Lífið

Gillz lét ekki sjá sig

Gillz og Haukur Már Böðvarsson.
Gillz og Haukur Már Böðvarsson.

Íslenska mótaröðin í póker hófst um helgina þar sem fjórir einstaklingar unnu pakka á mótaröðina sem haldin verður í haust að verðmæti 30 þúsund krónur.

Vísir hafði samband við Hauk Má Böðvarsson sem sigraði keppnina og spurði hvort um harða keppni hafi verið að ræða: „Nei þetta var frekar létt. Ég rúllaði yfir þetta," svarar Haukur.

Tók Gillz áskorun ykkar um að mæta? „Nei nei hann mætti ekki. Hann var nýbúinn að drulla eitthvað yfir þetta en hann kom ekki."

Æfir þú þig mikið í póker? „Já ég spila mikið. Nei ég er ekki mikið á netinu. Ég spila mest læf."

Er hægt að græða á því að spila póker á netinu? „Já já já félagi minn var að taka 60 þúsund dollara í gær. Það eru ágætis peningar í þessu á netinu," segir Haukur áður en kvatt er.

Haukur, Arnar Ægisson, Birgir Magnússon og Sigurður Elvar Sigurðsson skiptu verðlaunafénu, 400 þúsund krónum, á milli sín.

 

 

Ekki náðist í Egil/Gillz við vinnslu fréttarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.