Lífið

Leno kominn af spítala

Jay Leno ræðir hér við Arnold Schwarzenegger í þætti sínum.
Jay Leno ræðir hér við Arnold Schwarzenegger í þætti sínum.

Spjallþáttakóngurinn Jay Leno útskrifaðist af spítala í gær en hann var lagður inn á föstudag þegar hann fór að finna fyrir slappleika. Leno mætti sjálfur á sjúkrahús en í kjölfarið var tveimur þáttum með honum frestað.

Læknar útskrifuðu hann síðan í gær eftir að í ljós kom að ekkert alavarlegt amaði að eins og það er orðað. Þetta er í fyrsta skipti sem Leno þarf að fresta þætti hjá sér en hann hefur séð um þáttinn Tonight show síðan árið 1991.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en annar spjallþáttastjórnandi Conan O´Brien mun taka við þættinum næsta vetur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.