Lífið

Kreppan stöðvaði Bít-hátíð

Ólafur Gunnarsson les upp úr bók á Bíthátíðinni sem hann hélt á heimili sínu í fyrra.
Ólafur Gunnarsson les upp úr bók á Bíthátíðinni sem hann hélt á heimili sínu í fyrra.

„Í þessu myrkurástandi sem hefur verið þá hefur ekki verið stuð í að plana svona mál,“ segir rithöfundurinn Ólafur Gunnarsson um Bíthátíð sem átti að halda á Eiðum í júní. „Kreppan rúllaði henni. Þetta var komið á góðan rekspöl en svo var bara ákveðið að fresta henni um ár.“

Til stóð að annaðhvort Sigurjón Sighvatsson eða Valdís Óskars­dóttir myndu gera heimildarmynd um hátíðina og von var á þekktum gestum, þar á meðal Mickey Rourke sem var tilnefndur til Óskarsins fyrir leik sinn í The Wrestler. „Hann hefði ef til vill komið en það var í raun og veru hætt að ræða þetta áður en það kom til Óskarsverðlaunanna,“ segir Ólafur. Einnig höfðu stjörnur á borð við Johnny Depp, Ethan Hawke og Patti Smith verið nefndar til sögunnar sem hugsanlegir gestir.

Ólafur hélt Bíthátíð á heimili sínu síðasta vor sem heppnaðist einkar vel en hátíðin á Eiðum átti að verða mun umfangsmeiri og standa yfir í tvo sólarhringa.

Þó að ekkert verði af hátíðinni ár hefur Ólafur í fleiri horn að líta því tvær bækur hans verða gefnar út erlendis á næstunni. Annars vegar Tröllakirkja sem kemur út í Tékkóslóvakíu og hins vegar Öxin og jörðin sem kemur út í Frakklandi. Verður þetta í fyrsta sinn sem síðarnefnda bókin kemur út erlendis. „Það verður mjög gaman að sjá hvernig Frakkar bregðast við,“ segir Ólafur. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.