Lífið

Rihanna vill að lögreglan skili skartgripum

Söngkonan Rihanna.
Söngkonan Rihanna.

Söngkonan Rihanna hefur beðið lögregluna í Los Angeles að skila skartgripum sem hún tók sem sönnunargögn eftir að kærasti hennar Chris Brown réðist á hana á dögunum.

Lögreglan tók eyrnalokka og þrjá hringi frá söngkonunni nokkrum klukkustundum áður en Grammy verðlaunin voru veitt í febrúar á þessu ári. Skartið sem var í láni frá verslun er metið á rúmlega eina milljón punda.

Verslunin hefur beðið Rihönnu um að skila gripunum sem fyrst og lögfræðingur söngkonunnar hefur bent á að óþarfi sé að halda gripunum svo lengi við rannsókn málsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.