Lífið

Hleypur í þágu daufblindra

Ólafur hleypur London-maraþonið á morgun.
Ólafur hleypur London-maraþonið á morgun.

„Mig hefur lengi langað til þess að hlaupa heilt maraþon, en aldrei tekið mig til og látið verða af því,“ segir Ólafur Haukur Johnson, 25 ára, sem mun hlaupa London-maraþonið á morgun. Ólafur safnaði áheitum í gegnum heimasíðuna justgiving.com og hefur nú safnað 1.000 pundum af 1.500 sem munu öll renna til samtakanna Sense sem styðja við daufblint fólk og fjölskyldur þeirra.

„Eitt af áramótaheitunum mínum 2007-2008 var að skrá mig í London-maraþonið og finna gott góðgerðarstarf til að styrkja. Ég hef lengi hlaupið reglulega, en æfingar hófust af alvöru í byrjun janúar á þessu ári. Síðan þá hef ég hlaupið tæplega 450 kílómetra ásamt James Hay félaga mínum og við höfum haft það að markmiði að hlaupa fimm til sex sinnum í viku. James tekur líka þátt í hlaupinu en er ekki að hlaupa fyrir góðgerðarmál heldur til að snúa við fimm árum af Londonlífsstíl,“ segir Ólafur sem starfar nú hjá ráðgjafafyrirtæki í London, en heldur til Bandaríkjanna í haust þar sem hann fer í MBA-nám við Harvard Business School í Boston. Aðspurður segist hann hafa velt fyrir sér ýmsum góðgerðarsamtökum.

„En eftir að ég átti gott spjall við Micol hjá Sense hljóp ég í tveim hlaupum fyrir þau á seinasta ári, meðal annars í jólasveinabúningi. Þá sá ég hversu gríðarlega gott og óeigingjarnt starf fer fram hjá Sense, en markmið þeirra er að búa til samfélög fyrir daufblinda þar sem þeir geta lifað, unnið og skemmt sér.“ Áheitasíða Ólafs Hauks er á justgiving.com/olijohnson.“ - ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.