Lífið

Höfundur Is it True? var í meðferð þegar lagið sigraði

Óskar Páll Sveinsson
Óskar Páll Sveinsson
"Ég hef verið mjög meðvitaður um minn sjúkdóm, allt frá því að ég var um tvítugt. Ég er með þetta miður skemmtilega gen, sem gerir það að verkum að heilinn í mér bregst öðruvísi við áfengi en heilinn í venjulegu fólki. Í stað þess að verða hress og skemmtilegur verð ég leiðinlegur og vil helst ekki hætta drykkjunni. Sem betur fer er til mjög einföld leið til að halda þessum sjúkdóm niðri - einfaldlega að drekka ekki," segir Óskar Páll Sveinsson lagahöfundur í samtali við Fréttablaðið í dag.

Óskar Páll sem er höfundur lagsins, Is it True?, sem sigraði forkeppni Eurovision hér á landi missti af úrslitakvöldinu. Þá var hann staddur í meðferð og hafði hvorki síma né sjónvarp. Óskar kom af Staðarfelli úr mánaðarmeðferð fyrir um tveimur vikum og segist sjaldan hafa liðið betur.

Hægt er að lesa vilðtalið við Óskar Pál hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.