Erlent

Danaprins skírður í janúar

Nýfæddur Danaprins, sonur Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu, verður skírður 21. janúar næstkomandi.

Litli prinsinn verður skýrður í Christiansborgar kirkju sem gjarnan er notuð af konungsfjölskyldunni við hátíðleg tilefni. Margir töldu að prinsinn yrði skýrðu í Frúarkirkjunni í Kaupmannahöfn, þar sem Friðrik og Mary giftu sig í maí í fyrra. Hefðin er sú að skíra danska prinsa og prinsessur innan sex vikna frá fæðingu en skírnarkjóllinn ku vera frekar lítill. Prinsinn verður því að öllum líkindum í nýjum skírnarkjól enda verður hann orðin um þriggja mánaða gamall þegar hann verður skírður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×