Erlent

Flokkarnir semja

Kristilegir demókratar og jafnaðarmenn í Þýskalandi hafa samþykkt stjórnarsáttmála flokkanna með miklum meirihluta atkvæða og þar með Angelu Merkel sem næsta kanslara landsins.

Þingið sver Angelu Merkel í embætti 22. nóvember næstkomandi en hún verður jafnframt fyrsta konan sem gegnir þessu embætti. Samþykktu jafnaðarmenn einnig ráðherratilnefningar úr sínum flokki og að Franz Munterfering yrði varakanslari landsins. Tvísýnt var á tímabili hvort hann tæki við starfinu eftir að Edmund Stoiber sagðist ekki vilja taka þátt í ríkisstjórn Merkel. Sögðu bæði Merkel og Munterfering við flokksmenn sína á fundi sem haldinn var í Berlín í gær, að mikilvægt væri að þeir stæðu saman enda vandamál sem ríkisstjórnin þurfi að glíma við alvarleg mörg hver. En atvinnuleysi í Þýskalandi hefur verið yfir tíu prósent undanfarin ár. Þá sögðu þau Merkel og Munterfering samstarf flokkanna væri besta, mögulega leiðin miðað við úrslit kosninganna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×