Erlent

Nýjar þvinganir og nýr þjóðaröryggisráðgjafi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað nýjar og hertar þvingunaraðgerðir gegn Íran. Þetta gerir hann vegna þess að Bandaríkin saka Írani um að standa að árás á olíuvinnslustöð Aramco í Sádi-Arabíu.

Forsetinn tilkynnti sömuleiðis í dag um að hann hefði skipað nýjan þjóðaröryggisráðgjafa í stað Johns Bolton, sem var rekinn í síðustu viku. Robert O'Brien tekur við stöðunni en hann hefur að undanförnu unnið sem sérstakur erindreki Trumps um samningaviðræður vegna gíslatökumála í utanríkisráðuneytinu.

Þar fékk O'Brien meðal annars það verkefni að fá bandaríska rapparann ASAP Rocky leystan úr gæsluvarðhaldi í Svíþjóð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×