Erlent

Sjö nú látið lífið í flóðunum á Spáni

Eiður Þór Árnason skrifar
Alicante hefur orðið fyrir miklum áhrifum af völdum flóðanna.
Alicante hefur orðið fyrir miklum áhrifum af völdum flóðanna. Vísir/EPA

Spænska lögreglan greindi í gær frá því að lík hollensks manns sem var saknað hafi fundist. Talið er að maðurinn hafi látist af völdum flóða sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar. Með líkfundinum í gær eru sjö nú taldir hafa látist á svæðinu í kjölfar þeirra. Fréttaveita AP greindi frá þessu.

Minnst 3.500 manns hefur verið gert að yfirgefa svæðið og var fjöldi vega, flugvalla og skóla lokað á svæðinu. Metúrkoma hefur mælst í nokkrum borgum og bæjum á svæðinu undanfarna rúma viku.

Guðrún Helga Gísladóttir, sem búsett er í borginni Murcia á suðausturhluta Spánar, sagðist í samtali við Vísi síðasta föstudag aldrei hafa séð viðlíka úrkomu og sést hafi í borginni. Hún hefur verið búsett þar í sextán ár.

Sjá einnig: Aldrei séð viðlíka úrkomu: „Þetta er svo langur tími og svo mikið magn“

Hollenski maðurinn sem fannst í gær var 66 ára að aldri og bjó í bænum Dolores. Fjölskylda mannsins tilkynnti um hvarf hans síðasta sunnudag.

Viðbragðsaðilar á Spáni hafa bjargað þúsundum í Valencia, Murica og Austur-Andalúsíu héruðunum þar sem óveðrið byrjaði að geisa í síðustu viku. Héruðin standa öll við sjó.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.