Lífið

Upplífgandi í kreppunni

Ólafur Gaukur, Svanhildur og KK spila í Fríkirkjunni á fimmtudagskvöld klukkan 21.
Ólafur Gaukur, Svanhildur og KK spila í Fríkirkjunni á fimmtudagskvöld klukkan 21.

Sextett Ólafs Gauks með Svanhildi Jakobsdóttur og Kristjáni Kristjánssyni, KK, heldur tónleika í Fríkirkjunni á fimmtudagskvöld klukkan 21. Síðustu tónleikar þeirra voru einmitt í Fríkirkjunni á Vetrarhátíð í Reykjavík í febrúar þar sem 700 manns skemmtu sér konunglega.

„Við ákváðum að prófa þetta aftur vegna fjölda áskorana,“ segja þau Ólafur og Svanhildur og lofa upplífgandi tónleikum á þessum krepputímum sem nú eru.

Með þeim Ólafi, Svanhildi og KK spila á tónleikunum þeir Carl Möller, Stefán S. Stefánsson, Stefán Ómar Jakobsson, Eric Qvick og Finnbogi Kjartansson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.