Fleiri fréttir

Enn betri 747

Samkeppni flugvélarisanna Boeing og Airbus harðnar stöðugt og virðist sem ekkert lát ætli að verða á framleiðslu nýrra flugvéla.

Flokkarnir semja

Kristilegir demókratar og jafnaðarmenn í Þýskalandi hafa samþykkt stjórnarsáttmála flokkanna með miklum meirihluta atkvæða og þar með Angelu Merkel sem næsta kanslara landsins.

Kosningar í Danmörku í dag

Kosningar til sveitarstjórna í Danmörku hófust klukkan níu í morgun. Jafnaðarmaður verður að öllum líkindum borgarstjóri enn eitt árið.

Bændur mótmæla

Tugir manna slösuðust þegar til átaka kom á milli bænda og óeirðalögreglu við þinghúsið í Seúl í Suður-Kóreu í dag.

Þingmaður kærir dreifingu klámmyndar af sér

Það hefur heldur betur færst fjör í leikinn í sveitastjórnarkosningunum sem fram fara í Danmörku í dag. Þingmaður Þjóðarflokksins, Louise Frevert sem býður sig fram til borgarstjóraembættis í Kaupmannahöfn, hefur kært dreifingu plakata sem sýnir grófa klámmynd af henni.

Brasilískir hermenn pynta undirmenn sína

Myndbandsupptaka af pyntingum brasilískra hermanna á undirmönnum sínum hafa valdið miklum óhug þar í landi. Á myndbandinu sjást yfirmenn meðal annars brenna eyru undirmanna sinna með straujárni og gefa þeim rafstuð í magann. Brasilíski herinn hefur hafið rannsókn á málinu. Ernani Lunardi Filho, yfirmaður hersveitar, sagði í samtali við brasilíska fjölmiðla að herinn fordæmi atvikið. Hann sagði þetta einangrað tilfelli, sem fæli eingöngu í sér liðþjálfa að gera öðrum liðþjálfum grikk

Úrkomumet í Björgvin í gær

Úrkomumet var slegið í Björgvin í Noregi í gær, en þá mældist úrkoma frá því klukkan sjö á sunnudagskvöldið til klukkan sjö í gærkvöld 134,2 millímetrar. Gamla metið í bænum var frá árinu 1917 og var 122 millímetrar. Gríðarlega úrkoma var víða á vesturströnd Noregs í gær og mældist hún mest í Takle í Sogn- og Fjarðafylki en þar var úrkoman 198,5 millímetrar á sólarhring.

Atvinnutækifæri ungs fólks aukin í Frakklandi

Ríkisstjórn Frakklands hefur heitið því að auka atvinnutækifæri ungs fólks á næstu árum til að koma í veg fyrir óeirðir á borð við þær sem hafa verið í landinu síðustu þrjár vikur. Stefnt er að því að 50 þúsund ungmenni fái þjálfun árið 2007 sem á að auka líkur þeirra á að fá vinnu.

40 milljónir piparsveina í Kína árið 2020

Ójafnvægi á hlutfalli kynjanna heldur áfram að aukast í Kína vegna þeirrar stefnu stjórnvalda um hjón megi aðeins eignast eitt barn. Nú fæðast 119 strákar á móti hverjum 100 stelpum og árið 2020 má gera ráð fyrir að kínverskir piparsveinar verði allt að fjörtíu milljónir manns.

Mikill eldsvoði í Kaupmannahöfn

Betur fór en á horfðist þegar mikill eldsvoði varð í fjölbýlishúsi í Amager-hverfinu í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Um 200 manns þurftu að yfirgefa heimili sín vegna eldsins. Aðeins einn maður er sagður hafa slasast en fjöldi íbúa var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun.

Óeirðirnar eru þjóðarmein

Franska ríkisstjórnin ákvað í gær að framlengja neyðarlögin í landinu fram í febrúar á næsta ári. Jacques Chirac forseti sagði í sjónvarpsávarpi í gærkvöld að óeirðirnar í landinu að undanförnu bæru sjúkum þjóðarlíkama vitni.

Sáttmálinn samþykktur

Félagar í þýsku kristilegu flokkunum og Jafnaðarmannaflokkinum samþykktu með drjúgum meirihluta stjórnarsáttmála sem forystumenn flokkanna þriggja undirrituðu á föstudag.

Ásakanir um hassreykingar

Þingkosningar fara fram á Grænlandi í dag en óhætt er að segja að kosningabaráttan hafi verið fjörleg í meira lagi. Siumut-flokkurinn og Inúítaflokkurinn hafa setið í landsstjórninni undanfarið kjörtímabil.

Virðist hafa sigrast á HIV-veirunni

Karlmaður á þrítugsaldri virðist hafa sigrast HIV-veirunni. Ári eftir að maðurinn greindist með veiruna finnst hún ekki í blóðinu í honum.

Hlupu upp á toppinn á Sears-turninum

Það eru 2109 þrep úr andyrinu á Sears-turninum í Chicago og upp á útsýnispallinn á 103. hæð. Í gærmorgun ákváðu ríflega þúsund manns að taka ekki lyftuna heldur fara upp stigann og það hlaupandi. Allt er þetta reyndar gert í góðgerðaskyni því verið er að safna fé fyrir krabbameinsrannsóknarstofnun.

Fordæmdu vestræna menningu

Þúsund múslímar sem tilheyra hreyfingu sem kallast Hizb-ut-Tahrir komu saman í Kaupmannahöfn í gær til ársþings. Þeir fordæmdu þar gjörspillta, vestræna menningu og hvöttu stuðningsmenn sína í Danmörku til að taka ekki þátt í lýðræðislegum sveitastjórnarkosningum á morgun.

Schröder kveður Jafnaðarmannaflokkinn

Það var tilfinningaþrungin stund þegar Gerhard Shcröder, fráfarandi kanslari Þýskalands, kvaddi félaga sína í þýska jafnaðarmannaflokknum í Karlsruhe í dag um leið og þeir greiddu atkvæði um stjórnarsáttmálann sem gerður var við Kristilega demókrata og Kristilega sósíalsambandið fyrir helgi.

Þrír látnir eftir sjálfsmorðsárásir í Kabúl

Að minnsta kosti þrír hafa látist í tveimur bílsprengjuárásum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í dag. Friðargæsluliði á vegum NATO og grunaður sjálfsmorðsárásarmaður létust og fjórir særðust í fyrri sprengingunni í austurhluta borgarinnar og þá lést einn þegar sprengja sprakk í bíl í vegkanti í borginni.

Stjórnarsáttmáli samþykktur í Þýsklalandi

Félagar í bæði Jafnaðarmannaflokknum og Kristilega sósíalsambandinu, systurflokki Kristilegra demórkata í Þýskalandi, hafa samþykkt með miklum meirihluta stjórnarsáttmála sem forystumenn flokkanna þriggja undirrituðu á föstudag. Fyrr í dag samþykktu kristilegir demókratar sáttmálann og því er ekkert því til fyrirstöðu að Angela Merkel taki við sem nýr kanslari Þýskalands.

Einn látinn eftir aurskriður í Noregi

Einn maður hefur fundist látinn eftir að skriða féll á hús í Aasane í Björgvin í Vestur-Noregi í dag, en þar er nú mikið úrhelli. Jafnvel er búist við að úrkomumet verði sett í dag.

Danaprins skírður í janúar

Nýfæddur Danaprins, sonur Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu, verður skírður 21. janúar næstkomandi. Litli prinsinn verður skýrður í Christiansborgar kirkju sem gjarnan er notuð af konungsfjölskyldunni við hátíðleg tilefni.

Líklegt að stríð brjótist út

Yfirvöld í Eþíópíu hafa styrkt hervarnir sínar við landamæri Erítreu vegna hugsanlegra átaka þjóðanna tveggja sem óttast er að brjótist út á næstu dögum.

CIA reyndi að leyna dauða fanga

Bandaríska leyniþjónustan CIA reyndi að leyna dauða íraksks fanga, sem lét lífið við yfirheyrslur í Abu Ghraib fangelsinu í Írak þar sem honum var haldið án dóms og laga. Frá þessu greinir bandaríska fréttatímaritið Time en blaðið komst yfir fjölda skjala vegna málsins, þar á meðal krufningarskýrslu.

ESB leggur Frökkum lið vegna vargaldar

Óeirðir héldu áfram í París í nótt, nítjándu nóttina í röð. Tryggingafélög í Frakklandi meta tjón vegna þeirra á fimmtánda milljarð króna.

Tólf létust í átökum í Sómalíu

Að minnsta kosti tólf létust og 21 særðist í átökum í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, um helgina. Átökin eru sögð hafa blossað upp eftir að hópur íslamskra ofstækismanna reyndi að loka kvikmyndahúsum og myndbandaleigum vegna þess að vestrænar og indverskar myndir voru þar til sýninga sem skæruliðarnir telja sýna ósiðlegt athæfi. Í

Áhugalaus um að borga reikningana sína

Sjónvarpsstöð í Svíþjóð, sem Sigurjón Sighvatsson fjármagnar, er sögð áhugalaus um að borga reikningana sína. Stöðinni, sem nefnist Big TV og á að höfða til unglinga, verður hleypt af stokkunum í desember.

Fangelsisvist og hýðing fyrir að ræða önnur trúarbrögð

Kennari í Sádi-Arabíu hefur verið dæmdur til að sæta fjörutíu mánaða fangelsisvist og 750 svipuhöggum opinberlega fyrir að ræða Biblíuna og tala vel um gyðingatrú í kennslustund. Auk þess bannaði hann nemendum að þvo sér fyrir bænir eins og venja er hjá múslímum.

Mótmælendur að róast

Evrópusambandið hefur samþykkt að leggja til tæpa fjóra milljarða króna, til aðstoðar Frökkum vegna daglegra óeirða þar í landi síðustu 18 daga.

Ætlaði að fremja sjálfsmorðsárás í Amman

Írösk kona, sem er grunuð um að hafa ætlað að taka þátt í sjálfsmorðssprengjuárásinni í Amman, höfuðborg Jórdaníu í vikunni, en án árangurs, viðurkenndi brot sitt í ríkissjónvarpi Jórdaníu í gær.

Handsprengju kastað inn í verslun

Tvö börn og einn maður létust eftir að handsprengju var kastað inn í verslun í Bogota, höfuðborg Kólumbíu í gær. Maðurinn sem lést var þekktur íþróttafréttamaður í útvarpi. Þá særðust tveir til viðbótar í árásinni en enginn hefur lýst verknaðinum á hendur sér og hefur enginn verið handtekinn. Málið hefur valdið gíurlega reiði í landinu en rannsókn stendur nú yfir.

Breskar konur ofbeldishneigðar

Sífellt fleiri konur berja eiginmenn sína, samkvæmt breska blaðinu Independent on Sunday. Samkvæmt blaðinu segja sálfræðingar ofdrykkju og fíkniefnaneyslu kvenna hafa aukist hratt og leysi úr læðingi ofbeldishneigð hjá sumum.

Rændi stúlku eftir að hafa myrt foreldra hennar

14 ára stúlku er leitað eftir að foreldrar hennar voru myrtir á heimili þeirra í Pensilvaníu í Bandaríkjunum í gærmorgun. Talið er að kærasti stúlkunnar hafi myrt foreldra hennar en ekki er vitað með vissu hvort stúlkan hafi farið með stráknum sjálfviljug eða hvort hann hafi numið hana á brott.

Átök í Mogadishu

Að minnsta kosti tólf létust og 21 særðist í átökum í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, um helgina. Átökin eru sögð hafa blossað upp eftir að hópur íslamskra ofstækismanna reyndi að loka kvikmyndahúsum og myndbandaleigum vegna þess að vestrænar og indverskar myndir voru þar til sýninga sem skæruliðarnir telja sýna ósiðlegt athæfi.

Vill ekki starfa með Sinn Fein

Forsætisráðherra Írlands, Bertie Ahern, gaf það út í gær að hann myndi ekki hefja stjórnarmyndun með Sinn Fein, stjórnmálaarmi Írska lýðveldishersins, eftir næstu kosningar. Kosningar verða í Írlandi árið 2007 en nú þegar hefur Ahern útilokað þennan möguleika.

Hundar finna lyktina af krabbameini

Hundar kunna að skipta sköpum í rannsóknum á krabbameini í framtíðinni. Nýlegar rannsóknir í Noregi benda til þess að þeir geti fundið lyktina af krabbameini og þefað það uppi hjá fólki með ótrúlegri nákvæmni.

Segja að H5N1 hafi stökkbreyst

Vísindamenn í Víetnam segja að fuglaflensuvírusinn H5N1 hafi þegar stökkbreyst og sé nú hættulegri en áður. Talið er að stökkbreytingin geti leitt til þess að fuglaflensan smitist auðveldar úr fuglum í spendýr, þar á meðal fólk.

Læknaðist af HIV veirunni?

Andrew Stimpton, 25 ára gamall Breti sem greindist með HIV veiruna árið 2002 síðan er nú skyndilega orðinn eitt mest spennandi viðfangsefni læknavísindanna. Ástæðan er sú að samkvæmt nýjustu blóðprufum er hann ekki lengur sýktur af veirunni illskæðu og virðist með öllu læknaður.

Kona í haldi lögreglu

Jórdanskir lögreglumenn hafa konu í haldi sem mistókst að tendra sprengjur sem hún bar á sér í hryðjuverkaárásunum í Amman, höfuðborg Jórdaníu, á miðvikudagskvöld.

Fæddist með utanáliggjandi hjarta

Læknar á Indlandi berjast við að halda lífi í stúlkubarni sem fæddist með utanáliggjandi hjarta. Þegar stúlkan kom í heiminn hélt hún utan um hjartað með hægri hönd.

Hættir útsendingum á miðnætti

Einkarekin útvarpsstöð í Danmörku krefur danska ríkið um það sem nemur þremur milljörðum íslenskra króna, en stöðin hættir útsendingum annað kvöld vegna bágrar fjárhagsstöðu. Stjórnarandstaðan í Danmörku segir þetta dæmi um misheppnað afnám einokunar danska ríkisútvarpsins.

Hótar óeirðaseggjum frekari aðgerðum

Innanríkisráðherra Frakklands hótar að herða enn frekar aðgerðirnar gegn ungum mótmælendum sem staðið hafa fyrir óöld í landinu undanfarnar sautján nætur. Lögreglan beitti táragasi í Lyon í nótt þegar ungmenni gengu þar berserksgang.

H5N1 sagður hafa stökkbreyst

Vísindamenn í Víetnam segja að fuglaflensuvírusinn af stofni H5N1 í Asíu hafi þegar stökkbreyst og geti þannig auðveldlega borist í menn. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segist engar fregnir hafa fengið af þessu frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni og leggur því ekki trúnað á fréttirnar.

Sjá næstu 50 fréttir