Meint loforð Trump til annars þjóðarleiðtoga dregur dilk á eftir sér Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2019 09:16 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Samskipti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við annan þjóðarleiðtoga leiddu til þess að starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna lagði fram formlega „uppljóstrarakvörtun“ til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Það gerði hann vegna loforðs sem Trump á að hafa gefið þessum tiltekna þjóðarleiðtoga, samkvæmt Washington Post.Innri endurskoðandinn, Michael Atkinson sem skipaður var í embætti af Trump, tók málið til skoðunar og ákvað að kvörtunin væri trúverðug og að málið væri „aðkallandi áhyggjuefni“, sem er lagaleg skilgreining sem, við eðlilegar kringumstæður, þýddi að málið ætti að fara fyrir nefndir Bandaríkjaþings. Það hefur hins vegar ekki gerst og Joseph Maguire, starfandi yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, neitar að upplýsa leyniþjónustunefnd þingsins um málið og hefur hann verið sakaður um að hylma yfir með forsetanum. Búist er við því að deilurnar aukist í dag þegar Atkinson fer á fund nefndarinnar en Maguire mun gera það í næstu viku.Ræddi við fimm þjóðarleiðtoga Kvörtunin var lögð fram þann 12. ágúst síðastliðinn. Á undanförnum vikum hafði Trump verið í samskiptum við fimm þjóðarleiðtoga. Þeir voru forsætisráðherrar Pakistan og Hollands, emír Katar, Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Tveimur vikum eftir að kvörtunin barst, sendi Atkinson skýrslu til Maguire. Samkvæmt lögum er honum skilyrt að upplýsa þingið um kvörtunina innan sjö daga. Það gerði hann ekki og segir Maguire að sú ákvörðun hafi verið tekin eftir að hann ræddi við starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins. Atkinson virðist hins vegar hafa farið fram hjá Maguire og sagði hann formönnum leyniþjónustanefnda fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar frá tilvist kvörtunarinnar í byrjun september, án þess þó að segja um hvað hún snerist. Aðrir fjölmiðlar ytra hafa fengið sömu upplýsingar og Washington Post en Hvíta húsið og Maguire hafa ekki viljað tjá sig um málið.Ótækt að framkvæmdavaldið sé með málið á sínum höndum Í bréfi til Schiff, sem blaðamenn CNN hafa komið höndum yfir, sagði Maguire að kvörtunin sneri ekki að aðila innan leyniþjónustusamfélagsins, heldur að aðilum innan framkvæmdavaldsins. Því sé málið ekki nægilega mikilvægt til að upplýsa þingið um hvað það snýst. Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins og formaður nefndarinnar, sagði í gær að Atkinson hefði metið áðurnefnda kvörtun trúverðuga og málið væri áríðandi. Þá sagði hann nefndina leggja mikla áherslu á verndun uppljóstrara og uppljóstranir þeirra til þingsins. Þá segir þingmaðurinn að Maguire hafi farið út fyrir valdsvið sitt með því að ræða við Dómsmálaráðuneytið um málið. Það sé ótækt að aðilar innan framkvæmdavaldsins fjalli um kvörtun sem snúi að aðilum innan framkvæmdavaldsins. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Samningamaður í gíslatökum verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump Robert O'Brien var sérstakur sendifulltrúi forsetaembættisins í gíslatökumálum. 18. september 2019 13:43 Nýjar þvinganir og nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti hefur skipað Robert O'Brien nýjan þjóðaröryggisráðgjafa. 18. september 2019 21:00 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Samskipti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við annan þjóðarleiðtoga leiddu til þess að starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna lagði fram formlega „uppljóstrarakvörtun“ til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Það gerði hann vegna loforðs sem Trump á að hafa gefið þessum tiltekna þjóðarleiðtoga, samkvæmt Washington Post.Innri endurskoðandinn, Michael Atkinson sem skipaður var í embætti af Trump, tók málið til skoðunar og ákvað að kvörtunin væri trúverðug og að málið væri „aðkallandi áhyggjuefni“, sem er lagaleg skilgreining sem, við eðlilegar kringumstæður, þýddi að málið ætti að fara fyrir nefndir Bandaríkjaþings. Það hefur hins vegar ekki gerst og Joseph Maguire, starfandi yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, neitar að upplýsa leyniþjónustunefnd þingsins um málið og hefur hann verið sakaður um að hylma yfir með forsetanum. Búist er við því að deilurnar aukist í dag þegar Atkinson fer á fund nefndarinnar en Maguire mun gera það í næstu viku.Ræddi við fimm þjóðarleiðtoga Kvörtunin var lögð fram þann 12. ágúst síðastliðinn. Á undanförnum vikum hafði Trump verið í samskiptum við fimm þjóðarleiðtoga. Þeir voru forsætisráðherrar Pakistan og Hollands, emír Katar, Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Tveimur vikum eftir að kvörtunin barst, sendi Atkinson skýrslu til Maguire. Samkvæmt lögum er honum skilyrt að upplýsa þingið um kvörtunina innan sjö daga. Það gerði hann ekki og segir Maguire að sú ákvörðun hafi verið tekin eftir að hann ræddi við starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins. Atkinson virðist hins vegar hafa farið fram hjá Maguire og sagði hann formönnum leyniþjónustanefnda fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar frá tilvist kvörtunarinnar í byrjun september, án þess þó að segja um hvað hún snerist. Aðrir fjölmiðlar ytra hafa fengið sömu upplýsingar og Washington Post en Hvíta húsið og Maguire hafa ekki viljað tjá sig um málið.Ótækt að framkvæmdavaldið sé með málið á sínum höndum Í bréfi til Schiff, sem blaðamenn CNN hafa komið höndum yfir, sagði Maguire að kvörtunin sneri ekki að aðila innan leyniþjónustusamfélagsins, heldur að aðilum innan framkvæmdavaldsins. Því sé málið ekki nægilega mikilvægt til að upplýsa þingið um hvað það snýst. Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins og formaður nefndarinnar, sagði í gær að Atkinson hefði metið áðurnefnda kvörtun trúverðuga og málið væri áríðandi. Þá sagði hann nefndina leggja mikla áherslu á verndun uppljóstrara og uppljóstranir þeirra til þingsins. Þá segir þingmaðurinn að Maguire hafi farið út fyrir valdsvið sitt með því að ræða við Dómsmálaráðuneytið um málið. Það sé ótækt að aðilar innan framkvæmdavaldsins fjalli um kvörtun sem snúi að aðilum innan framkvæmdavaldsins.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Samningamaður í gíslatökum verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump Robert O'Brien var sérstakur sendifulltrúi forsetaembættisins í gíslatökumálum. 18. september 2019 13:43 Nýjar þvinganir og nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti hefur skipað Robert O'Brien nýjan þjóðaröryggisráðgjafa. 18. september 2019 21:00 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Samningamaður í gíslatökum verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump Robert O'Brien var sérstakur sendifulltrúi forsetaembættisins í gíslatökumálum. 18. september 2019 13:43
Nýjar þvinganir og nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti hefur skipað Robert O'Brien nýjan þjóðaröryggisráðgjafa. 18. september 2019 21:00
Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00