Lífið

Tarantino verður í Cannes

quentin tarantino Reynir við Gullpálmann í Cannes. Fréttablaðið/AP
quentin tarantino Reynir við Gullpálmann í Cannes. Fréttablaðið/AP

Það verður sannkallað stórskotalið á kvikmyndahátíðinni í Cannes í næsta mánuði. Skipuleggjendur hafa boðið nokkrum gömlum og góðum vinum hátíðarinnar að frumsýna nýjar myndir sínar; stórnöfnum á borð við Ang Lee, Pedro Almodovar, Jane Campion, Lars Von Trier, Terry Gilliam og Quentin Tarantino.

Mesta eftirvæntingin er vegna nýjustu myndar Tarantinos, Inglourious Bastards, sem fjallar um bandaríska hermenn sem berjast við nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Brad Pitt leikur aðalhlutverkið. Eins og kunnugt er sló Tarantino í gegn þegar hann vann Gullpálmann á Cannes árið 1994 fyrir Pulp Fiction.

Von Trier mætir með hryllingsdramað Antichrist sem skartar Willem Dafoe og Charlotte Gainsbourg í aðalhlutverkum og Almodovar frumsýnir forvitnilega mynd, Abrazoz Rotos, með Óskarsverðlaunahafanum Penelope Cruz í aðalhlutverki. Þá á mynd Terry Gilliams eftir að vekja forvitni. Hún kallast The Imaginarium of Doctor Parnassus og er síðasta myndin sem Heath Ledger lék í áður en hann lést. Kvikmyndahátíðin í Cannes fer fram 13. til 24. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.