Erlent

Bill de Blasio gefst upp í baráttunni

Samúel Karl Ólason skrifar
Bill de Blasio, borgarstjóri New York og fyrrverandi forsetaframbjóðandi.
Bill de Blasio, borgarstjóri New York og fyrrverandi forsetaframbjóðandi. AP/Charlie Neibergall

Bill de Blasio, borgarstjóri New York, er hættur í forvali Demókrataflokksins til forsetakosninga vestanhafs á næsta ári. Þetta tilkynnti hann nú fyrir á skömmu en framboð hans hefur ekki gengið vel og hefur hann mælst með lítið sem ekkert fylgi. Það hefur aldrei gerst að sitjandi borgarstjóri hafi verið kjörinn í embætti forseta og de Blasio kom seint inn í kapphlaupið, þegar fjölmargir frambjóðendur höfðu boðið sig fram.

Í viðtali á MSNBC sagði de Blasio að hann taldi sig hafa gefið eins mikið og hann gæti til baráttunnar og ljóst væri að hans tími væri ekki kominn. Hann sagði einnig að erfiðleikar hans til að tryggja sér þátttöku í kappræðum Demókrataflokksins hafa spilað stóra rullu í ákvarðanatöku hans.

De Blasio segist ætla að snúa aftur til New York og einbeita sér að því að vera borgarstjóri. Hann segist ætla að berjast áfram fyrir verkafólk og Demókrataflokkinn.

Enn eru nítján í framboði í forvali Demókrataflokksins en þrjú þeirra hafa mælst með yfirburði í skoðanakönnunum hingað til. Þau eru Joe Biden, Elizabeth Warren og Bernie Sanders.
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.