Simon Cowell stendur af sér fjármálahrunið 24. apríl 2009 11:56 Idol dómarinn Simon Cowell, Oasis bræðurnir Liam og Noel Gallagher og framleiðendur Mamma Mia söngleikjarins eru í hópi örfárra breskra tónlistarmanna sem tekist hefur að verja auðæfi sín að einhverju marki í kreppunni. Árlegur listi yfir auðugustu menn og konur Bretlands verður birtur í sunnudagsútgáfu Times um helgina. Umfjöllun um tónlistarmenn á listanum var hins vegar birtur í morgun. Margar dægurtónlistarstjörnur hafa tapað töluverðu fé í kreppunni en þær höfðu margar keypt hlutabréf sem hafa lækkað umtalsvert í verði nú eða keypt fasteignir sem eru verðminni en áður. Á listanum kemur fram að auðæfi Íslandsvinarins Eltons Johns eru rúmlega fjórðungi minni nú en fyrir ári. Hann mun hafa tapað jafnvirði ríflega 11 milljörðum króna og á nú rúma 33 milljarða króna eða 175 milljónir punda. Margir til viðbótar hafa tapað töluverðu fé. Eignir Bítilsins Pauls McCartneys hafa dregist saman um 12 prósent og eignir Micks Jaggers um 16 prósent. Þeir eru þó enn á topp tíu, McCartney í þriðja sæti með 440 milljónir punda eða nærri 84 milljarða króna og Jagger í sjötta sæti með 190 milljónir punda eða rúmlega 36 milljarða króna. Efstur er sem fyrr Clive nokkur Calder stofnandi Zomba útgáfufyrirtækisins sem Britney Spears gaf eitt sinn út hjá. Calder er metinn á 1,3 milljarða punda eða nærri 250 milljarða króna. Söngleikjakóngurinn Andrew Lloyd-Webber er í öðru sæti með sjö hundruð og fimmtíu milljónir punda eða rúmlega hundrað og fjörutíu milljarða króna. Meðal ungra tónlistarmanna er Dhani Harrisson, sonur bítilsins heitins George Harrisson, sá auðugasti - en hann og móðir hans Olivia eru metin á 140 milljónir punda eða rúmlega 26 milljarða króna. Amy Winehouse er meðal ungra tónlistarmanna sem hafa tapað hve mestu. Auðæfi hennar hafa dregist saman um helming og hún metin á fimm milljónir punda eða rúmlega 950 milljónir króna. Þar telja listahöfundar að óreiða í einkalífinu hafi ráið miklu. Meðal þeirra sem hafa sloppið vel í kreppunni eru áðurnefndur Lloyd Webber. Oasis bræðurnir Liam og Noel Gallagher sem hafa aukið auðæfi sín um 16 prósent með nýrri breiðskífu og eiga nú 52 milljónir punda. Judy Craymer framleiðandi Abba söngleikjarins Mamma Mia er með nærri þrjátíu prósenta viðbót vegna vinsælda Mamma Mia myndarinnar og á 75 milljónir punda. Idol dómarinn Simon Cowell hefur einnig bætt við sig og það sjö prósentum vegna vinsæla raunveruleikaþáttanna Britain´s Got Talenst og X-Factor í Bretlandi og er nú metinn á 120 milljónir punda. Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Idol dómarinn Simon Cowell, Oasis bræðurnir Liam og Noel Gallagher og framleiðendur Mamma Mia söngleikjarins eru í hópi örfárra breskra tónlistarmanna sem tekist hefur að verja auðæfi sín að einhverju marki í kreppunni. Árlegur listi yfir auðugustu menn og konur Bretlands verður birtur í sunnudagsútgáfu Times um helgina. Umfjöllun um tónlistarmenn á listanum var hins vegar birtur í morgun. Margar dægurtónlistarstjörnur hafa tapað töluverðu fé í kreppunni en þær höfðu margar keypt hlutabréf sem hafa lækkað umtalsvert í verði nú eða keypt fasteignir sem eru verðminni en áður. Á listanum kemur fram að auðæfi Íslandsvinarins Eltons Johns eru rúmlega fjórðungi minni nú en fyrir ári. Hann mun hafa tapað jafnvirði ríflega 11 milljörðum króna og á nú rúma 33 milljarða króna eða 175 milljónir punda. Margir til viðbótar hafa tapað töluverðu fé. Eignir Bítilsins Pauls McCartneys hafa dregist saman um 12 prósent og eignir Micks Jaggers um 16 prósent. Þeir eru þó enn á topp tíu, McCartney í þriðja sæti með 440 milljónir punda eða nærri 84 milljarða króna og Jagger í sjötta sæti með 190 milljónir punda eða rúmlega 36 milljarða króna. Efstur er sem fyrr Clive nokkur Calder stofnandi Zomba útgáfufyrirtækisins sem Britney Spears gaf eitt sinn út hjá. Calder er metinn á 1,3 milljarða punda eða nærri 250 milljarða króna. Söngleikjakóngurinn Andrew Lloyd-Webber er í öðru sæti með sjö hundruð og fimmtíu milljónir punda eða rúmlega hundrað og fjörutíu milljarða króna. Meðal ungra tónlistarmanna er Dhani Harrisson, sonur bítilsins heitins George Harrisson, sá auðugasti - en hann og móðir hans Olivia eru metin á 140 milljónir punda eða rúmlega 26 milljarða króna. Amy Winehouse er meðal ungra tónlistarmanna sem hafa tapað hve mestu. Auðæfi hennar hafa dregist saman um helming og hún metin á fimm milljónir punda eða rúmlega 950 milljónir króna. Þar telja listahöfundar að óreiða í einkalífinu hafi ráið miklu. Meðal þeirra sem hafa sloppið vel í kreppunni eru áðurnefndur Lloyd Webber. Oasis bræðurnir Liam og Noel Gallagher sem hafa aukið auðæfi sín um 16 prósent með nýrri breiðskífu og eiga nú 52 milljónir punda. Judy Craymer framleiðandi Abba söngleikjarins Mamma Mia er með nærri þrjátíu prósenta viðbót vegna vinsælda Mamma Mia myndarinnar og á 75 milljónir punda. Idol dómarinn Simon Cowell hefur einnig bætt við sig og það sjö prósentum vegna vinsæla raunveruleikaþáttanna Britain´s Got Talenst og X-Factor í Bretlandi og er nú metinn á 120 milljónir punda.
Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira