Simon Cowell stendur af sér fjármálahrunið 24. apríl 2009 11:56 Idol dómarinn Simon Cowell, Oasis bræðurnir Liam og Noel Gallagher og framleiðendur Mamma Mia söngleikjarins eru í hópi örfárra breskra tónlistarmanna sem tekist hefur að verja auðæfi sín að einhverju marki í kreppunni. Árlegur listi yfir auðugustu menn og konur Bretlands verður birtur í sunnudagsútgáfu Times um helgina. Umfjöllun um tónlistarmenn á listanum var hins vegar birtur í morgun. Margar dægurtónlistarstjörnur hafa tapað töluverðu fé í kreppunni en þær höfðu margar keypt hlutabréf sem hafa lækkað umtalsvert í verði nú eða keypt fasteignir sem eru verðminni en áður. Á listanum kemur fram að auðæfi Íslandsvinarins Eltons Johns eru rúmlega fjórðungi minni nú en fyrir ári. Hann mun hafa tapað jafnvirði ríflega 11 milljörðum króna og á nú rúma 33 milljarða króna eða 175 milljónir punda. Margir til viðbótar hafa tapað töluverðu fé. Eignir Bítilsins Pauls McCartneys hafa dregist saman um 12 prósent og eignir Micks Jaggers um 16 prósent. Þeir eru þó enn á topp tíu, McCartney í þriðja sæti með 440 milljónir punda eða nærri 84 milljarða króna og Jagger í sjötta sæti með 190 milljónir punda eða rúmlega 36 milljarða króna. Efstur er sem fyrr Clive nokkur Calder stofnandi Zomba útgáfufyrirtækisins sem Britney Spears gaf eitt sinn út hjá. Calder er metinn á 1,3 milljarða punda eða nærri 250 milljarða króna. Söngleikjakóngurinn Andrew Lloyd-Webber er í öðru sæti með sjö hundruð og fimmtíu milljónir punda eða rúmlega hundrað og fjörutíu milljarða króna. Meðal ungra tónlistarmanna er Dhani Harrisson, sonur bítilsins heitins George Harrisson, sá auðugasti - en hann og móðir hans Olivia eru metin á 140 milljónir punda eða rúmlega 26 milljarða króna. Amy Winehouse er meðal ungra tónlistarmanna sem hafa tapað hve mestu. Auðæfi hennar hafa dregist saman um helming og hún metin á fimm milljónir punda eða rúmlega 950 milljónir króna. Þar telja listahöfundar að óreiða í einkalífinu hafi ráið miklu. Meðal þeirra sem hafa sloppið vel í kreppunni eru áðurnefndur Lloyd Webber. Oasis bræðurnir Liam og Noel Gallagher sem hafa aukið auðæfi sín um 16 prósent með nýrri breiðskífu og eiga nú 52 milljónir punda. Judy Craymer framleiðandi Abba söngleikjarins Mamma Mia er með nærri þrjátíu prósenta viðbót vegna vinsælda Mamma Mia myndarinnar og á 75 milljónir punda. Idol dómarinn Simon Cowell hefur einnig bætt við sig og það sjö prósentum vegna vinsæla raunveruleikaþáttanna Britain´s Got Talenst og X-Factor í Bretlandi og er nú metinn á 120 milljónir punda. Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira
Idol dómarinn Simon Cowell, Oasis bræðurnir Liam og Noel Gallagher og framleiðendur Mamma Mia söngleikjarins eru í hópi örfárra breskra tónlistarmanna sem tekist hefur að verja auðæfi sín að einhverju marki í kreppunni. Árlegur listi yfir auðugustu menn og konur Bretlands verður birtur í sunnudagsútgáfu Times um helgina. Umfjöllun um tónlistarmenn á listanum var hins vegar birtur í morgun. Margar dægurtónlistarstjörnur hafa tapað töluverðu fé í kreppunni en þær höfðu margar keypt hlutabréf sem hafa lækkað umtalsvert í verði nú eða keypt fasteignir sem eru verðminni en áður. Á listanum kemur fram að auðæfi Íslandsvinarins Eltons Johns eru rúmlega fjórðungi minni nú en fyrir ári. Hann mun hafa tapað jafnvirði ríflega 11 milljörðum króna og á nú rúma 33 milljarða króna eða 175 milljónir punda. Margir til viðbótar hafa tapað töluverðu fé. Eignir Bítilsins Pauls McCartneys hafa dregist saman um 12 prósent og eignir Micks Jaggers um 16 prósent. Þeir eru þó enn á topp tíu, McCartney í þriðja sæti með 440 milljónir punda eða nærri 84 milljarða króna og Jagger í sjötta sæti með 190 milljónir punda eða rúmlega 36 milljarða króna. Efstur er sem fyrr Clive nokkur Calder stofnandi Zomba útgáfufyrirtækisins sem Britney Spears gaf eitt sinn út hjá. Calder er metinn á 1,3 milljarða punda eða nærri 250 milljarða króna. Söngleikjakóngurinn Andrew Lloyd-Webber er í öðru sæti með sjö hundruð og fimmtíu milljónir punda eða rúmlega hundrað og fjörutíu milljarða króna. Meðal ungra tónlistarmanna er Dhani Harrisson, sonur bítilsins heitins George Harrisson, sá auðugasti - en hann og móðir hans Olivia eru metin á 140 milljónir punda eða rúmlega 26 milljarða króna. Amy Winehouse er meðal ungra tónlistarmanna sem hafa tapað hve mestu. Auðæfi hennar hafa dregist saman um helming og hún metin á fimm milljónir punda eða rúmlega 950 milljónir króna. Þar telja listahöfundar að óreiða í einkalífinu hafi ráið miklu. Meðal þeirra sem hafa sloppið vel í kreppunni eru áðurnefndur Lloyd Webber. Oasis bræðurnir Liam og Noel Gallagher sem hafa aukið auðæfi sín um 16 prósent með nýrri breiðskífu og eiga nú 52 milljónir punda. Judy Craymer framleiðandi Abba söngleikjarins Mamma Mia er með nærri þrjátíu prósenta viðbót vegna vinsælda Mamma Mia myndarinnar og á 75 milljónir punda. Idol dómarinn Simon Cowell hefur einnig bætt við sig og það sjö prósentum vegna vinsæla raunveruleikaþáttanna Britain´s Got Talenst og X-Factor í Bretlandi og er nú metinn á 120 milljónir punda.
Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira