Erlent

Þingkosningar á Spáni í nóvember

Davíð Stefánsson skrifar
Pedro Sanchez, formaður sósíalistaflokksins.
Pedro Sanchez, formaður sósíalistaflokksins. Vísir/Getty

Spánverjar standa frammi fyrir fjórðu þingkosningunum á jafnmörgum árum eftir að Pedro Sanchez, forsætisráðherra og formaður Sósíalistaflokksins, tókst ekki að koma saman þingmeirihluta fyrir nýja ríkisstjórn. Í júlí komst Sanchez nálægt samkomulagi við vinstri flokkinn Podemos, en dró í síðasta mánuði til baka tilboð um samsteypustjórn með Podemos.

Sanchez veðjar á að honum muni takast að fjölga þeim 123 þingsætum (af 350) sem sósíalistar unnu í apríl. Skoðanakannanir benda til þess að hann hafi rétt fyrir sér og að hinn hægrisinnaði Lýðflokkur muni einnig standa sig vel. Þetta yrði á kostnað nýrri flokka, þar á meðal vinstriflokksins Podemos, mið-hægriflokksins Ciudadanos og Vox sem er flokkur lengst til hægri.

Gangi spár eftir um minni kjörsókn vegna kosningaþreytu er það líklegt til að hafa neikvæð áhrif á vinstriflokkana.

Þrátefli spænskra stjórnmála er þannig líklegt til að halda áfram nema flokksleiðtogarnir læri að miðla betur málum. – dsAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.