Erlent

Afgana saknað eftir að drónaárás felldi þrjátíu bændur

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Bandaríski herinn felldi að minnsta kosti þrjátíu almenna borgara í drónaárás sem ætlað var að hæfa leynilegar bækistöðvar Íslamska ríkisins í Nangarhar í Afganistan í gær.

Þetta sagði í frétt Reuters í dag og hafði miðillinn tölu látinna eftir þremur afgönskum embættismönnum. Bæði afganska varnarmálaráðuneytið og bandarískur erindreki í höfuðborginni Kabúl staðfestu að árás hefði verið gerð en vildu ekkert segja um mannfall almennra borgara.

Haidar Khan, eigandi furuhneturæktunarinnar sem sprengjurnar eru sagðar hafa fallið á, sagði við Reuters að enn væri nokkurra saknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×