Lífið

Japönsk poppstjarna handtekin á adamsklæðunum

Tsuyoshi Kusanagi
Tsuyoshi Kusanagi
Japönsk poppstjarna sem var handtekin í almenningsgarði í Tókýó eftir að hann fannst drukkinn og nakinn hefur beðist velvirðingar á hneykslanlegri framkomu sinni.

„Ég drakk of mikið og vissi ekki hvað ég var að gera," sagði Tsuyoshi Kusanagi á föstudag eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu.

„Ég biðst innilegrar afsökunar á hegðun minni sem hefur valdið aðdáendum mínum miklum áhyggjum."

Kusanagi sem er þrjátíu og fjögurra ára gamall varð frægur fyrir veru sína í eitísbandinu SMAP en hann var handtekinn snemma á fimmtudagsmorgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.