Gibson með þrjár í takinu 24. apríl 2009 06:30 Flókið mál Það er ekki auðvelt að vera Mel Gibson þessa dagana því svo virðist sem leikarinn hafi haft þrjár í takinu; tvær Oksönur og svo fyrrverandi eiginkonu sína. fréttablaðið/AP Eftir að hafa lifað fremur rólegu og kyrrlátu lífi með konu sinni til 28 ára, verið trúrækinn maður með kaþólska kirkju í garðinum, þá eru ástamál ástralska stórleikarans Mels Gibson farin að taka á sig heldur skrautlega mynd. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Gibson nú að skilja við eiginkonu sína. Svo virðist að Mel hafi ekki verið við eina fjölina felldur heldur haft þrjár í takinu. Breska blaðið The Sun greindi frá því fyrir skemmstu að rússneska fegurðardísin Oksana Pochepa hefði átt náðugar stundir með leikaranum á Kosta Ríka. Pochepa fór fögrum orðum um Mel og ást hans á sér en lögfræðingum leikarans var ekki skemmt og The Sun sagði frá því í gær að henni hefði verið skipað að þegja um sín mál í fjölmiðlum. Vefútgáfa Chigaco Sun Times skellti því á forsíðu sína í gær að Mel ætti vingott við aðra Oksönu. Hún er fyrrum heitmey Timothy Dalton, gamla James Bond-leikarans. „Aðeins" fjórtán ára aldursmunur er á þeim tveim og samkvæmt Sun Times er leikarinn yfir sig ástfanginn af þeirri Oksönu en vill víst lítið kannast við þá fyrri þótt eflaust hafi leiðir þeirra tveggja einhvern tímann legið saman. Gibson þarf hins vegar fyrst að seilast ofan í djúpa pyngju sína þegar skilnaður hans og Robyn verður tekinn fyrir því hjónakornin gerðu skilmála áður en þau giftust og sá ætti að tryggja Robyn Gibson nógu margar krónur til að geta átt náðuga daga það sem eftir er. Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Eftir að hafa lifað fremur rólegu og kyrrlátu lífi með konu sinni til 28 ára, verið trúrækinn maður með kaþólska kirkju í garðinum, þá eru ástamál ástralska stórleikarans Mels Gibson farin að taka á sig heldur skrautlega mynd. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Gibson nú að skilja við eiginkonu sína. Svo virðist að Mel hafi ekki verið við eina fjölina felldur heldur haft þrjár í takinu. Breska blaðið The Sun greindi frá því fyrir skemmstu að rússneska fegurðardísin Oksana Pochepa hefði átt náðugar stundir með leikaranum á Kosta Ríka. Pochepa fór fögrum orðum um Mel og ást hans á sér en lögfræðingum leikarans var ekki skemmt og The Sun sagði frá því í gær að henni hefði verið skipað að þegja um sín mál í fjölmiðlum. Vefútgáfa Chigaco Sun Times skellti því á forsíðu sína í gær að Mel ætti vingott við aðra Oksönu. Hún er fyrrum heitmey Timothy Dalton, gamla James Bond-leikarans. „Aðeins" fjórtán ára aldursmunur er á þeim tveim og samkvæmt Sun Times er leikarinn yfir sig ástfanginn af þeirri Oksönu en vill víst lítið kannast við þá fyrri þótt eflaust hafi leiðir þeirra tveggja einhvern tímann legið saman. Gibson þarf hins vegar fyrst að seilast ofan í djúpa pyngju sína þegar skilnaður hans og Robyn verður tekinn fyrir því hjónakornin gerðu skilmála áður en þau giftust og sá ætti að tryggja Robyn Gibson nógu margar krónur til að geta átt náðuga daga það sem eftir er.
Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira