Erlent

Lögmaður Major gagnrýndi frestunina

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Þriðji og síðasti dagur meðferðar hæstaréttar á málum, sem snúast um lögmæti ákvörðunar ríkisstjórnar Bretlands um að fresta þingfundum, var í dag. Niðurstaða liggur ekki fyrir og mun ekki gera fyrr en í næstu viku.

Í yfirlýsingu sem ríkisstjórnin afhenti hæstarétti sagði þó að mögulega yrði þingfundum frestað aftur ef hæstiréttur hnekkir fyrri ákvörðun.

Lögmaður Johns Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var á meðal þeirra sem tóku til máls í dag og stóð gegn ríkisstjórninni. Hann sagði frestunina eingöngu hafa snúist um að koma í veg fyrir að þingið sinnti eftirlitshlutverki sínu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.