Erlent

Sjö nú látið lífið í flóðunum á Spáni

Eiður Þór Árnason skrifar
Alicante hefur orðið fyrir miklum áhrifum af völdum flóðanna.
Alicante hefur orðið fyrir miklum áhrifum af völdum flóðanna. Vísir/EPA
Spænska lögreglan greindi í gær frá því að lík hollensks manns sem var saknað hafi fundist. Talið er að maðurinn hafi látist af völdum flóða sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar. Með líkfundinum í gær eru sjö nú taldir hafa látist á svæðinu í kjölfar þeirra. Fréttaveita AP greindi frá þessu.Minnst 3.500 manns hefur verið gert að yfirgefa svæðið og var fjöldi vega, flugvalla og skóla lokað á svæðinu. Metúrkoma hefur mælst í nokkrum borgum og bæjum á svæðinu undanfarna rúma viku.Guðrún Helga Gísladóttir, sem búsett er í borginni Murcia á suðausturhluta Spánar, sagðist í samtali við Vísi síðasta föstudag aldrei hafa séð viðlíka úrkomu og sést hafi í borginni. Hún hefur verið búsett þar í sextán ár.Sjá einnig: Aldrei séð viðlíka úrkomu: „Þetta er svo langur tími og svo mikið magn“Hollenski maðurinn sem fannst í gær var 66 ára að aldri og bjó í bænum Dolores. Fjölskylda mannsins tilkynnti um hvarf hans síðasta sunnudag.Viðbragðsaðilar á Spáni hafa bjargað þúsundum í Valencia, Murica og Austur-Andalúsíu héruðunum þar sem óveðrið byrjaði að geisa í síðustu viku. Héruðin standa öll við sjó.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.