Lífið

Cheryl Cole tekur upp eigið efni

Cheryl Cole ásamt eiginmanni sínum Ashley Cole leikmanni Chelsea.
Cheryl Cole ásamt eiginmanni sínum Ashley Cole leikmanni Chelsea.

Söngkonan Cheryl Cole úr stúlknabandinu Girls Aloud er sögð vera á leið í stúdíó til þess að taka upp eigið efni. Cheryl sem hefur farið á kostum sem dómari í X-factor þáttunum í Bretlandi er einnig eiginkona knattspyrnumannsins Ashley Cole og nýtur gríðarlegra vinsælda þar í landi.

Talsmaður sveitarinnar hefur staðfest að stelpurnar ætli að taka sér smá hlé til þess að taka upp eigið efni, leika og sitja fyrir.

Margir bíða spenntir eftir efni frá söngkonunni en Grils Aloud gerði nýlega nýjan plötusamning upp á þrjár plötur, þar af eina á næsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.