Trump kynntar mögulegar árásir gegn Íran í dag Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2019 11:43 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna munu í dag færa Donald Trump, forseta, áætlanir fyrir mögulegar hernaðaraðgerðir eða annars konar aðgerðir gegn Íran. Trump skipaði hernum að skipuleggja möguleg viðbrögð við árás á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, sem stödd er í Sádi-Arabíu, en Bandaríkjamenn og Sádar saka yfirvöld Íran um að hafa komið að árásinni. Kynning á valkostum Trump mun fara fram á fundi þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna í dag. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, sagði í gær að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til „síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði.Sjá einnig: „Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á ÍranAðgerðir Bandaríkjanna gætu ekki falið í sér hefðbundnar hernaðaraðgerðir, samkvæmt AP fréttaveitunni. Viðbrögðin gætu falið í sér efnahagsaðgerðir, pólitískar aðgerðir eða jafnvel tölvuárásir.Meðal annars er talið mögulegt að Bandaríkin gætu hjálpað Sádum að bæta loftvarnir sínar til norðurs. Eins og staðan er í dag er loftvörnum þeirra að mestu beint til suðurs vegna eldflaugaárása frá Jemen. Hútar, sem eiga í átökum við Sáda og bandamenn þeirra í Jemen og eru studdir af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Umfang árásarinnar og nákvæmni þykir þó til marks um að Hútar hafi ekki burði til að gera slíka árás. Þá segja Sádar og Bandaríkjamenn að drónunum og eldflaugunum sem notaðar voru til árásarinnar hafi verið flogið að norðan. Mikil spenna hefur ríkt á milli Íran og Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu á undanförnum mánuðum eftir að Trump sleit kjarnorkusamkomulaginu svokallaða við Íran og beitti aftur viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn ríkinu. Íranar hafa í kjölfarið verið sakaðir um dularfullar árásir á olíuflutningaskip og að hamla ferðir slíkra skipa um Persaflóa. Þá skutu Íranar niður bandarískan dróna í sumar. Í kjölfar þess skipulögðu yfirvöld Bandaríkjanna árásir á Íran og lýsti Trump því yfir að hann hefði hætt við þær tíu mínútum áður en af þeim átti að verða. Bandaríkin Donald Trump Íran Jemen Sádi-Arabía Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna munu í dag færa Donald Trump, forseta, áætlanir fyrir mögulegar hernaðaraðgerðir eða annars konar aðgerðir gegn Íran. Trump skipaði hernum að skipuleggja möguleg viðbrögð við árás á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, sem stödd er í Sádi-Arabíu, en Bandaríkjamenn og Sádar saka yfirvöld Íran um að hafa komið að árásinni. Kynning á valkostum Trump mun fara fram á fundi þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna í dag. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, sagði í gær að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til „síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði.Sjá einnig: „Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á ÍranAðgerðir Bandaríkjanna gætu ekki falið í sér hefðbundnar hernaðaraðgerðir, samkvæmt AP fréttaveitunni. Viðbrögðin gætu falið í sér efnahagsaðgerðir, pólitískar aðgerðir eða jafnvel tölvuárásir.Meðal annars er talið mögulegt að Bandaríkin gætu hjálpað Sádum að bæta loftvarnir sínar til norðurs. Eins og staðan er í dag er loftvörnum þeirra að mestu beint til suðurs vegna eldflaugaárása frá Jemen. Hútar, sem eiga í átökum við Sáda og bandamenn þeirra í Jemen og eru studdir af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Umfang árásarinnar og nákvæmni þykir þó til marks um að Hútar hafi ekki burði til að gera slíka árás. Þá segja Sádar og Bandaríkjamenn að drónunum og eldflaugunum sem notaðar voru til árásarinnar hafi verið flogið að norðan. Mikil spenna hefur ríkt á milli Íran og Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu á undanförnum mánuðum eftir að Trump sleit kjarnorkusamkomulaginu svokallaða við Íran og beitti aftur viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn ríkinu. Íranar hafa í kjölfarið verið sakaðir um dularfullar árásir á olíuflutningaskip og að hamla ferðir slíkra skipa um Persaflóa. Þá skutu Íranar niður bandarískan dróna í sumar. Í kjölfar þess skipulögðu yfirvöld Bandaríkjanna árásir á Íran og lýsti Trump því yfir að hann hefði hætt við þær tíu mínútum áður en af þeim átti að verða.
Bandaríkin Donald Trump Íran Jemen Sádi-Arabía Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Sjá meira