Lífið

Hundraðasti Lost-þátturinn

Hundraðasti þátturinn í þessari vinsælu seríu verður sýndur í Bandaríkjunum í kvöld.
Hundraðasti þátturinn í þessari vinsælu seríu verður sýndur í Bandaríkjunum í kvöld.

Hundraðasti sjónvarpsþátturinn í hinni dularfullu Lost-seríu verður sýndur í Bandaríkjunum í kvöld. Framleiðandinn Damon Lindelof, einn af höfundum Lost, segist ennþá vera undrandi yfir langlífi þáttanna. Hann átti sannarlega ekki von á þessum vinsældum þegar hann kynnti hugmyndina fyrir stjórnendum ABC-sjónvarpsstöðvarinnar fyrir fjórum árum.

„Ég sagði: „Við eigum örugglega ekki eftir að komast lengra en í þrettán þætti. Við skulum vera alveg hreinskilin hvað það varðar“,“ sagði hann. „Ef ég gæti ferðast aftur í tímann til þessa fundar og sagt sjálfum mér að þættirnir yrðu hundrað og að enn væri ein þáttaröð eftir þá hefði ég hlegið upp í opið geðið á mér,“ sagði Lindelof.

Lost lýkur göngu sinni eftir næstu þáttaröð. Þetta ákváðu framleiðendurnir til að hægt yrði að undirbúa endalokin af mikilli kostgæfni, enda er mörgum spurningum enn ósvarað í þáttunum. Að sögn Lindelof verður endirinn „mjög flottur og mun ekki valda neinum vonbrigðum“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.