Himnasending frá Íslandi til hjálparstarfs í Afríku 25. apríl 2009 17:41 Flugáhöfn Icelandair safnaði á dögunum hálfu tonni af rúmfatnaði og handklæðum og gaf Enza hjálparstarfinu í Suður-Afríku sem stjórnað er af íslenskum konum. Áhöfnin var á leið í sérverkefni með erlenda farþega til Afríku. Það voru Icelandair Hotels Loftleiðir og Nordica sem gáfu rúmfatnaðinn og handklæðin en áhöfnin hafði frumkvæði að söfnuninni. Björg Jónasdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, sagði að hún hafi vitað til þess að ýmsar nauðsynjar vantaði í fátækrahverfið Mbekweni þar sem Enza er með starfsemi sína. Icelandair Hótelin hafi brugðist hratt og vel við kalli þeirra og gefið rúmföt og handklæði sem voru komin „á tíma." „Það eru engar tilviljanir í lífinu. Þannig vildi til að bæði hótelin höfðu nýverið tekið til í línskápunum hjá sér þegar við höfðum samband," segir Björg. Þess vegna hafi söfnunin gengið hratt og vel fyrir sig og það hafi verið gott að sjá rúmfötin komast í góðar þarfir. „Þetta var sannkölluð himnasending sem 147 fjölskyldur í fátækrahverfunum nutu góðs af," segir Ruth Gylfadóttir, stofnandi samtakanna." Ruth er búsett á Höfðasvæðinu í Suður-Afríku og kennir stúlkunum á tölvur auk þess að sinna öðru hjálparstarfi fyrir Enza. Enza hjálparsamtökin miða að því að hjálpa stúlkum og konum sem verða barnshafandi en þurfa að gefa frá sér barnið vegna fátæktar og/eða útskúfunar. Starfsemin fer fram í Mbekweni fátækrahverfinu í Suður-Afríku. Í mörgum tilfellum hefur þeim verið útskúfað úr samfélögunum sem þær búa í, eða þá að þær flýja án þess að fólk viti af ástandi þeirra. Þannig geta þær snúið aftur eftir að hafa gefið barnið frá sér, og haldið lífi sínu áfram eins og ekkert hafi í skorist. Séu þær hins vegar útskúfaðar eiga þær fáa kosti aðra en að skapa sér nýtt líf. Til þess hafa þær hins vegar afar fá tækifæri og flestar enda á götunni, þar sem þeirra býður yfirleitt vændi, eiturlyfjaneysla og í sumum tilfellum ótímabær dauði. Markmið samtakanna er að hjálpa stúlkunum að komast í þau tækifæri sem eru til staðar. Sex íslenskar konur eru í stjórn samtakanna á Íslandi og hafa í vetur staðið fyrir tölvusöfnun hér á landi fyrir tölvukennslu á svæðinu. Nánari upplýsingar er að finna á www.enza.is Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Flugáhöfn Icelandair safnaði á dögunum hálfu tonni af rúmfatnaði og handklæðum og gaf Enza hjálparstarfinu í Suður-Afríku sem stjórnað er af íslenskum konum. Áhöfnin var á leið í sérverkefni með erlenda farþega til Afríku. Það voru Icelandair Hotels Loftleiðir og Nordica sem gáfu rúmfatnaðinn og handklæðin en áhöfnin hafði frumkvæði að söfnuninni. Björg Jónasdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, sagði að hún hafi vitað til þess að ýmsar nauðsynjar vantaði í fátækrahverfið Mbekweni þar sem Enza er með starfsemi sína. Icelandair Hótelin hafi brugðist hratt og vel við kalli þeirra og gefið rúmföt og handklæði sem voru komin „á tíma." „Það eru engar tilviljanir í lífinu. Þannig vildi til að bæði hótelin höfðu nýverið tekið til í línskápunum hjá sér þegar við höfðum samband," segir Björg. Þess vegna hafi söfnunin gengið hratt og vel fyrir sig og það hafi verið gott að sjá rúmfötin komast í góðar þarfir. „Þetta var sannkölluð himnasending sem 147 fjölskyldur í fátækrahverfunum nutu góðs af," segir Ruth Gylfadóttir, stofnandi samtakanna." Ruth er búsett á Höfðasvæðinu í Suður-Afríku og kennir stúlkunum á tölvur auk þess að sinna öðru hjálparstarfi fyrir Enza. Enza hjálparsamtökin miða að því að hjálpa stúlkum og konum sem verða barnshafandi en þurfa að gefa frá sér barnið vegna fátæktar og/eða útskúfunar. Starfsemin fer fram í Mbekweni fátækrahverfinu í Suður-Afríku. Í mörgum tilfellum hefur þeim verið útskúfað úr samfélögunum sem þær búa í, eða þá að þær flýja án þess að fólk viti af ástandi þeirra. Þannig geta þær snúið aftur eftir að hafa gefið barnið frá sér, og haldið lífi sínu áfram eins og ekkert hafi í skorist. Séu þær hins vegar útskúfaðar eiga þær fáa kosti aðra en að skapa sér nýtt líf. Til þess hafa þær hins vegar afar fá tækifæri og flestar enda á götunni, þar sem þeirra býður yfirleitt vændi, eiturlyfjaneysla og í sumum tilfellum ótímabær dauði. Markmið samtakanna er að hjálpa stúlkunum að komast í þau tækifæri sem eru til staðar. Sex íslenskar konur eru í stjórn samtakanna á Íslandi og hafa í vetur staðið fyrir tölvusöfnun hér á landi fyrir tölvukennslu á svæðinu. Nánari upplýsingar er að finna á www.enza.is
Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira