Himnasending frá Íslandi til hjálparstarfs í Afríku 25. apríl 2009 17:41 Flugáhöfn Icelandair safnaði á dögunum hálfu tonni af rúmfatnaði og handklæðum og gaf Enza hjálparstarfinu í Suður-Afríku sem stjórnað er af íslenskum konum. Áhöfnin var á leið í sérverkefni með erlenda farþega til Afríku. Það voru Icelandair Hotels Loftleiðir og Nordica sem gáfu rúmfatnaðinn og handklæðin en áhöfnin hafði frumkvæði að söfnuninni. Björg Jónasdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, sagði að hún hafi vitað til þess að ýmsar nauðsynjar vantaði í fátækrahverfið Mbekweni þar sem Enza er með starfsemi sína. Icelandair Hótelin hafi brugðist hratt og vel við kalli þeirra og gefið rúmföt og handklæði sem voru komin „á tíma." „Það eru engar tilviljanir í lífinu. Þannig vildi til að bæði hótelin höfðu nýverið tekið til í línskápunum hjá sér þegar við höfðum samband," segir Björg. Þess vegna hafi söfnunin gengið hratt og vel fyrir sig og það hafi verið gott að sjá rúmfötin komast í góðar þarfir. „Þetta var sannkölluð himnasending sem 147 fjölskyldur í fátækrahverfunum nutu góðs af," segir Ruth Gylfadóttir, stofnandi samtakanna." Ruth er búsett á Höfðasvæðinu í Suður-Afríku og kennir stúlkunum á tölvur auk þess að sinna öðru hjálparstarfi fyrir Enza. Enza hjálparsamtökin miða að því að hjálpa stúlkum og konum sem verða barnshafandi en þurfa að gefa frá sér barnið vegna fátæktar og/eða útskúfunar. Starfsemin fer fram í Mbekweni fátækrahverfinu í Suður-Afríku. Í mörgum tilfellum hefur þeim verið útskúfað úr samfélögunum sem þær búa í, eða þá að þær flýja án þess að fólk viti af ástandi þeirra. Þannig geta þær snúið aftur eftir að hafa gefið barnið frá sér, og haldið lífi sínu áfram eins og ekkert hafi í skorist. Séu þær hins vegar útskúfaðar eiga þær fáa kosti aðra en að skapa sér nýtt líf. Til þess hafa þær hins vegar afar fá tækifæri og flestar enda á götunni, þar sem þeirra býður yfirleitt vændi, eiturlyfjaneysla og í sumum tilfellum ótímabær dauði. Markmið samtakanna er að hjálpa stúlkunum að komast í þau tækifæri sem eru til staðar. Sex íslenskar konur eru í stjórn samtakanna á Íslandi og hafa í vetur staðið fyrir tölvusöfnun hér á landi fyrir tölvukennslu á svæðinu. Nánari upplýsingar er að finna á www.enza.is Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Sjá meira
Flugáhöfn Icelandair safnaði á dögunum hálfu tonni af rúmfatnaði og handklæðum og gaf Enza hjálparstarfinu í Suður-Afríku sem stjórnað er af íslenskum konum. Áhöfnin var á leið í sérverkefni með erlenda farþega til Afríku. Það voru Icelandair Hotels Loftleiðir og Nordica sem gáfu rúmfatnaðinn og handklæðin en áhöfnin hafði frumkvæði að söfnuninni. Björg Jónasdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, sagði að hún hafi vitað til þess að ýmsar nauðsynjar vantaði í fátækrahverfið Mbekweni þar sem Enza er með starfsemi sína. Icelandair Hótelin hafi brugðist hratt og vel við kalli þeirra og gefið rúmföt og handklæði sem voru komin „á tíma." „Það eru engar tilviljanir í lífinu. Þannig vildi til að bæði hótelin höfðu nýverið tekið til í línskápunum hjá sér þegar við höfðum samband," segir Björg. Þess vegna hafi söfnunin gengið hratt og vel fyrir sig og það hafi verið gott að sjá rúmfötin komast í góðar þarfir. „Þetta var sannkölluð himnasending sem 147 fjölskyldur í fátækrahverfunum nutu góðs af," segir Ruth Gylfadóttir, stofnandi samtakanna." Ruth er búsett á Höfðasvæðinu í Suður-Afríku og kennir stúlkunum á tölvur auk þess að sinna öðru hjálparstarfi fyrir Enza. Enza hjálparsamtökin miða að því að hjálpa stúlkum og konum sem verða barnshafandi en þurfa að gefa frá sér barnið vegna fátæktar og/eða útskúfunar. Starfsemin fer fram í Mbekweni fátækrahverfinu í Suður-Afríku. Í mörgum tilfellum hefur þeim verið útskúfað úr samfélögunum sem þær búa í, eða þá að þær flýja án þess að fólk viti af ástandi þeirra. Þannig geta þær snúið aftur eftir að hafa gefið barnið frá sér, og haldið lífi sínu áfram eins og ekkert hafi í skorist. Séu þær hins vegar útskúfaðar eiga þær fáa kosti aðra en að skapa sér nýtt líf. Til þess hafa þær hins vegar afar fá tækifæri og flestar enda á götunni, þar sem þeirra býður yfirleitt vændi, eiturlyfjaneysla og í sumum tilfellum ótímabær dauði. Markmið samtakanna er að hjálpa stúlkunum að komast í þau tækifæri sem eru til staðar. Sex íslenskar konur eru í stjórn samtakanna á Íslandi og hafa í vetur staðið fyrir tölvusöfnun hér á landi fyrir tölvukennslu á svæðinu. Nánari upplýsingar er að finna á www.enza.is
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Sjá meira