Himnasending frá Íslandi til hjálparstarfs í Afríku 25. apríl 2009 17:41 Flugáhöfn Icelandair safnaði á dögunum hálfu tonni af rúmfatnaði og handklæðum og gaf Enza hjálparstarfinu í Suður-Afríku sem stjórnað er af íslenskum konum. Áhöfnin var á leið í sérverkefni með erlenda farþega til Afríku. Það voru Icelandair Hotels Loftleiðir og Nordica sem gáfu rúmfatnaðinn og handklæðin en áhöfnin hafði frumkvæði að söfnuninni. Björg Jónasdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, sagði að hún hafi vitað til þess að ýmsar nauðsynjar vantaði í fátækrahverfið Mbekweni þar sem Enza er með starfsemi sína. Icelandair Hótelin hafi brugðist hratt og vel við kalli þeirra og gefið rúmföt og handklæði sem voru komin „á tíma." „Það eru engar tilviljanir í lífinu. Þannig vildi til að bæði hótelin höfðu nýverið tekið til í línskápunum hjá sér þegar við höfðum samband," segir Björg. Þess vegna hafi söfnunin gengið hratt og vel fyrir sig og það hafi verið gott að sjá rúmfötin komast í góðar þarfir. „Þetta var sannkölluð himnasending sem 147 fjölskyldur í fátækrahverfunum nutu góðs af," segir Ruth Gylfadóttir, stofnandi samtakanna." Ruth er búsett á Höfðasvæðinu í Suður-Afríku og kennir stúlkunum á tölvur auk þess að sinna öðru hjálparstarfi fyrir Enza. Enza hjálparsamtökin miða að því að hjálpa stúlkum og konum sem verða barnshafandi en þurfa að gefa frá sér barnið vegna fátæktar og/eða útskúfunar. Starfsemin fer fram í Mbekweni fátækrahverfinu í Suður-Afríku. Í mörgum tilfellum hefur þeim verið útskúfað úr samfélögunum sem þær búa í, eða þá að þær flýja án þess að fólk viti af ástandi þeirra. Þannig geta þær snúið aftur eftir að hafa gefið barnið frá sér, og haldið lífi sínu áfram eins og ekkert hafi í skorist. Séu þær hins vegar útskúfaðar eiga þær fáa kosti aðra en að skapa sér nýtt líf. Til þess hafa þær hins vegar afar fá tækifæri og flestar enda á götunni, þar sem þeirra býður yfirleitt vændi, eiturlyfjaneysla og í sumum tilfellum ótímabær dauði. Markmið samtakanna er að hjálpa stúlkunum að komast í þau tækifæri sem eru til staðar. Sex íslenskar konur eru í stjórn samtakanna á Íslandi og hafa í vetur staðið fyrir tölvusöfnun hér á landi fyrir tölvukennslu á svæðinu. Nánari upplýsingar er að finna á www.enza.is Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Sjá meira
Flugáhöfn Icelandair safnaði á dögunum hálfu tonni af rúmfatnaði og handklæðum og gaf Enza hjálparstarfinu í Suður-Afríku sem stjórnað er af íslenskum konum. Áhöfnin var á leið í sérverkefni með erlenda farþega til Afríku. Það voru Icelandair Hotels Loftleiðir og Nordica sem gáfu rúmfatnaðinn og handklæðin en áhöfnin hafði frumkvæði að söfnuninni. Björg Jónasdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, sagði að hún hafi vitað til þess að ýmsar nauðsynjar vantaði í fátækrahverfið Mbekweni þar sem Enza er með starfsemi sína. Icelandair Hótelin hafi brugðist hratt og vel við kalli þeirra og gefið rúmföt og handklæði sem voru komin „á tíma." „Það eru engar tilviljanir í lífinu. Þannig vildi til að bæði hótelin höfðu nýverið tekið til í línskápunum hjá sér þegar við höfðum samband," segir Björg. Þess vegna hafi söfnunin gengið hratt og vel fyrir sig og það hafi verið gott að sjá rúmfötin komast í góðar þarfir. „Þetta var sannkölluð himnasending sem 147 fjölskyldur í fátækrahverfunum nutu góðs af," segir Ruth Gylfadóttir, stofnandi samtakanna." Ruth er búsett á Höfðasvæðinu í Suður-Afríku og kennir stúlkunum á tölvur auk þess að sinna öðru hjálparstarfi fyrir Enza. Enza hjálparsamtökin miða að því að hjálpa stúlkum og konum sem verða barnshafandi en þurfa að gefa frá sér barnið vegna fátæktar og/eða útskúfunar. Starfsemin fer fram í Mbekweni fátækrahverfinu í Suður-Afríku. Í mörgum tilfellum hefur þeim verið útskúfað úr samfélögunum sem þær búa í, eða þá að þær flýja án þess að fólk viti af ástandi þeirra. Þannig geta þær snúið aftur eftir að hafa gefið barnið frá sér, og haldið lífi sínu áfram eins og ekkert hafi í skorist. Séu þær hins vegar útskúfaðar eiga þær fáa kosti aðra en að skapa sér nýtt líf. Til þess hafa þær hins vegar afar fá tækifæri og flestar enda á götunni, þar sem þeirra býður yfirleitt vændi, eiturlyfjaneysla og í sumum tilfellum ótímabær dauði. Markmið samtakanna er að hjálpa stúlkunum að komast í þau tækifæri sem eru til staðar. Sex íslenskar konur eru í stjórn samtakanna á Íslandi og hafa í vetur staðið fyrir tölvusöfnun hér á landi fyrir tölvukennslu á svæðinu. Nánari upplýsingar er að finna á www.enza.is
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Sjá meira