Samningamaður í gíslatökum verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2019 13:43 Trump forseti við komuna til Kaliforníu í dag þar sem hann ætlar að safna fé fyrir forsetakosningar á næsta ári. AP/Evan Vucci Robert O'Brien, sérstakur sendifulltrúi í gíslatökumálum, verður næsti þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Tilkynnti forsetinn um þetta á Twitter í dag. O‘Brien verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump á innan við þremur árum. Í tísti lofaði forsetinn O'Brien og sagðist hafa „unnið lengi og mikið“ með honum. O'Brien ætti eftir að eftir að standa sig vel. Vika er síðan John Bolton, þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði af sér eða var rekinn, allt eftir því hvort leggja beri trúnað á orð Bolton eða forsetans. AP-fréttastofan segir að O'Brien hafi verið á meðal fimm kosta sem Trump íhugaði fyrir stöðuna. Sem sendifulltrúi í gíslatökumálum hjá utanríkisráðuneytinu hafi O'Brien unnið náið með fjölskyldum bandarískra gísla og ráðlagt ríkisstjórninni um gíslatökur. Í tíð George W. Bush og Barack Obama vann O'Brien að samstarfi einka- og opinberra aðila um umbætur í dómsmálum í Afganistan. Frá 2008 til 2011 var O'Brien fulltrúi Bandaríkjaforseta í ráðgjafarnefnd um smygl á fornminjum og öðrum menningarverðmætum. Árið 2005 skipaði Bush forseti hann fulltrúa Bandaríkjanna í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. þar vann O'Brien með forvera sínum Bolton sem var þá sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar. Í starfi Repúblikanaflokksins hefur O'Brien unnið sem ráðgjafi fyrir forsetaframboð Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóra Wisconsin, Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts, og Ted Cruz, öldungadeildarþingmanns frá Texas. Michael Flynn, hershöfðingi, var fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump árið 2017 en hann sagði af sér innan við mánuði eftir að hann tók formlega við stöðunni. Hann var sakaður um og játaði síðar að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti við rússneskan sendiherra. Við af honum tók H.R. McMaster. Þeim Trump kom þó illa saman og hætti McMaster í mars í fyrra. Bolton tók við af McMaster og entist í um eitt og hálft ár áður en ágreiningur hans og Trump leiddi til þess að hann hætti einnig.I am pleased to announce that I will name Robert C. O'Brien, currently serving as the very successful Special Presidential Envoy for Hostage Affairs at the State Department, as our new National Security Advisor. I have worked long & hard with Robert. He will do a great job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump horfinn á braut Forsetinn tilkynnti um að hann hefði beðið John Bolton um að segja af sér í tísti í dag. Bolton segist hafa sagt af sér að eigin frumkvæði. 10. september 2019 16:07 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Robert O'Brien, sérstakur sendifulltrúi í gíslatökumálum, verður næsti þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Tilkynnti forsetinn um þetta á Twitter í dag. O‘Brien verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump á innan við þremur árum. Í tísti lofaði forsetinn O'Brien og sagðist hafa „unnið lengi og mikið“ með honum. O'Brien ætti eftir að eftir að standa sig vel. Vika er síðan John Bolton, þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði af sér eða var rekinn, allt eftir því hvort leggja beri trúnað á orð Bolton eða forsetans. AP-fréttastofan segir að O'Brien hafi verið á meðal fimm kosta sem Trump íhugaði fyrir stöðuna. Sem sendifulltrúi í gíslatökumálum hjá utanríkisráðuneytinu hafi O'Brien unnið náið með fjölskyldum bandarískra gísla og ráðlagt ríkisstjórninni um gíslatökur. Í tíð George W. Bush og Barack Obama vann O'Brien að samstarfi einka- og opinberra aðila um umbætur í dómsmálum í Afganistan. Frá 2008 til 2011 var O'Brien fulltrúi Bandaríkjaforseta í ráðgjafarnefnd um smygl á fornminjum og öðrum menningarverðmætum. Árið 2005 skipaði Bush forseti hann fulltrúa Bandaríkjanna í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. þar vann O'Brien með forvera sínum Bolton sem var þá sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar. Í starfi Repúblikanaflokksins hefur O'Brien unnið sem ráðgjafi fyrir forsetaframboð Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóra Wisconsin, Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts, og Ted Cruz, öldungadeildarþingmanns frá Texas. Michael Flynn, hershöfðingi, var fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump árið 2017 en hann sagði af sér innan við mánuði eftir að hann tók formlega við stöðunni. Hann var sakaður um og játaði síðar að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti við rússneskan sendiherra. Við af honum tók H.R. McMaster. Þeim Trump kom þó illa saman og hætti McMaster í mars í fyrra. Bolton tók við af McMaster og entist í um eitt og hálft ár áður en ágreiningur hans og Trump leiddi til þess að hann hætti einnig.I am pleased to announce that I will name Robert C. O'Brien, currently serving as the very successful Special Presidential Envoy for Hostage Affairs at the State Department, as our new National Security Advisor. I have worked long & hard with Robert. He will do a great job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump horfinn á braut Forsetinn tilkynnti um að hann hefði beðið John Bolton um að segja af sér í tísti í dag. Bolton segist hafa sagt af sér að eigin frumkvæði. 10. september 2019 16:07 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump horfinn á braut Forsetinn tilkynnti um að hann hefði beðið John Bolton um að segja af sér í tísti í dag. Bolton segist hafa sagt af sér að eigin frumkvæði. 10. september 2019 16:07