Stefnir í fjórðu kosningarnar á jafnmörgum árum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. september 2019 20:30 Allt frá því Spánverjar kusu sér nýtt þing í lok apríl síðastliðins hafa leiðtogar flokka á þingi reynt að mynda ríkisstjórn. Þrátt fyrir margra mánaða viðræður eru þeir hins vegar hvergi nærri því að ná samkomulagi og þingið hefur fellt tillögur um að Pedro Sanchez, starfandi forsætisráðherra, verði skipaður forsætisráðherra landsins. Spánarkonungur hefur síðustu daga fundað með leiðtogum allra flokka á þingi og að öllu óbreyttu verður þing rofið í næstu viku. Útlit er fyrir fjórðu þingkosningarnar á jafnmörgum árum. „Niðurstaðan er skýr, það er enginn meirihluti í þinginu sem getur myndað ríkisstjórn. Þess vegna liggur það fyrir að endurtaka verður kosningarnar þann 10. nóvember,“ sagði Sanchez í gærkvöldi. Sósíalistaflokkur Sanchez fékk 123 sæti af 350 í neðri deild spænska þingsins eftir kosningarnar í apríl og hefur sá þingstyrkur ekki dugað til þess að mynda stjórn. Hægriflokkarnir, Borgaraflokkurinn og Lýðflokkurinn, eru heldur ekki með meirihluta og ekki myndi duga að fá öfgaíhaldsflokkinn Vox að borðinu. Vinstriflokkurinn Podemos, sem á einna mesta samleið með Sósíalistaflokknum, hefur ekki getað komist að samkomulagi við Sanchez um stjórnarmyndun. Þá hefur ekkert samkomulag náðst við flokka katalónskra sjálfstæðissinna né hægriflokkana. „Við lögðum til framsækna ríkisstjórn sem myndi ekki reiða sig á flokka sjálfstæðissinna. Því miður hafa bæði Lýðflokkurinn og Borgaraflokkurinn, sem vita fullvel að það er enginn þingmeirihluti sem styðst ekki við Sósíalistaflokkinn, komið í veg fyrir þessa embættisveitingu,“ sagði Sanchez aukinheldur. Spánn Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Sjá meira
Allt frá því Spánverjar kusu sér nýtt þing í lok apríl síðastliðins hafa leiðtogar flokka á þingi reynt að mynda ríkisstjórn. Þrátt fyrir margra mánaða viðræður eru þeir hins vegar hvergi nærri því að ná samkomulagi og þingið hefur fellt tillögur um að Pedro Sanchez, starfandi forsætisráðherra, verði skipaður forsætisráðherra landsins. Spánarkonungur hefur síðustu daga fundað með leiðtogum allra flokka á þingi og að öllu óbreyttu verður þing rofið í næstu viku. Útlit er fyrir fjórðu þingkosningarnar á jafnmörgum árum. „Niðurstaðan er skýr, það er enginn meirihluti í þinginu sem getur myndað ríkisstjórn. Þess vegna liggur það fyrir að endurtaka verður kosningarnar þann 10. nóvember,“ sagði Sanchez í gærkvöldi. Sósíalistaflokkur Sanchez fékk 123 sæti af 350 í neðri deild spænska þingsins eftir kosningarnar í apríl og hefur sá þingstyrkur ekki dugað til þess að mynda stjórn. Hægriflokkarnir, Borgaraflokkurinn og Lýðflokkurinn, eru heldur ekki með meirihluta og ekki myndi duga að fá öfgaíhaldsflokkinn Vox að borðinu. Vinstriflokkurinn Podemos, sem á einna mesta samleið með Sósíalistaflokknum, hefur ekki getað komist að samkomulagi við Sanchez um stjórnarmyndun. Þá hefur ekkert samkomulag náðst við flokka katalónskra sjálfstæðissinna né hægriflokkana. „Við lögðum til framsækna ríkisstjórn sem myndi ekki reiða sig á flokka sjálfstæðissinna. Því miður hafa bæði Lýðflokkurinn og Borgaraflokkurinn, sem vita fullvel að það er enginn þingmeirihluti sem styðst ekki við Sósíalistaflokkinn, komið í veg fyrir þessa embættisveitingu,“ sagði Sanchez aukinheldur.
Spánn Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Sjá meira