Fleiri fréttir

Kínverjar ósáttir við frumvarp Bandaríkjamanna um Hong Kong
Fara fram á að frumvarpið verði dregið til baka.

Tugir barna deyja úr beinbrunasótt í Hondúras
Skæður faraldur geisar nú í Mið-Ameríku þar sem hundruð hafa farist úr beinbrunasótt. Um tvöfalt fleiri hafa látið lífið en á öllu síðasta ári.

Bill de Blasio gefst upp í baráttunni
Bill de Blasio, borgarstjóri New York, er hættur í forvali Demókrataflokksins til forsetakosninga vestanhafs á næsta ári. Þetta tilkynnti hann nú fyrir á skömmu en framboð hans hefur ekki gengið vel og hefur hann mælst með lítið sem ekkert fylgi.

Trump kynntar mögulegar árásir gegn Íran í dag
Trump skipaði hernum að skipuleggja möguleg viðbrögð við árás á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, sem stödd er í Sádi-Arabíu, en Bandaríkjamenn og Sádar saka yfirvöld Íran um að hafa komið að árásinni.

Segja Kínverja pynta mótmælendur í Hong Kong
Í skýrslu sem samtökin Amnesty International birtu í gær segir að rannsókn hafi leitt í ljós að fólk sem hafi verið handtekið hafi verið pyntað í haldi.

Losun frá flugi vex hraðar en spár gerðu ráð fyrir
Þrátt fyrir að sparneytni nýrra flugvéla hafi batnað hefur vaxandi eftirspurn og fjölgun flugferða meira en vegið upp á móti því.

Fyrrverandi forseti Túnis er látinn
Zine al Abidine Ben Ali, fyrrverandi forseti Norður-Afríkuríkisins Túnis er látinn, 83 ára að aldri.

Loforð Trump sagt tengjast Úkraínu
Loforðið varð til þess að starfsmaður einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna, sem starfaði innan Hvíta hússins, tilkynnti atvikið og hefur það leitt til mikilla deila á milli þingmanna og Joseph Maguire, starfandi yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna, sem neitar að afhenda þinginu upplýsingar um kvörtun starfsmannsins.

Sex skotnir í Washington D.C.
Einn er látinn og fimm særðir eftir skotárás í bandarísku höfuðborginni í gærkvöldi.

Þingkosningar á Spáni í nóvember
Spánverjar standa frammi fyrir fjórðu þingkosningunum á jafnmörgum árum eftir að Pedro Sanchez, forsætisráðherra og formaður Sósíalistaflokksins, tókst ekki að koma saman þingmeirihluta fyrir nýja ríkisstjórn.

Grænlenskir veiðimenn bitnir í andlitið í átökum við hvítabjörn
Þrír grænlenskir veiðimenn þykja hafa sloppið ótrúlega vel frá átökum við hvítabjörn á norðvesturströnd Grænlands. Björninn náði að bíta tvo þeirra í andlitið.

Trudeau man ekki hversu oft hann hefur litað andlit sitt svart
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist ekki treysta sér til að segja til um hversu oft hann hefur litað andlit sitt svart.

Engin fóstur finnast á læknastofunni
Eftir andlát Klopfer fundust yfir tvö þúsund varðveitt fóstur á heimili hans.

Sjö nú látið lífið í flóðunum á Spáni
Fjöldi vega, flugvalla og skóla hefur verið lokað, og metúrkoma mælst í nokkrum borgum og bæjum á svæðinu undanfarna rúma viku.

Börn meðal 27 látinna þegar eldur kviknaði í heimavistarskóla
Talið er að eldurinn hafi brotist út snemma morguns á meðan nemendur og starfsfólk skólans sváfu.

Afgana saknað eftir að drónaárás felldi þrjátíu bændur
Bandarískur erindreki staðfesti árásina en ekki tölu látinna.

Lögmaður Major gagnrýndi frestunina
Hæstiréttur kláraði meðferð mála gegn ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi í dag.

Vilja báðir leiða breiða samsteypustjórn
Netanjahú og Gantz hafa ekki komist að samkomulagi um stjórnarmyndun í Ísrael.

Stjórnarandstæðingur segir Trudeau vanhæfan vegna ljósmyndanna
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, baðst í nótt afsökunar á því að hafa málað sig hörundsdökkann fyrir átján árum. Hann segist nú átta sig á því að athæfið hafi verið óásættanlegt.

Hóta árásum á víxl
Spennan á milli Írans og Bandaríkjanna heldur áfram að aukast. Utanríkisráðherra Írans hótar stríði, geri Bandaríkjamenn eða Sádi-Arabar árás.

Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram
Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram.

Þrjátíu féllu í drónaárás Bandaríkjahers í Afganistan
Vinnufólk á hnetufuruekru er sagt hafa orðið fyrir drónaárás Bandaríkjahers fyrir misgáning. Árásin hafi átt að beinast að felustað Ríkis íslams.

„Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran
Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði.

Yfirmenn Fukushima-kjarnorkuversins sýknaðir
Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ekki undirbúið kjarnorkuverið fyrir flóðbylgju eins og þá sem skall á árið 2011.

Foreldrar fórnarlamba í Sandy Hook vara við nýju skólaári með magnþrungnu myndbandi
Foreldrar barna sem voru skotin til bana í Sandy Hook árið 2012 hafa birt magnþrungið myndband til að vara fólk við því að nýtt skólaár feli í sér fleiri skotárásir í skólum.

Meint loforð Trump til annars þjóðarleiðtoga dregur dilk á eftir sér
Samskipti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við annan þjóðarleiðtoga leiddu til þess að starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna lagði fram formlega "uppljóstrarakvörtun“ til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna.

Bretar með tólf daga til að skýra fyrirætlanir sínar
Forrsætisráðherra Breta hefur tólf daga, eða til loka september, til að koma með drög að útgöngusamningi vegna Brexit.

Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum
Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan.

Stjórnarmyndun í Ísrael verður erfið
Báðir stóru flokkarnir töpuðu fylgi í kosningum í Ísrael á þriðjudag. Helsta fyrirstaða stjórnarmyndunar virðist vera forsætisráðherrann sjálfur. Avigdor Lieberman, leiðtogi sigurflokksins Yisrael Beitenu, hefur alla ásana á hendi.

Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum
Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina.

Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll
Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi.

Nýjar þvinganir og nýr þjóðaröryggisráðgjafi
Bandaríkjaforseti hefur skipað Robert O'Brien nýjan þjóðaröryggisráðgjafa.

Stefnir í fjórðu kosningarnar á jafnmörgum árum
Ekki hefur gengið að mynda ríkisstjórn á Spáni eftir kosningar aprílmánaðar.

Hægri stjórn sest að völdum í Færeyjum
Færeyingar hafa fengið nýja landsstjórn, hægri stjórn undir forystu Bárðar á Steig Nielsen, sem er nýr lögmaður Færeyja. Af sjö ráðherrum er aðeins ein kona.

Lieberman lykillinn að stjórnarmyndun
Enginn augljós meirihluti á ísraelska þinginu eftir kosningar gærdagsins.

Samþykktu að veita Bretum enn meiri frest
Nú þegar hefur útgöngu Breta verið frestað tvisvar sinnum áður og mun sú þriðja einungis standa breskum stjórnvöldum til boða að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Rógburði um Omar sem Trump magnaði upp á Twitter eytt
Stuðningsmaður forsetans laug upp á þingkonu demókrata sem er múslimi að hún hefði fagnað þegar 18 ár voru liðin frá hryðjuverkunum 11. september á dögunum.

Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar
Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar.

Samningamaður í gíslatökum verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump
Robert O'Brien var sérstakur sendifulltrúi forsetaembættisins í gíslatökumálum.

Göngumanni bjargað eftir að hafa „haldið“ á brotnum fæti sínum í tvo daga
Neil Parker var einn á ferð í óbyggðum nærri Brisbane þegar hann féll um sex metra niður foss.

Mengunaragnir geta borist frá móður til fósturs
Þúsundir mengunaragna sem verða til við ófullkominn bruna olíu fundust innan í fylgjum. Fóstur virðast því komast beint í snertingu við mengun sem mæður anda að sér.

Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael
Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31.

Ætla að svipta Kaliforníu valdi til að setja eigin útblástursreglur
Ríkisstjórn Donald Trump vill koma í veg fyrir að Kalifornía geti sett sér strangari reglur um útblástur bíla en gilda á landsvísu.

Tíðablóð í auglýsingum í góðu lagi í Ástralíu
Opinber nefnd sem tekur kvartanir vegna auglýsinga í sjónvarpi í Ástralíu til skoðunar, segir fyrirtækið Asaleco Care, sem framleiðir dömubindi, ekki hafa brotið gegn reglum með því að sýna tíðablóð í sjónvarpi í fyrsta sinn.

Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni
Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina.