Lífið

Frægir tapa milljörðum

Eiga fyrir salt í grautinn
Þrátt fyrir að Paul McCartney og Elton John hafi tapað stjarnfræðilega háum upphæðum á efnahagshruninu og fjármálakreppunni eiga þeir enn fyrir salti í grautinn. Simon Cowell er einn fárra sem tókst að græða á árinu 2007 á meðan Robbie Williams er smám saman að hverfa úr litríkri stjörnuflóru Bretlands.
Eiga fyrir salt í grautinn Þrátt fyrir að Paul McCartney og Elton John hafi tapað stjarnfræðilega háum upphæðum á efnahagshruninu og fjármálakreppunni eiga þeir enn fyrir salti í grautinn. Simon Cowell er einn fárra sem tókst að græða á árinu 2007 á meðan Robbie Williams er smám saman að hverfa úr litríkri stjörnuflóru Bretlands.

Árlegur listi Sunday Times yfir ríkasta fólkið í afþreyingarbransanum er nokkuð merkilegur. Ekki síst fyrir þær sakir að eignir og fjármunir þeirra hafa rýrnað umtalsvert.

Samkvæmt Ian Coxon, blaðamanni Sunday Times, hafa tónlistarmenn og áhrifafólk í afþreyingarbransanum tapað að meðaltali tíu prósentum af verðmætum sínum. Munar þar mestu um ört lækkandi fasteignaverð og svo hlutabréfahrunið beggja vegna Atlantshafsins. Þannig telst Sunday Times til að Elton John hafi glatað rúmlega fjórðungi af veldi sínu en hann á þó enn fyrir salti í grautinn; eignir hans eru metnar á 175 milljónir punda eða 33 milljarða íslenskra króna.

Heimskreppan beygði ekki fram hjá Sir Paul McCartney sem tapaði sextíu milljónum punda eða ellefu milljörðum íslenskra króna. Jafnvel ungar stjörnur á borð við Amy Winehouse og Katie Melua lentu illa í því þegar bankar og fjármálafyrirtæki fóru á hausinn, eitt af öðru, því nánast helmingur auðæfa þeirra þurrkaðist út. Coxon vekur hins vegar sérstaka athygli á Robbie Williams sem er sagður hafa tapað 25 milljónum punda eða fjórum milljörðum. Tapið hjó nokkuð nærri Robbie.

Hins vegar voru nokkrir sem græddu á árinu. Þeirra á meðal var hinn kjaftfori Simon Cowell sem sá veldi sitt vaxa um sjö prósent og svo er það Judy Craymer sem framleiddi ofursmellinn Mamma Mia! Auður hennar jókst um þriðjung.





LONDON - SEPTEMBER 25: (UK TABLOID NEWSPAPERS OUT) Musician Sir Paul McCartney poses for a portrait shoot to promote his new album 'Ecce Cor Meum (Behold My Heart),' released today, at the EMI offices on September 25, 2006 in London, England. The world premiere of the full-length classical work is to be performed at the Royal Albert Hall on November 3, 2006. (Photo by Dave Hogan/Getty Images) Paul McCartney
LOS ANGELES - MARCH 9: Show hosts Simon Cowell attends a party to celebrate the American Idol top 12 finalists on March 9, 2006 at the Pacific Design Center in Los Angeles, California. (Photo by Vince Bucci/Getty Images) Simon Cowell


CANNES, FRANCE - JANUARY 21: Robbie Williams arrives at the NRJ Music Awards 2006 at the Palais des Festivals on January 21, 2006 in Cannes, France. The annual awards recognize the best French and international artists of 2005 and it is a precursor to the Midem, The World's Music Market. (Photo by Pascal Le Segretain/Getty Images)





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.