Lífið

Eiginkona Ástþórs kýs í fyrsta skipti

Ástþór Magnússon og Natalía Wium.
Ástþór Magnússon og Natalía Wium.

Natalía Wium eiginkona Ástþórs Magnússonar talsmanns Lýðræðishreyfingarinnar mun kjósa ásamt eiginmanni sínum í Ölduselsskóla í dag. Þetta verður í fyrsta skipti sem hún tekur þátt í kosningum hér á landi en hún fékk íslenskan ríkisborgararétt um áramótin.

Natalía var nokkuð áberandi þegar Ástþór bauð sig fram til forseta árið 2004 en hún hefur búið hér á landi í nokkurn tíma.

Lýðræðishreyfing Ástþórs hefur ekki verið að mælast vel í könnunum undanfarið og því skiptir hvert atkvæði máli.

Í samtali við fréttastofu sagðist Ástþór þó bjartsýnn á úrslita kosninganna og leist vel á daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.