Erlent

Mikill eldsvoði í Kaupmannahöfn

Betur fór en á horfðist þegar mikill eldsvoði varð í fjölbýlishúsi í Amager-hverfinu í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Um 200 manns þurftu að yfirgefa heimili sín vegna eldsins. Aðeins einn maður er sagður hafa slasast en fjöldi íbúa var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Tilkynning um eldsvoðann barst slökkviliði Kaupmannahafnar rúmlega hálf sjö í gærkvöldi og barðist það við logana fram á nótt en skömmu fyrir miðnætti var tilkynnt að tekist hafi að hefta frekari útbreiðslu eldsins. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×