frá einkaspæjaranum Dylan Dog sem fæst við yfirnáttúruleg mál. Anita er í hlutverki Elizabeth en hún er ein af fjölmörgum konum sem reynir að draga Dylan Dog á tálar. Aðdáendur myndasögunnar geta vart beðið eftir því að sjá þessa myndasögu vakna til lífsins á hvíta tjaldinu enda ein mest selda myndasagan á Ítalíu. Myndin skartar auk Anitu og Routh sjónvarpsstjörnunni Taye Diggs sem er þekktastur fyrir leik sinn í Grey‘s Anatomy.

Nóg er fram undan hjá Anitu um þessar mundir en hún mun á næstunni leika í kvikmyndinni The Storyteller á móti Idol-stjörnunni Katherine McPhee og svo leikur hún lítið hlutverk í Everything Will Happen Before You Die.- fgg

HOLLYWOOD - MARCH 02: Actress Anita Briem arrives at the premiere of Warner Bros. "Watchmen" held at Grauman's Chinese Theatre on March 2, 2009 in Hollywood, California. (Photo by Kevin Winter/Getty Images) Anita Briem leikkona á frumsýningu Watchmen





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.