Lífið

Nýtt lag og tónleikar

Rokkararnir í Dead Sea Apple hafa sent frá sér nýtt lag sem nefnist I Want You Back.
Rokkararnir í Dead Sea Apple hafa sent frá sér nýtt lag sem nefnist I Want You Back.

Rokksveitin Dead Sea Apple hefur sent frá sér lagið I Want You Back. Ekki er um að ræða endurgerð á hinu fornfræga lagi Jackson Five heldur glænýtt lag sem var hljóðritað í tilefni þess að fimmtán ár eru liðin síðan sveitin gaf út sitt fyrsta lag á safnplötunni Ýkt böst.

Dead Sea Apple var stofnuð í Kópavogi um miðjan síðasta áratug og gaf í framhaldinu út tvær plötur. Á þessum áratug hefur sveitin gefið út þrjú lög og haldið tónleika stöku sinnum. Næst stígur sveitin á svið á Sódómu Reykjavík á fimmtudagskvöld klukkan 21 og er miðaverð 1.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.