Grænlenskir veiðimenn bitnir í andlitið í átökum við hvítabjörn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. september 2019 23:15 Hvítabirnir geta náð 40 kílómetra hraða á klukkustund á spretti. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Þrír grænlenskir veiðimenn þykja hafa sloppið ótrúlega vel frá átökum við hvítabjörn á norðvesturströnd Grænlands. Björninn náði að bíta tvo þeirra í andlitið en sá þriðji skaut að birninum, sem flúði þá af vettvangi. Atburðurinn gerðist í óbyggðum norðan við bæinn Uummannaq á fimmtudag í síðustu viku, samkvæmt frétt grænlenska ríkisfjölmiðilsins KNR, sem greindi fyrst frá málinu í dag. Frásögnin er höfð eftir Julie Senderovitz-Bendtsen, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Grænlandi. Veiðimennirnir þrír, sem eru frá þorpinu Ikerasak, voru á sauðnautaveiðum og höfðu náð að fella eitt sauðnaut. Voru þeir að gera að bráðinni þegar hvítabjörninn kom þeim að óvörum og réðist á þá. „Ísbjörninn náði að bíta í hægra eyrað á einum mannanna og honum tókst líka að bíta í hægri hlið andlits annars áður en sá þriðji, sem stóð aðeins fjær þeim, náði að grípa riffil og skjóta að birninum. Þá flúði hann,“ segir yfirlögregluþjónninn í viðtali við KNR. Veiðimennirnir sluppu án alvarlegra meiðsla en þeir tilkynntu ekki um árásina fyrr en þeir komu aftur heim í þorpið seint að nóttu daginn eftir. „Við báðum þá um að fara á sjúkrahús til að láta skoða sárin. Við héldum að það gæti verið möguleiki á sýkingu eftir svona bit,“ segir yfirlögregluþjónninn. Ekki er vitað hvort hvítabjörninn slapp ómeiddur. Hann hljóp burt eftir að skotið var á hann og segja veiðimennirnir að þetta hafi gerst svo hratt að þeir hafi ekki áttað sig á því hvort hann hafi særst. „Ég vil bara hvetja menn til að vera á varðbergi þegar þeir eru á veiðum og hafa fellt dýr. Fyrir svangan ísbjörn gæti það verið ljúf matarangan. Þá verða menn að líta vel í kringum sig,“ segir Julie Sanderovitz-Bendtsen. Grænland Tengdar fréttir Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Traktor dugði til að hræða hvítabirnina Rússnesku vísindamennirnir fimm, sem hvítabirnir sátu um á lítilli eyju í Norður-Íshafinu, eru nú lausir úr umsátrinu. 21. september 2016 11:00 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning hvítabjarna. 28. desember 2017 21:30 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Þrír grænlenskir veiðimenn þykja hafa sloppið ótrúlega vel frá átökum við hvítabjörn á norðvesturströnd Grænlands. Björninn náði að bíta tvo þeirra í andlitið en sá þriðji skaut að birninum, sem flúði þá af vettvangi. Atburðurinn gerðist í óbyggðum norðan við bæinn Uummannaq á fimmtudag í síðustu viku, samkvæmt frétt grænlenska ríkisfjölmiðilsins KNR, sem greindi fyrst frá málinu í dag. Frásögnin er höfð eftir Julie Senderovitz-Bendtsen, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Grænlandi. Veiðimennirnir þrír, sem eru frá þorpinu Ikerasak, voru á sauðnautaveiðum og höfðu náð að fella eitt sauðnaut. Voru þeir að gera að bráðinni þegar hvítabjörninn kom þeim að óvörum og réðist á þá. „Ísbjörninn náði að bíta í hægra eyrað á einum mannanna og honum tókst líka að bíta í hægri hlið andlits annars áður en sá þriðji, sem stóð aðeins fjær þeim, náði að grípa riffil og skjóta að birninum. Þá flúði hann,“ segir yfirlögregluþjónninn í viðtali við KNR. Veiðimennirnir sluppu án alvarlegra meiðsla en þeir tilkynntu ekki um árásina fyrr en þeir komu aftur heim í þorpið seint að nóttu daginn eftir. „Við báðum þá um að fara á sjúkrahús til að láta skoða sárin. Við héldum að það gæti verið möguleiki á sýkingu eftir svona bit,“ segir yfirlögregluþjónninn. Ekki er vitað hvort hvítabjörninn slapp ómeiddur. Hann hljóp burt eftir að skotið var á hann og segja veiðimennirnir að þetta hafi gerst svo hratt að þeir hafi ekki áttað sig á því hvort hann hafi særst. „Ég vil bara hvetja menn til að vera á varðbergi þegar þeir eru á veiðum og hafa fellt dýr. Fyrir svangan ísbjörn gæti það verið ljúf matarangan. Þá verða menn að líta vel í kringum sig,“ segir Julie Sanderovitz-Bendtsen.
Grænland Tengdar fréttir Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Traktor dugði til að hræða hvítabirnina Rússnesku vísindamennirnir fimm, sem hvítabirnir sátu um á lítilli eyju í Norður-Íshafinu, eru nú lausir úr umsátrinu. 21. september 2016 11:00 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning hvítabjarna. 28. desember 2017 21:30 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13
Traktor dugði til að hræða hvítabirnina Rússnesku vísindamennirnir fimm, sem hvítabirnir sátu um á lítilli eyju í Norður-Íshafinu, eru nú lausir úr umsátrinu. 21. september 2016 11:00
Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45
Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning hvítabjarna. 28. desember 2017 21:30