Erlent

Eins manns saknað eftir aurskriðu sem féll í Noregi

Eins manns er saknað eftir aurskriðu sem féll á hús í bænum Åsne í Noregi í dag. Sex björguðust, þar af komust þrír úr húsinu að sjálfsdáðum. Mennirnir eru lítið slasaðir utan einn sem var nokkuð slasaður í baki. Talið er að aurskriðan sé þrjú til fjögurhundruð metra breið. Mennirnir voru allir að vinna við að gera upp húsið sem aurskriðan féll á en húsið er nú rústir einar. Leit stendur yfir að manninum sem saknað er




Fleiri fréttir

Sjá meira


×