Lífið

Kvikmyndaþorp úti á Granda

Héðinshúsið mun brátt hýsa fjögur kvikmyndafyrirtæki, Republika, True North, með Leif Dagfinnsson fremstan í flokki, Blue Eyees og Postmen.
Héðinshúsið mun brátt hýsa fjögur kvikmyndafyrirtæki, Republika, True North, með Leif Dagfinnsson fremstan í flokki, Blue Eyees og Postmen.

Sannkölluð kvikmyndamiðstöð hefur orðið til í Héðinshúsinu úti á Granda. Fyrir er kvikmyndafyrirtækið Republika og nú stefnir allt í að þrír aðilar í sama geira flytjist þarna inn. Fyrst ber að nefna framleiðslu- og þjónustufyrirtækið True North, eftirvinnslufyrirtækið Postmenn og svo framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks og Lilju Pálmadóttur, Blue Eyes.

Sögusagnir hafa verið á kreiki um að True North og Blue Eyes væru að sameinast en Agnes Johansen, framleiðandi hjá Blue Eyes vísar því á bug. „Nei, alls ekki, við munum hins vegar vinna ansi náið saman á næsta ári í tengslum við víkingamynd Baltasars og þess vegna er það náttúrulega mjög hentugt að við skulum vera í næsta nágrenni,“ segir Agnes.

Fyrirtækið Bluee Eyes hefur sagt upp leigusamningi sínum við Guðjón Má Guðjónsson en fyrirtækið hefur leigt skrifstofuhúnsæði í hinni sögufrægu Næpu. Agnes viðurkennir að það verði ákveðinn söknuður að því vinalega umhverfi. „Hins vegar var þetta húsnæði ekkert sérstaklega hentugt, þegar við vorum ekki í framleiðslu var það of stórt og svo öfugt, var alltof lítið þegar allt var á fullu hjá okkur.“ - fgg

sér eftir næpunni Agnes Johansen viðurkennir að hún eigi eftir að sakna Næpunnar, húsnæðið hafi hins vegar verið óheppilegt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.