Erlent

Segja Kínverja pynta mótmælendur í Hong Kong

Samúel Karl Ólason skrifar
Mótmælin hófust vegna lagafrumvarps um að hægt væri að framselja íbúa Hong Kong til meginlands Kína, verði óskað eftir því í Peking. Frumvarpið hefur verið fellt niður en mótmælin fóru að snúast um almennar umbætur varðandi lýðræði í Hong Kong.
Mótmælin hófust vegna lagafrumvarps um að hægt væri að framselja íbúa Hong Kong til meginlands Kína, verði óskað eftir því í Peking. Frumvarpið hefur verið fellt niður en mótmælin fóru að snúast um almennar umbætur varðandi lýðræði í Hong Kong. AP/Kin Cheung
Mannréttindasamtökin Amnesty International saka yfirvöld Kína og lögregluna í Hong Kong um að pynta og misþyrma mótmælendum. Í skýrslu sem samtökin birtu í gær segir að rannsókn hafi leitt í ljós að fólk sem hafi verið handtekið hafi verið pyntað í haldi. Rætt var við rúmlega tuttugu aðila sem höfðu verið handteknir auk lögfræðinga, starfsfólk í heilbrigðisþjónustu og fleiri.

Nicholas Bequelin, yfirmaður Amnesty í Austur-Asíu, segir niðurstöðurnar afgerandi. Lögregluþjónar í Hong Kong hafi hagað sér með óviðeigandi hætti. Handtekið fólk af handahófi og gengið í skrokk á því á bakvið luktar dyr.

Frá því umfangsmikil mótmæli hófust í Hong Kong hafa minnst 1.300 verið handtekin samkvæmt samtökunum. Þau saka lögregluna um ofbeitingu valds og segja þá hafa farið of hart gegn friðsömum mótmælendum. Þó sé ljóst að ofbeldi hafi aukist veggja vegna að undanförnu.

Mótmælin hófust vegna lagafrumvarps um að hægt væri að framselja íbúa Hong Kong til meginlands Kína, verði óskað eftir því í Peking. Frumvarpið hefur verið fellt niður en mótmælin fóru að snúast um almennar umbætur varðandi lýðræði í Hong Kong.

Lögreglan segir þó að lögregluþjónar hafi sýnt hófsemi í valdbeitingu þrátt fyrir síaukið ofbeldi mótmælenda. Reuters vitnar í viðbrögð lögreglunnar við skýrslu Amnesty og að í yfirlýsingu segi að lögreglan virði réttindi þeirra sem eru handteknir.



Þá segir lögreglan að tæplega 240 lögregluþjónar hafi særst í átökum við mótmælendur.


Tengdar fréttir

Nemendur Hong Kong skrópa á fyrsta skóladegi

Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða.

Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega

Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×