Erlent

Kínverjar ósáttir við frumvarp Bandaríkjamanna um Hong Kong

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Frá mótmælum í Hong Kong.
Frá mótmælum í Hong Kong. AP/Kin Cheung

Geng Shuang, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, fór í dag fram á að bandarískir þingmenn myndu draga til baka frumvarp um stuðning við Hong Kong og mögulegar þvinganir gegn hverjum þeim sem gerast sekir um að pynta mannréttindabaráttufólk í borginni.

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kynnti þessa nýjustu útgáfu frumvarpsins í gær með Joshua Wong, mótmælanda frá Hong Kong, sér við hlið.

Amnesty International sagði frá því í gær að lögregla hafi beitt mótmælendur grófu ofbeldi og pyntingum undanfarnar vikur á meðan lögregla varar við ofbeldi af hálfu mótmælenda nú á sextándu viku mótmæla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.